Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2025 09:50 Dagur segist hafa verið reiðubúinn til að taka við embætti þingflokksformanns. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa gert ráð fyrir því að verða þingflokksformaður flokksins. Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn formaður þingflokksins í gær. Kristrún Frostadóttir lagði til á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í gær að Guðmundur Ari yrði formaður, auk þess sem Arna Lára Jónsdóttir yrði varaformaður og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari þingflokks. Tillögurnar voru einróma samþykktar. Fer til annarra verkefna Í samtali við Morgunblaðið segir Dagur, sem hafði ítrekað verið nefndur sem mögulegur þingflokksformaður, að hann hafi verið tilbúinn til að takast á við það verkefni. „Ekki spurning um það, og gerði alveg ráð fyrir því. Þannig að ég fer til annara verkefna,“ hefur Mogginn eftir Degi. Þar nefnir hann þó ekki hvaða verkefni er um að ræða, en enn á eftir að raða niður í nefndir þingsins, bæði almennum nefndarmönnum en einnig formönnum. Formaðurinn segir samstöðu í þingflokknum Það fór hátt í kosningabaráttunni þegar Kristrún fullvissaði mögulegan kjósanda flokksins, sem var ósáttur við að Dagur væri í þingframboði, um að Dagur væri „aukaleikari“ og yrði ekki ráðherra. Nú er ljóst að hann fær ekki heldur ábyrgðarstöðu í stjórn þingflokksins. Fréttastofa ræddi við Guðmund Ara í gær, eftir að ljóst varð að hann yrði þingflokksformaður. Þá var hann meðal annars spurður hvernig Dagur hefði tekið þeim tíðindum. Guðmundur Ari svaraði því til að mikil samstaða hafi verið innan þingflokksins. „Og engin önnur tillaga sem barst á fundinum eða neitt svoleiðis. Þannig að það er bara mikil samstaða í þingflokknum,“ sagði Guðmundur Ari í gær. Fréttastofa hefur ekki náð í Dag nú í morgun. Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Guðmundur Ari Sigurjónsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur verið útnefndur þingflokksformaður flokksins. Tillaga Kristrúnar Frostadóttur þess efnis var samþykkt á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í dag. Dagur B. Eggertsson kemst ekki á blað í stjórn þingflokksins. 7. janúar 2025 14:34 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Kristrún Frostadóttir lagði til á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í gær að Guðmundur Ari yrði formaður, auk þess sem Arna Lára Jónsdóttir yrði varaformaður og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari þingflokks. Tillögurnar voru einróma samþykktar. Fer til annarra verkefna Í samtali við Morgunblaðið segir Dagur, sem hafði ítrekað verið nefndur sem mögulegur þingflokksformaður, að hann hafi verið tilbúinn til að takast á við það verkefni. „Ekki spurning um það, og gerði alveg ráð fyrir því. Þannig að ég fer til annara verkefna,“ hefur Mogginn eftir Degi. Þar nefnir hann þó ekki hvaða verkefni er um að ræða, en enn á eftir að raða niður í nefndir þingsins, bæði almennum nefndarmönnum en einnig formönnum. Formaðurinn segir samstöðu í þingflokknum Það fór hátt í kosningabaráttunni þegar Kristrún fullvissaði mögulegan kjósanda flokksins, sem var ósáttur við að Dagur væri í þingframboði, um að Dagur væri „aukaleikari“ og yrði ekki ráðherra. Nú er ljóst að hann fær ekki heldur ábyrgðarstöðu í stjórn þingflokksins. Fréttastofa ræddi við Guðmund Ara í gær, eftir að ljóst varð að hann yrði þingflokksformaður. Þá var hann meðal annars spurður hvernig Dagur hefði tekið þeim tíðindum. Guðmundur Ari svaraði því til að mikil samstaða hafi verið innan þingflokksins. „Og engin önnur tillaga sem barst á fundinum eða neitt svoleiðis. Þannig að það er bara mikil samstaða í þingflokknum,“ sagði Guðmundur Ari í gær. Fréttastofa hefur ekki náð í Dag nú í morgun.
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Guðmundur Ari Sigurjónsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur verið útnefndur þingflokksformaður flokksins. Tillaga Kristrúnar Frostadóttur þess efnis var samþykkt á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í dag. Dagur B. Eggertsson kemst ekki á blað í stjórn þingflokksins. 7. janúar 2025 14:34 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Guðmundur Ari Sigurjónsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur verið útnefndur þingflokksformaður flokksins. Tillaga Kristrúnar Frostadóttur þess efnis var samþykkt á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í dag. Dagur B. Eggertsson kemst ekki á blað í stjórn þingflokksins. 7. janúar 2025 14:34