Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2025 08:33 Guðrún Hulda Pálsdóttir hefur starfað hjá Bændablaðinu síðustu tíu árin. Hún segist nú langa að breyta um takt. Bændablaðið Guðrún Hulda Pálsdóttir hefur sagt upp störfum sem ritstjóri Bændablaðsins. Frá þessu greinir Guðrún Hulda í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist hafa sagt upp fyrir áramót. Hún tók við ritstjórn á vordögum 2022, eftir að hafa þá starfað hjá Bændasamtökunum og blaðið í sjö ár. Hún segist munu vinna ötullega og af heilindum fyrir blaðið þar til að ný manneskja taki við keflinu á næstu mánuðum. Í færslunni segist hún hafa fengið öruggt starfsumhverfi hjá Bændasamtökunum og sömuleiðis rými til að blómstra. „Ég hef unnið eftir ákveðinni sýn og markmiðum sem fólust í því að stuðla að skilvirkara verklagi í innri starfsemi blaðsins, efla innihaldið með metnaðarfullri blaðamennsku og viðhalda styrk Bændablaðsins sem traustur þekkingarbrunni. Á þessum tíma hefur lestur blaðsins aukist, sér í lagi meðal yngri lesenda, og umferð um vefinn okkar og samfélagsmiðla hefur margfaldast. Þetta hefur blaðinu tekist vegna þess að hjá því starfa eintómir erkisnillingar sem leggja sig alltaf öll fram við að skapa stórkostlegan miðil í nærandi vinnuumhverfi. Þvílík eru forréttindi mín að fá að taka þátt í mótun Bændablaðsins og vinna með mínu allra besta samstarfsfólki, sem er mér sem fjölskylda. En nú langar mig að breyta um takt og sjá hvert það leiðir mig. Markmiðið er að skapa mér líf þar sem ég hef meiri tíma fyrir fólkið mitt, vini, tónlist, hreyfingu, ætigarðinn, hrossin og einhver önnur uppátæki sem kunna að reka á fjörur mínar. Ég mun vinna ötullega og af heilindum fyrir Bændablaðið þar til ný manneskja tekur við keflinu á næstu mánuðum,“ segir Guðrún Hulda. Guðrún Hulda tók á sínum tíma við ritstjórn Bændablaðsins af Herði Kristjánssyni, en áður hafði hún starfað sem blaðamaður og auglýsingastjóri Bændablaðsins og umsjónarmaður Hlöðunnar. Fjölmiðlar Vistaskipti Landbúnaður Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Frá þessu greinir Guðrún Hulda í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist hafa sagt upp fyrir áramót. Hún tók við ritstjórn á vordögum 2022, eftir að hafa þá starfað hjá Bændasamtökunum og blaðið í sjö ár. Hún segist munu vinna ötullega og af heilindum fyrir blaðið þar til að ný manneskja taki við keflinu á næstu mánuðum. Í færslunni segist hún hafa fengið öruggt starfsumhverfi hjá Bændasamtökunum og sömuleiðis rými til að blómstra. „Ég hef unnið eftir ákveðinni sýn og markmiðum sem fólust í því að stuðla að skilvirkara verklagi í innri starfsemi blaðsins, efla innihaldið með metnaðarfullri blaðamennsku og viðhalda styrk Bændablaðsins sem traustur þekkingarbrunni. Á þessum tíma hefur lestur blaðsins aukist, sér í lagi meðal yngri lesenda, og umferð um vefinn okkar og samfélagsmiðla hefur margfaldast. Þetta hefur blaðinu tekist vegna þess að hjá því starfa eintómir erkisnillingar sem leggja sig alltaf öll fram við að skapa stórkostlegan miðil í nærandi vinnuumhverfi. Þvílík eru forréttindi mín að fá að taka þátt í mótun Bændablaðsins og vinna með mínu allra besta samstarfsfólki, sem er mér sem fjölskylda. En nú langar mig að breyta um takt og sjá hvert það leiðir mig. Markmiðið er að skapa mér líf þar sem ég hef meiri tíma fyrir fólkið mitt, vini, tónlist, hreyfingu, ætigarðinn, hrossin og einhver önnur uppátæki sem kunna að reka á fjörur mínar. Ég mun vinna ötullega og af heilindum fyrir Bændablaðið þar til ný manneskja tekur við keflinu á næstu mánuðum,“ segir Guðrún Hulda. Guðrún Hulda tók á sínum tíma við ritstjórn Bændablaðsins af Herði Kristjánssyni, en áður hafði hún starfað sem blaðamaður og auglýsingastjóri Bændablaðsins og umsjónarmaður Hlöðunnar.
Fjölmiðlar Vistaskipti Landbúnaður Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent