Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2025 07:33 Það hefur ekki alltaf verið hlýtt milli Zuckerberg og Trump en það virðist vera að breytast. Tæknigeirinn horfir hýrum augum til næstu fjögurra ára. Getty/Zuffa LLC/Chris Unger Ákvörðun stjórnenda Meta um að hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram hefur vakið hörð viðbrögð. Mark Zuckerberg, stofnandi Meta, segir um að ræða forgangsröðun í þágu tjáningarfrelsisins. Tilkynnt var um ákvörðunina í gær og fór Zuckerberg ekki í grafgötur með það að hún tengdist úrslitum nýafstaðinna forsetakosninga í Bandaríkjunum, þar sem Donald Trump sigraði Kamölu Harris. Zuckerberg sagði í gær að Meta myndi vinna að því með Trump að leggja þrýsting á stjórnvöld út um heim allan, sem hefðu barist fyrir aukinni ritskoðun og sótt að bandarískum fyrirtækjum hvað það varðaði. Nefndi hann Evrópu og Suður-Ameríku sérstaklega í þessu samhengi. Breytingarnar fela meðal annars í sér að dregið verður verulega úr eða fallið algjörlega frá eftirliti með sannleiksgildi færslna. Þess í stað stendur til að fara að dæmi X, sem er í eigu Elon Musk, og láta notendur um það að gera athugasemdir og setja hlutina í samhengi. Zuckerberg segir eftirlitið hafa verið orðið allt of hlutdrægt og að framvegis verði minni áhersla lögð á að fylgjast með færslum þar sem fjallað er um til að mynda innflytjendur og kyn. Ólöglegt efni og alvarlegt efni þar sem fjallað er um til að mynda sjálfsvíg og sjálfskaða verður áfram undir eftirliti. Fregnirnar hafa vakið hörð viðbrögð og Zuckerberg verið harðlega gagnrýndur fyrir að beygja sig algjörlega undir Trump. Áhyggjur eru meðal annars uppi um að breytingarnar muni opna dyrnar á flóð hatursáróðurs gegn konum, hinsegin fólki og minnihlutahópum. Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan var hins vegar á meðal þeirra sem tóku fréttunum fagnandi og sagði um að ræða algjöra u-beygju gagnvart „woke“ ritskoðun og „slaufunarmenningarkjaftæði“. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Facebook Meta Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Tilkynnt var um ákvörðunina í gær og fór Zuckerberg ekki í grafgötur með það að hún tengdist úrslitum nýafstaðinna forsetakosninga í Bandaríkjunum, þar sem Donald Trump sigraði Kamölu Harris. Zuckerberg sagði í gær að Meta myndi vinna að því með Trump að leggja þrýsting á stjórnvöld út um heim allan, sem hefðu barist fyrir aukinni ritskoðun og sótt að bandarískum fyrirtækjum hvað það varðaði. Nefndi hann Evrópu og Suður-Ameríku sérstaklega í þessu samhengi. Breytingarnar fela meðal annars í sér að dregið verður verulega úr eða fallið algjörlega frá eftirliti með sannleiksgildi færslna. Þess í stað stendur til að fara að dæmi X, sem er í eigu Elon Musk, og láta notendur um það að gera athugasemdir og setja hlutina í samhengi. Zuckerberg segir eftirlitið hafa verið orðið allt of hlutdrægt og að framvegis verði minni áhersla lögð á að fylgjast með færslum þar sem fjallað er um til að mynda innflytjendur og kyn. Ólöglegt efni og alvarlegt efni þar sem fjallað er um til að mynda sjálfsvíg og sjálfskaða verður áfram undir eftirliti. Fregnirnar hafa vakið hörð viðbrögð og Zuckerberg verið harðlega gagnrýndur fyrir að beygja sig algjörlega undir Trump. Áhyggjur eru meðal annars uppi um að breytingarnar muni opna dyrnar á flóð hatursáróðurs gegn konum, hinsegin fólki og minnihlutahópum. Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan var hins vegar á meðal þeirra sem tóku fréttunum fagnandi og sagði um að ræða algjöra u-beygju gagnvart „woke“ ritskoðun og „slaufunarmenningarkjaftæði“.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Facebook Meta Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira