Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Jón Þór Stefánsson skrifar 7. janúar 2025 21:16 Skrifstofuhúsnæðið sem málið varðar var í Bæjarlind í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Tvíburabræður á þrítugsaldri, ásamt einum manni á þrítugsaldri til viðbótar, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir eru grunaðir um að hafa geymt mikið magn af MDMA, sem var ætlað til söludreifingar, í skrifstofuhúsnæði í Bæjarlind í Kópavogi. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á ýmsum gullmunum. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að í skrifstofuhúsnæðinu hafi fundist tæplega þrjú kíló af MDMA kristölum og hátt í 1781 stykki af MDMA töflum. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október 2024 hafi mennirnir verið saman í húsnæðinu með það í huga að sækja efnin, en lögreglan hafði níu dögum áður skipt efnunum út fyrir gerviefni. Tvíburarnir hafi sótt efnin þar sem þau voru falin, en þriðji maðurinn borið þau út úr húsnæðinu og sett þau í bíl annars tvíburans sem ók henni til Reykjavíkur þar sem hann og þriðji maðurinn voru handteknir með efnin. Áður hefur verið greint frá því að efnin hafi verið geymd í lofti skrifstofuhúsnæðisins. Lögreglan hafi einnig komið fyrir upptökubúnaði þar sem þau voru falin og mennirnir sést vel þegar þeir sóttu efnin á myndbandsupptöku lögreglu. Í fyrstu munu þeir allir þrír hafa neitað sök. En samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði sagði þriðji maðurinn í fjórðu skýrslutöku sem lögreglan tók af honum, í lok nóvember að hann ætti öll fíkniefnin. Hann hafi hins vegar beðið tvíburna um að fela þau í húsinu þar sem hann vissi af tómu rými þar. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að gögn málsins sýni svo hafið sé yfir allan vafa að hann hafi komið að þessu stórfellda fíkniefnabroti, en að þessi frásögn hans sé með miklum ólíkindablæ. Í öðrum úrskurði segir að lögreglan telji alveg ljóst að þeir þrír hafi allir verið vel meðvitaðir um hvaða efni voru þarna geymd. Lögreglan fór kvöldið sem þeir voru handteknir líka í húsleit á heimili þriðja mannsins. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu fíkniefna, en í ákærunni segir að á heimili hans hafi fundist 153 grömm af kókaíni, fimm grömm af MDMA, 223 grömm af metamfetamíni í kristalsformi, 22 MDMA töflur, og 788 töflur sem innihéldu fíknilyfið brómazólam. Annar tvíburinn er einnig ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabot. Samkvæmt ákærunni fundust þetta sama kvöld tvö stunguvopn, hnúajárn og felukylfa og tæp fimm grömm af kókaíni á heimili hans. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á fimm Rolex-armbandsúrum, tveimur armböndum úr gulli, tveimur hálsmenum úr gulli, tveimur keðjum úr gulli, tveimur hringjum út gulli, tveimur peningum úr gulli, fjórum stöngum úr gulli. Flestir þessir munir fundust á heimili annars tvíburans. Áður hlotið dóm Að minnsta kosti annar tvíburinn hefur komist í kast við lögin áður, en fyrir um tíu árum hlaut hann skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárásir. Þriðji maðurinn hlaut 22 mánaða fangelsisdóm árið 2018 fyrir líkamsárás. Í því máli var hann ákærður fyrir að slá mann með kassagítar. Annar sakborningur þess máls stakk þennan sama brotaþola og var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Sá sakborningur sagði að um handrukkun hafi verið að ræða, sá sem varð fyrir árásinni hefði stolið af honum amfetamíni og skuldað tvær milljónir. Dómsmál Fíkniefnabrot Kópavogur Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að í skrifstofuhúsnæðinu hafi fundist tæplega þrjú kíló af MDMA kristölum og hátt í 1781 stykki af MDMA töflum. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október 2024 hafi mennirnir verið saman í húsnæðinu með það í huga að sækja efnin, en lögreglan hafði níu dögum áður skipt efnunum út fyrir gerviefni. Tvíburarnir hafi sótt efnin þar sem þau voru falin, en þriðji maðurinn borið þau út úr húsnæðinu og sett þau í bíl annars tvíburans sem ók henni til Reykjavíkur þar sem hann og þriðji maðurinn voru handteknir með efnin. Áður hefur verið greint frá því að efnin hafi verið geymd í lofti skrifstofuhúsnæðisins. Lögreglan hafi einnig komið fyrir upptökubúnaði þar sem þau voru falin og mennirnir sést vel þegar þeir sóttu efnin á myndbandsupptöku lögreglu. Í fyrstu munu þeir allir þrír hafa neitað sök. En samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði sagði þriðji maðurinn í fjórðu skýrslutöku sem lögreglan tók af honum, í lok nóvember að hann ætti öll fíkniefnin. Hann hafi hins vegar beðið tvíburna um að fela þau í húsinu þar sem hann vissi af tómu rými þar. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að gögn málsins sýni svo hafið sé yfir allan vafa að hann hafi komið að þessu stórfellda fíkniefnabroti, en að þessi frásögn hans sé með miklum ólíkindablæ. Í öðrum úrskurði segir að lögreglan telji alveg ljóst að þeir þrír hafi allir verið vel meðvitaðir um hvaða efni voru þarna geymd. Lögreglan fór kvöldið sem þeir voru handteknir líka í húsleit á heimili þriðja mannsins. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu fíkniefna, en í ákærunni segir að á heimili hans hafi fundist 153 grömm af kókaíni, fimm grömm af MDMA, 223 grömm af metamfetamíni í kristalsformi, 22 MDMA töflur, og 788 töflur sem innihéldu fíknilyfið brómazólam. Annar tvíburinn er einnig ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabot. Samkvæmt ákærunni fundust þetta sama kvöld tvö stunguvopn, hnúajárn og felukylfa og tæp fimm grömm af kókaíni á heimili hans. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á fimm Rolex-armbandsúrum, tveimur armböndum úr gulli, tveimur hálsmenum úr gulli, tveimur keðjum úr gulli, tveimur hringjum út gulli, tveimur peningum úr gulli, fjórum stöngum úr gulli. Flestir þessir munir fundust á heimili annars tvíburans. Áður hlotið dóm Að minnsta kosti annar tvíburinn hefur komist í kast við lögin áður, en fyrir um tíu árum hlaut hann skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárásir. Þriðji maðurinn hlaut 22 mánaða fangelsisdóm árið 2018 fyrir líkamsárás. Í því máli var hann ákærður fyrir að slá mann með kassagítar. Annar sakborningur þess máls stakk þennan sama brotaþola og var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Sá sakborningur sagði að um handrukkun hafi verið að ræða, sá sem varð fyrir árásinni hefði stolið af honum amfetamíni og skuldað tvær milljónir.
Dómsmál Fíkniefnabrot Kópavogur Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira