Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2025 10:31 Halldór Óli Hjálmarsson björgunarsveitarmaður kom að leitinni að fjölmörgum Súðvíkingum. Sólahringarnir í kringum flóðið hverfa aldrei úr minningu Halldórs. Þann 16. janúar árið 1995 féll mannskætt snjóflóð á sjávarþorpið Súðavík. Heimildarmyndin Fjallið það öskrar var sýnd á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Í myndinni eru sagðar sögur þriggja einstaklinga sem upplifðu hamfarirnar frá mismunandi sjónarhornum. Fjallið það öskrar er heiður til Vestfirðinga, minning um þau líf þeirra sem fórust og vitnisburður um styrk samfélags sem stóð saman á myrkum tímum. Leikstjóri myndarinnar er Daníel Bjarnason, framleiðandi er Þórunn Guðlaugsdóttir og meðframleiðsla í höndum Arons Guðmundssonar. „Það eru hlutir sem maður sér sem minna mann alltaf á eitthvað sem maður sá þarna,“ segir Halldór Óli Hjálmarsson björgunarsveitarmaður. „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á. Þetta er eitthvað sem býr með manni og á eftir að gera það,“ segir Hjálmar. Föstudaginn 16. janúar árið 1995 féll snjóflóð í Súðavík. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða, eins og fram kemur í myndinni. Hér að neðan má sjá brot úr myndinni en hægt er að horfa á hana í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á“ Óstjórnlegur grátur „Í sjónvarpinu er verið að renna nöfnunum sem létust og ég sit bara með pabba og Elínu og þeim og ég sit bara inni í stofu og er að horfa á sjónvarpið. Síðan bara krassa ég algjörlega, í algjörlega óstjórnlegan grát,“ segir Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn á Ísafirði árið 1995. „Eftir að ég flutti til Reykjavíkur og ég veit alveg að það er ekki að koma snjóflóð hér. En þegar það er rok og rigning og það glymur í öllu þá líður mér bara illa. Þetta er bara tilfinning sem ég get bara ekki hent í burtu,“ segir Elma Dögg Frostadóttir sem varð undir í snjóflóðinu sem barn en var bjargað. Elma hafði legið undir fataskáp í margar klukkustundir. Það varð henni til happs að hún öskraði ítrekað á móður sína þar til að björgunarsveitarmaður heyrði í henni, og bjargaði. Elma var þarna 14 ára. Snjóflóðin í Súðavík Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Í myndinni eru sagðar sögur þriggja einstaklinga sem upplifðu hamfarirnar frá mismunandi sjónarhornum. Fjallið það öskrar er heiður til Vestfirðinga, minning um þau líf þeirra sem fórust og vitnisburður um styrk samfélags sem stóð saman á myrkum tímum. Leikstjóri myndarinnar er Daníel Bjarnason, framleiðandi er Þórunn Guðlaugsdóttir og meðframleiðsla í höndum Arons Guðmundssonar. „Það eru hlutir sem maður sér sem minna mann alltaf á eitthvað sem maður sá þarna,“ segir Halldór Óli Hjálmarsson björgunarsveitarmaður. „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á. Þetta er eitthvað sem býr með manni og á eftir að gera það,“ segir Hjálmar. Föstudaginn 16. janúar árið 1995 féll snjóflóð í Súðavík. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða, eins og fram kemur í myndinni. Hér að neðan má sjá brot úr myndinni en hægt er að horfa á hana í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á“ Óstjórnlegur grátur „Í sjónvarpinu er verið að renna nöfnunum sem létust og ég sit bara með pabba og Elínu og þeim og ég sit bara inni í stofu og er að horfa á sjónvarpið. Síðan bara krassa ég algjörlega, í algjörlega óstjórnlegan grát,“ segir Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn á Ísafirði árið 1995. „Eftir að ég flutti til Reykjavíkur og ég veit alveg að það er ekki að koma snjóflóð hér. En þegar það er rok og rigning og það glymur í öllu þá líður mér bara illa. Þetta er bara tilfinning sem ég get bara ekki hent í burtu,“ segir Elma Dögg Frostadóttir sem varð undir í snjóflóðinu sem barn en var bjargað. Elma hafði legið undir fataskáp í margar klukkustundir. Það varð henni til happs að hún öskraði ítrekað á móður sína þar til að björgunarsveitarmaður heyrði í henni, og bjargaði. Elma var þarna 14 ára.
Snjóflóðin í Súðavík Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira