Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar 5. janúar 2025 12:01 Ég hef í spjalli við ýmsa orðið þess áskynja að sumir trúa lyginni sem haldið hefur verið að fólki árum saman um „áframhald“ aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þannig hefur fólk í Viðreisn, Samfylkingu og aðrir með sambærilega siðferðisvitund hamrað á því að hægt sé að setjast niður í einhverskonar óformlegt kaffispjall við ESB í þeim tilgangi að komast að því „hvað sé í boði“ fyrir Ísland ef landið gengi í sambandið. Þegar þeir svo neyðast í rökræður um hvernig þessu er í raun háttað vísa þeir einatt í að Norðmenn hafi einmitt gert þetta áður. Á sama hátt og að fullyrðingin um „áframhald“ viðræðna er blekking, þá er það líka fals að halda því fram að Ísland geti fetað sömu slóð og Noregur á sínum tíma þar sem ESB breytti inngönguferli umsóknarríkja eftir seinni höfnun Noregs yfir í aðlögunarferli þar sem hvert umsóknarríki aðlagi lög, reglur og stofnanaumhverfi viðkomandi lands að kröfum ESB samhliða viðræðunum. Þannig verði umsóknarríkið búið að innleiða öll lög, allar reglur og allar aðrar kröfur sambandsins í lok viðræðnanna. Í þessu ljósi er önnur kosning almennings á þeim tímapunkti sýndarmennska og blekking. Íslendingar voru svo ólánsamir að fá yfir sig ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 sem sótti um aðild að Evrópusambandinu. Það gerði hún eftir stærstu kosningasvik Íslandssögunnar sem formaður Vinstri grænna, Steingrímur Jóhann Sigfússon, á „heiðurinn“ að. Hann lofaði ítrekað í aðdraganda kosninga að VG myndi aldrei taka þátt í að sækja um aðild að ESB kæmust þeir í ríkisstjórn. Út á þessi loforð fékk hann mjög mörg atkvæði fólks sem annars hefði aldrei kosið flokk hans, en kjósendur voru varla komnir út úr kjörklefanum þegar hnífasettið stóð í baki þeirra. Aðildarviðræður Íslendinga reyndust (eins og margir vissu) vera aðlögunarviðræður og á þeim tíma sem þær stóðu yfir véluðu ráðherrar og embættismenn um umbreytingu Íslands á þeim sviðum sem hverju sinni voru í umræðuferli. Aðlögunarferlið rak svo í rogastans þegar að því kom að gefa eftir stjórn sjávarauðlinda Íslands til skrifstofumanna í Brussel. Auðvitað vissu allir að það væri ein slæmra afleiðinga inngöngu í sambandið, en á þessum tímapunkti hættu blekkingar stjórnarliða að virka og Ísland slapp með skrekkinn þegar aðlögunarumsóknin var sett á ís. Næsta ríkisstjórn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stýrði tók svo að sér að loka endanlega fyrir blekkingaleik fyrri stjórnvalda með afgerandi hætti sem Evrópusambandið átti ekki annars kost en að taka undir. Í ljósi ofanritaðs má öllum vera ljóst að Ísland er ekki umsóknarríki um aðild að ESB. Þannig afhjúpast blekkingarleikur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um að kosið skuli um áframhald viðræðna við sambandið því ekki er hægt að taka upp þráðinn á því sem ekki er til staðar. Það er ekki heldur hægt að kjósa um að „kíkja í pakkann“, heldur þyrfti að sækja að nýju um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem er allt annar hlutur. Þá er með öllu óvíst að aðildarríki ESB kæri sig um aðra slíka umsókn vitandi það að hvorki ríkisstjórn Íslands, Alþingi eða íslenskur almenningur er samstíga um inngöngu. Í raun eru Íslendingar mótfallnir því að binda trúss sitt frekar en orðið er við ríkjasamband ESB vitandi að hagsmunir Íslendinga yrðu þar fyrir borð bornir, en í ljósi þess að mannfjöldi ríkjanna ræður valdahlutföllunum og í ESB eru um 500 milljónir manns á meðan Íslendingar eru innan við 400 þúsund. Íslendingar ættu að einbeita sér að þeim málum sem lagfæra þarf hér innanlands fremur en að steypa þjóðinni í uppnám næstu árin með umræðum um aðildarumsókn að ESB og öllum þeim gífurlega kostnaði sem slíkri umsókn myndi fylgja. Íslendingar eru stolt sjálfstæð þjóð sem þarf ekki að láta segja sér fyrir verkum og verandi utan ríkjabandalags Evrópusambandsins erum við þjóð meðal þjóða og höfum okkar eigin rödd. Höldum áfram að vera sjálfstæð fullvalda þjóð. Áfram Ísland. Höfundur er stoltur Íslendingur og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Högni Elfar Gylfason Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef í spjalli við ýmsa orðið þess áskynja að sumir trúa lyginni sem haldið hefur verið að fólki árum saman um „áframhald“ aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þannig hefur fólk í Viðreisn, Samfylkingu og aðrir með sambærilega siðferðisvitund hamrað á því að hægt sé að setjast niður í einhverskonar óformlegt kaffispjall við ESB í þeim tilgangi að komast að því „hvað sé í boði“ fyrir Ísland ef landið gengi í sambandið. Þegar þeir svo neyðast í rökræður um hvernig þessu er í raun háttað vísa þeir einatt í að Norðmenn hafi einmitt gert þetta áður. Á sama hátt og að fullyrðingin um „áframhald“ viðræðna er blekking, þá er það líka fals að halda því fram að Ísland geti fetað sömu slóð og Noregur á sínum tíma þar sem ESB breytti inngönguferli umsóknarríkja eftir seinni höfnun Noregs yfir í aðlögunarferli þar sem hvert umsóknarríki aðlagi lög, reglur og stofnanaumhverfi viðkomandi lands að kröfum ESB samhliða viðræðunum. Þannig verði umsóknarríkið búið að innleiða öll lög, allar reglur og allar aðrar kröfur sambandsins í lok viðræðnanna. Í þessu ljósi er önnur kosning almennings á þeim tímapunkti sýndarmennska og blekking. Íslendingar voru svo ólánsamir að fá yfir sig ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 sem sótti um aðild að Evrópusambandinu. Það gerði hún eftir stærstu kosningasvik Íslandssögunnar sem formaður Vinstri grænna, Steingrímur Jóhann Sigfússon, á „heiðurinn“ að. Hann lofaði ítrekað í aðdraganda kosninga að VG myndi aldrei taka þátt í að sækja um aðild að ESB kæmust þeir í ríkisstjórn. Út á þessi loforð fékk hann mjög mörg atkvæði fólks sem annars hefði aldrei kosið flokk hans, en kjósendur voru varla komnir út úr kjörklefanum þegar hnífasettið stóð í baki þeirra. Aðildarviðræður Íslendinga reyndust (eins og margir vissu) vera aðlögunarviðræður og á þeim tíma sem þær stóðu yfir véluðu ráðherrar og embættismenn um umbreytingu Íslands á þeim sviðum sem hverju sinni voru í umræðuferli. Aðlögunarferlið rak svo í rogastans þegar að því kom að gefa eftir stjórn sjávarauðlinda Íslands til skrifstofumanna í Brussel. Auðvitað vissu allir að það væri ein slæmra afleiðinga inngöngu í sambandið, en á þessum tímapunkti hættu blekkingar stjórnarliða að virka og Ísland slapp með skrekkinn þegar aðlögunarumsóknin var sett á ís. Næsta ríkisstjórn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stýrði tók svo að sér að loka endanlega fyrir blekkingaleik fyrri stjórnvalda með afgerandi hætti sem Evrópusambandið átti ekki annars kost en að taka undir. Í ljósi ofanritaðs má öllum vera ljóst að Ísland er ekki umsóknarríki um aðild að ESB. Þannig afhjúpast blekkingarleikur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um að kosið skuli um áframhald viðræðna við sambandið því ekki er hægt að taka upp þráðinn á því sem ekki er til staðar. Það er ekki heldur hægt að kjósa um að „kíkja í pakkann“, heldur þyrfti að sækja að nýju um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem er allt annar hlutur. Þá er með öllu óvíst að aðildarríki ESB kæri sig um aðra slíka umsókn vitandi það að hvorki ríkisstjórn Íslands, Alþingi eða íslenskur almenningur er samstíga um inngöngu. Í raun eru Íslendingar mótfallnir því að binda trúss sitt frekar en orðið er við ríkjasamband ESB vitandi að hagsmunir Íslendinga yrðu þar fyrir borð bornir, en í ljósi þess að mannfjöldi ríkjanna ræður valdahlutföllunum og í ESB eru um 500 milljónir manns á meðan Íslendingar eru innan við 400 þúsund. Íslendingar ættu að einbeita sér að þeim málum sem lagfæra þarf hér innanlands fremur en að steypa þjóðinni í uppnám næstu árin með umræðum um aðildarumsókn að ESB og öllum þeim gífurlega kostnaði sem slíkri umsókn myndi fylgja. Íslendingar eru stolt sjálfstæð þjóð sem þarf ekki að láta segja sér fyrir verkum og verandi utan ríkjabandalags Evrópusambandsins erum við þjóð meðal þjóða og höfum okkar eigin rödd. Höldum áfram að vera sjálfstæð fullvalda þjóð. Áfram Ísland. Höfundur er stoltur Íslendingur og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar