„Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 3. janúar 2025 21:59 Benedikt hefur marga fjöruna sopið. Vísir/Anton Brink Tindastóll fór vestur í bæ í kvöld þar sem þeir mættu KR í Bónus deild karla í körfubolta. Tindastóll vann leikinn 95-116, en þetta var kaflaskiptur leikur. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins var sáttur með sigurinn en var ósáttur með marg annað. „Þetta eru tvö stig í sarpinn og margir góðir kaflar. Ég er samt ofboðslega svekktur hvernig við byrjum leikinn, hvernig við byrjum seinni hálfleikinn. Við þurfum alltaf smá tíma til þess að koma okkur í gang. Það er eitthvað sem við verðum að laga fyrir næsta leik, því við höfum ekkert efni á svoleiðis. Um leið og menn fóru að gera þetta almennilega þá vorum við helvíti flottir um tíma.” Fyrsti og þriðji leikhlutar voru keimlíkir að því leiti að Tindastóll byrjaði þá leikhluta illa og Benedikt þurfti að taka leikhlé eftir um fimm mínútur í bæði skiptin. „Maður á ekkert það þurfa að taka leikhlé eftir fjórar til fimm mínútur, til þess að menn fari að taka á því og spila einhverja vörn. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum ekki að leyfa því sama að gerast í seinni hálfleik, en það endaði með að ég þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum. Þá fóru menn loksins að gera þetta almennilega. Auðvitað voru KR-ingarnir samt bara flottir, ég ætla ekkert að taka af þeim. Þeir voru frábærir, sérstaklega í byrjun seinni hálfleiks og þeir náðu þessu niður í fimm stig. Sem betur fer náðum við að snúa þessu við, en það er ekkert alltaf hægt. Þannig við getum ekkert verið að leika okkur núna.” Benedikt í leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Það leið varla mínúta í þriðja leikhluta milli þess að Benedikt var búinn að taka sitt fyrsta leikhlé þar til hann tók sitt annað leikhlé. Það virtist þó virka hjá honum því Tindastóll tók gjörsamlega yfir eftir seinna leikhléið. „Ég fékk viðbrögð eftir leikhléið í fyrri hálfleik og menn voru allt aðrir eftir það leikhlé. Eftir fyrra leikhléið í byrjun seinni hálfleiks fékk ég hinsvegar ekki þessi viðbrögð sem ég vildi fá. Þannig að ég tek annað, og prófa aðra taktík og athuga hvort það kveiki í þeim. Sem betur fer náðu menn sér á strik eftir það. Ég ætla samt ekki að taka kreditið fyrir það, en þeir voru svo bara flottir það sem eftir var af leiknum.” Í þriðja leikhluta gerðist meira athugavert þar sem leikurinn var næstum meira stopp en hann var í gangi. Dómararnir blésu mikið í flauturnar og sumt var umdeilt. „Mér fannst Nimrod bara alltaf vera á vítalínunni. Mér fannst hann bara alltaf vera að taka tvö víti og hann hitti úr þessu öllu. En við vorum með gott dómara tríó hérna, þannig þótt ég hafi verið ósáttur með eitthvað inn á milli. Þá er ég nokkuð viss um það þegar ég skoða eftir leik að þetta hafi verið allt hárrétt hjá þeim. Þessir menn sem eru hérna eru ekkert að byrja í þessu og eru okkar bestu menn í þessu.” Körfubolti Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
„Þetta eru tvö stig í sarpinn og margir góðir kaflar. Ég er samt ofboðslega svekktur hvernig við byrjum leikinn, hvernig við byrjum seinni hálfleikinn. Við þurfum alltaf smá tíma til þess að koma okkur í gang. Það er eitthvað sem við verðum að laga fyrir næsta leik, því við höfum ekkert efni á svoleiðis. Um leið og menn fóru að gera þetta almennilega þá vorum við helvíti flottir um tíma.” Fyrsti og þriðji leikhlutar voru keimlíkir að því leiti að Tindastóll byrjaði þá leikhluta illa og Benedikt þurfti að taka leikhlé eftir um fimm mínútur í bæði skiptin. „Maður á ekkert það þurfa að taka leikhlé eftir fjórar til fimm mínútur, til þess að menn fari að taka á því og spila einhverja vörn. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum ekki að leyfa því sama að gerast í seinni hálfleik, en það endaði með að ég þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum. Þá fóru menn loksins að gera þetta almennilega. Auðvitað voru KR-ingarnir samt bara flottir, ég ætla ekkert að taka af þeim. Þeir voru frábærir, sérstaklega í byrjun seinni hálfleiks og þeir náðu þessu niður í fimm stig. Sem betur fer náðum við að snúa þessu við, en það er ekkert alltaf hægt. Þannig við getum ekkert verið að leika okkur núna.” Benedikt í leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Það leið varla mínúta í þriðja leikhluta milli þess að Benedikt var búinn að taka sitt fyrsta leikhlé þar til hann tók sitt annað leikhlé. Það virtist þó virka hjá honum því Tindastóll tók gjörsamlega yfir eftir seinna leikhléið. „Ég fékk viðbrögð eftir leikhléið í fyrri hálfleik og menn voru allt aðrir eftir það leikhlé. Eftir fyrra leikhléið í byrjun seinni hálfleiks fékk ég hinsvegar ekki þessi viðbrögð sem ég vildi fá. Þannig að ég tek annað, og prófa aðra taktík og athuga hvort það kveiki í þeim. Sem betur fer náðu menn sér á strik eftir það. Ég ætla samt ekki að taka kreditið fyrir það, en þeir voru svo bara flottir það sem eftir var af leiknum.” Í þriðja leikhluta gerðist meira athugavert þar sem leikurinn var næstum meira stopp en hann var í gangi. Dómararnir blésu mikið í flauturnar og sumt var umdeilt. „Mér fannst Nimrod bara alltaf vera á vítalínunni. Mér fannst hann bara alltaf vera að taka tvö víti og hann hitti úr þessu öllu. En við vorum með gott dómara tríó hérna, þannig þótt ég hafi verið ósáttur með eitthvað inn á milli. Þá er ég nokkuð viss um það þegar ég skoða eftir leik að þetta hafi verið allt hárrétt hjá þeim. Þessir menn sem eru hérna eru ekkert að byrja í þessu og eru okkar bestu menn í þessu.”
Körfubolti Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira