Innlent

Ung­menni skar sig á múr­stein sem var kastað inn um glugga

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lögreglan rannsakar nú hver kastaði múrstein í glugga.
Lögreglan rannsakar nú hver kastaði múrstein í glugga. Vísir/Getty

Ungmenni skar sig eftir að múrstein var kastað í gegnum rúðu. Ungmennið sat inni og skar sig á glerbrotunum þar. Málið er í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjallað er um það í dagbók lögreglunnar í dag. Málið er skráð hjá lögreglustöð 1 sem er í Miðbæ, Vesturbæ, Austurbæ og Seltjarnarnesi. Ekki kemur fram frekari staðsetning. 

Þar kemur einnig fram að lögreglan hafi víðs vegar um borgina sinnt þó nokkrum málum þar sem krakkar voru að kveikja í flugeldum eða flugeldarusli. Annars vegar við Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og í Mjóddinni í Reykjavík.

Lögreglan hafði svo einnig afskipti af ökumönnum víða um borg sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Ók á mann og af vettvangi

Þá var einn ökumaður stöðvaður í bíl sem hafði verið tilkynntur stolinn. Samkvæmt dagbók lögreglu gáfu tveir menn í bílnum upp ólíkar útskýringar á því af hverju þeir væru í bílnum. Þeir voru því handteknir og voru samkvæmt lögreglu einnig með vímuefni á sér.

Þá var lögreglu einnig tilkynnt um ökumann sem ók á mann og ók síðan burt. Lögregla hafði uppi á ökumanninum sem reyndist vera ölvaður. Ökumaðurinn var vistaður í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×