Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 3. janúar 2025 09:03 Hún var aldeilis falleg áramótakveðjan sem íslenskir veitingamenn, viðskiptavinir og þúsundir starfsmanna veitingageirans fengu frá Eflingu. Áramótakveðjan, sem sett var fram af stjórnarmanni Eflingar og framkvæmdastjóra vinnudeilusjóðs verkalýðsfélagsins, sýnir svart á hvítu viðhorf forsvarsmanna þess, málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu. Málflutningur af þessu tagi er íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar, en sýnir á sama tíma á hvaða leið Efling er í fordæmalausri aðför að íslenskum veitingageira. Sæþór Benjamín Randalsson fellir sleggjudóma með alhæfingum sem jú vissulega er í samræmi við það sem kemur fram í vikulegu podkasti hans, „Marxískir mánudagar“, en eru i engu samræmi við íslenskan raunveruleika. Í áramótakveðju sinni til íslenskra veitingahúsa, verður honum tíðrætt um miðstéttir og mútur, en hér eru nokkrar upphrópanir hans: „Þessi iðnaður er leikvöllur fyrir misheppnuð börn auðmanna, sem aldrei hefur verið sagt „nei“ við á ævinni.“ „Þeir krefast þess að veitingahúsin sem þeir stofna skili reglulegum hagnaði til að fjármagna íburðarmikinn lífstíll þeirra.“ „Eigendur sjálfir elda ekki, þrífa eða taka við pöntunum, veitingastaðirnir eru byggðir, skreyttir og mönnuð af öðru fólki.“ „Eigendur eru sníkjudýraflokkur sem koma til móts við aðeins lægri flokk sníkjudýra.“ „Það er ógeðsleg hegðun sem leiðir til ástandsins í USA þar sem fangar eru keyrðir inn til að elda mat á veitingahúsum á enn lægri launum en frjálsir borgarar þurfa að greiða.“ Þetta er s.s. viðhorf Eflingar til íslenskra veitingahúsaeigenda og þúsunda starfsmanna þess. Sníkjudýr sem koma ekki nálægt daglegum rekstri! Og næsta skref er að sækja fanga á Litla-Hraun til að elda ofan í íslenskan almenning! Hvert erum við komin í kjarasamningsmálum þegar þetta viðhorf, þessi sýn, mótar samningsaðila? Hvernig á nokkur að geta sest að samningaborði við verkalýðshreyfingu með milljarða milli handanna þegar svona hugsanir ráða för? Íslenskir veitingamenn og starfsfólk á betra skilið. Áramótakveðju Eflingar er vísað til föðurhúsanna með kærri kveðju, en nei takk! Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Aðalgeir Ásvaldsson Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hún var aldeilis falleg áramótakveðjan sem íslenskir veitingamenn, viðskiptavinir og þúsundir starfsmanna veitingageirans fengu frá Eflingu. Áramótakveðjan, sem sett var fram af stjórnarmanni Eflingar og framkvæmdastjóra vinnudeilusjóðs verkalýðsfélagsins, sýnir svart á hvítu viðhorf forsvarsmanna þess, málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu. Málflutningur af þessu tagi er íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar, en sýnir á sama tíma á hvaða leið Efling er í fordæmalausri aðför að íslenskum veitingageira. Sæþór Benjamín Randalsson fellir sleggjudóma með alhæfingum sem jú vissulega er í samræmi við það sem kemur fram í vikulegu podkasti hans, „Marxískir mánudagar“, en eru i engu samræmi við íslenskan raunveruleika. Í áramótakveðju sinni til íslenskra veitingahúsa, verður honum tíðrætt um miðstéttir og mútur, en hér eru nokkrar upphrópanir hans: „Þessi iðnaður er leikvöllur fyrir misheppnuð börn auðmanna, sem aldrei hefur verið sagt „nei“ við á ævinni.“ „Þeir krefast þess að veitingahúsin sem þeir stofna skili reglulegum hagnaði til að fjármagna íburðarmikinn lífstíll þeirra.“ „Eigendur sjálfir elda ekki, þrífa eða taka við pöntunum, veitingastaðirnir eru byggðir, skreyttir og mönnuð af öðru fólki.“ „Eigendur eru sníkjudýraflokkur sem koma til móts við aðeins lægri flokk sníkjudýra.“ „Það er ógeðsleg hegðun sem leiðir til ástandsins í USA þar sem fangar eru keyrðir inn til að elda mat á veitingahúsum á enn lægri launum en frjálsir borgarar þurfa að greiða.“ Þetta er s.s. viðhorf Eflingar til íslenskra veitingahúsaeigenda og þúsunda starfsmanna þess. Sníkjudýr sem koma ekki nálægt daglegum rekstri! Og næsta skref er að sækja fanga á Litla-Hraun til að elda ofan í íslenskan almenning! Hvert erum við komin í kjarasamningsmálum þegar þetta viðhorf, þessi sýn, mótar samningsaðila? Hvernig á nokkur að geta sest að samningaborði við verkalýðshreyfingu með milljarða milli handanna þegar svona hugsanir ráða för? Íslenskir veitingamenn og starfsfólk á betra skilið. Áramótakveðju Eflingar er vísað til föðurhúsanna með kærri kveðju, en nei takk! Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun