Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar 2. janúar 2025 16:01 Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um stöðu Heilsugæslunnar í Rangárþingi. Sveitarstjórnarfólk í Rangárþingi ytra hefur látið í sér heyra vegna þess að sýslan er læknalaus og læknar hafa lýst því hvernig stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands(HSU) hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Ég sem íbúi og sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra get ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Hvernig getur það gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skiptir yfir jól og áramót? Er það forsvaranlegt að ein af grunnstoðum samfélaga sé brotin undan því án þess að nokkur fái rönd við reist? Við búum blessunarlega við að eiga frábæra hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningamenn sem standa vaktina þrátt fyrir að enginn læknir sé tiltækur. Sveitarfélagið Rangárþing eystra hefur ítrekað boðið HSU húsnæði fyrir lækni ásamt tryggu plássi í leikskóla og skóla ef svo bæri undir. Það er því ekki hægt að segja að það standi á sveitarfélögunum að koma til móts við stofnunina í leit að læknum. Það bar svo til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústusi keisara… svona hefst jólaguðspjallið og flestir tengja það við jólin sem hjá flestum er samverustund fjölskyldna hvort sem fæðingu frelsarans er fagnað, já eða bara samverustundum með nákomnum. Hjá mér og fjölskyldu minni var þar engin undantekning. Ég hitti í raun fleiri af mínum góðu ættingjum en ég hafði fyrir fram áætlað. Það kom ekki til af einskærri frændsemi minni. Það bar svo til að elskulegur afi minn lést á aðfangadagskvöld. Karlinn sem hafði heldur betur lagt sitt lóð á vogarskálar samfélagsins lést rúmlega 100 ára gamall á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í faðmi fjölskyldunnar. Það var tregafull stund að skilja við gamla manninn á herberginu sínu eftir andlátið. Það náðist ekki samband við lækni í Rangárþingi og var lík hans því látið liggja í rúmi sínu yfir nóttina og skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu. Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni. Ég mun berjast fyrir hönd íbúa í þessu málefnum og hef ekki efa um að félagar mínir í sveitarstjórn Rangárþings eystra munu standa mér þétt við hlið í þeirri baráttu. Ég vil skora á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir þeirra séu í stakk búnar að veita íbúum grunnþjónustu sem er forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Ég vil enda á að þakka öllum fyrir auðsýnda samúð síðustu daga og sértaklega vil ég þakka dásamlegu starfsfólki Kirkjuhvols fyrir natni við umönnun á afa sem fékk dásamlega þjónustu þar síðustu árin sín. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Byggðamál Mest lesið Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um stöðu Heilsugæslunnar í Rangárþingi. Sveitarstjórnarfólk í Rangárþingi ytra hefur látið í sér heyra vegna þess að sýslan er læknalaus og læknar hafa lýst því hvernig stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands(HSU) hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Ég sem íbúi og sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra get ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Hvernig getur það gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skiptir yfir jól og áramót? Er það forsvaranlegt að ein af grunnstoðum samfélaga sé brotin undan því án þess að nokkur fái rönd við reist? Við búum blessunarlega við að eiga frábæra hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningamenn sem standa vaktina þrátt fyrir að enginn læknir sé tiltækur. Sveitarfélagið Rangárþing eystra hefur ítrekað boðið HSU húsnæði fyrir lækni ásamt tryggu plássi í leikskóla og skóla ef svo bæri undir. Það er því ekki hægt að segja að það standi á sveitarfélögunum að koma til móts við stofnunina í leit að læknum. Það bar svo til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústusi keisara… svona hefst jólaguðspjallið og flestir tengja það við jólin sem hjá flestum er samverustund fjölskyldna hvort sem fæðingu frelsarans er fagnað, já eða bara samverustundum með nákomnum. Hjá mér og fjölskyldu minni var þar engin undantekning. Ég hitti í raun fleiri af mínum góðu ættingjum en ég hafði fyrir fram áætlað. Það kom ekki til af einskærri frændsemi minni. Það bar svo til að elskulegur afi minn lést á aðfangadagskvöld. Karlinn sem hafði heldur betur lagt sitt lóð á vogarskálar samfélagsins lést rúmlega 100 ára gamall á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í faðmi fjölskyldunnar. Það var tregafull stund að skilja við gamla manninn á herberginu sínu eftir andlátið. Það náðist ekki samband við lækni í Rangárþingi og var lík hans því látið liggja í rúmi sínu yfir nóttina og skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu. Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni. Ég mun berjast fyrir hönd íbúa í þessu málefnum og hef ekki efa um að félagar mínir í sveitarstjórn Rangárþings eystra munu standa mér þétt við hlið í þeirri baráttu. Ég vil skora á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir þeirra séu í stakk búnar að veita íbúum grunnþjónustu sem er forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Ég vil enda á að þakka öllum fyrir auðsýnda samúð síðustu daga og sértaklega vil ég þakka dásamlegu starfsfólki Kirkjuhvols fyrir natni við umönnun á afa sem fékk dásamlega þjónustu þar síðustu árin sín. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun