Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2025 12:19 Það var 22. ágúst sem vitni hafði samband við lögreglu af því að bíll hjónanna var horfinn og ekki náðist samband við þau símleiðis. Vísir/Vilhelm Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. RÚV greindi fyrst frá útgáfu ákærunnar en málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands þann 6. janúar. Fram kemur í ákærunni að Alfreð hafi veist að hjónunum innandyra með hamri og slegið þau endurtekið, sérstaklega í höfuðið. Þau hafi hlotið umfangsmikla áverka á höfði og víðar, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Þau létust bæði vegna áverka á höfði. Sjúkraflutningamenn sem mættu fyrstir viðbragðsaðila á vettvang fundu hjónin á baðherberginu. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á dögunum að vitni hefðu tjáð lögreglu að hafa heyrt þung bankhljóð af heimili hjónanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Alfreð Erling vel kunnugur hjónunum. Til hans sást samkvæmt upplýsingum lögreglu við hús hjónanna kvöldið áður. Vitni sagðist hafa reynt að setja sig í samband við hjónin en ekki náð í þau símleiðis. Vitnið hafi farið að húsinu og tekið eftir að bíll þeirra var ekki á sínum stað. Lögregla leitaði bílsins og í ljós kom að honum hafði verið ekið frá Neskaupstað á höfuðborgarsvæðið. Alfreð var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á bílnum í Reykjavík. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Í skýrslutöku hjá lögreglu neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. 50 milljóna króna bótakrafa Landsréttur úrskurðaði í desember að maðurinn skildi vistaður á viðeigandi stofnun að kröfu lögreglu sem vill tryggja að ekki verði háski af honum. Hann sæti því öruggri gæslu. Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn stjórnaðist af alvarlegu geðrofi. Veikindin væru alvarleg, langvinn og inngróin. Vegna þeirra væri hann hættulegur öðrum og þyrfti sérhæfða meðferð vegna þeirra til lengri tíma. Alfreð er krafinn um samanlagt 48 milljónir króna í miskabætur af fjórum ættingjum hjónanna og tæplega þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna kostnaðar við útför hjónanna og þrifa á heimili þeirra. Þá er Alfreð ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa sunnudaginn 12. maí utandyra við Kaupvang á Egilsstöðum verið með hníf með fimmtán sentimetralöngu blaði á sér. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Dómsmál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá útgáfu ákærunnar en málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands þann 6. janúar. Fram kemur í ákærunni að Alfreð hafi veist að hjónunum innandyra með hamri og slegið þau endurtekið, sérstaklega í höfuðið. Þau hafi hlotið umfangsmikla áverka á höfði og víðar, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Þau létust bæði vegna áverka á höfði. Sjúkraflutningamenn sem mættu fyrstir viðbragðsaðila á vettvang fundu hjónin á baðherberginu. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á dögunum að vitni hefðu tjáð lögreglu að hafa heyrt þung bankhljóð af heimili hjónanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Alfreð Erling vel kunnugur hjónunum. Til hans sást samkvæmt upplýsingum lögreglu við hús hjónanna kvöldið áður. Vitni sagðist hafa reynt að setja sig í samband við hjónin en ekki náð í þau símleiðis. Vitnið hafi farið að húsinu og tekið eftir að bíll þeirra var ekki á sínum stað. Lögregla leitaði bílsins og í ljós kom að honum hafði verið ekið frá Neskaupstað á höfuðborgarsvæðið. Alfreð var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á bílnum í Reykjavík. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Í skýrslutöku hjá lögreglu neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. 50 milljóna króna bótakrafa Landsréttur úrskurðaði í desember að maðurinn skildi vistaður á viðeigandi stofnun að kröfu lögreglu sem vill tryggja að ekki verði háski af honum. Hann sæti því öruggri gæslu. Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn stjórnaðist af alvarlegu geðrofi. Veikindin væru alvarleg, langvinn og inngróin. Vegna þeirra væri hann hættulegur öðrum og þyrfti sérhæfða meðferð vegna þeirra til lengri tíma. Alfreð er krafinn um samanlagt 48 milljónir króna í miskabætur af fjórum ættingjum hjónanna og tæplega þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna kostnaðar við útför hjónanna og þrifa á heimili þeirra. Þá er Alfreð ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa sunnudaginn 12. maí utandyra við Kaupvang á Egilsstöðum verið með hníf með fimmtán sentimetralöngu blaði á sér.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Dómsmál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira