Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. desember 2024 19:37 Húsið á Vatnsleysuströnd sem um ræðir. Vísir/Bjarni Táningspiltur var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kviknaði í yfirgefnu húsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Hann hafði ásamt félögum verið að fikta með flugelda. Á hverju ári verða um tuttugu flugeldaslys hér á landi. Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um miðnætti að eldur hefði komið upp í gömlu frystihúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd. „Við fyrstu lýsingar leit þetta út fyrir að vera töluverður eldur. Þannig við höfðum töluvert viðbragð. Við sendum vaktina og kölluðum út auka mannskap strax en svo sem betur fer var þetta minna þegar við komum að,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Vísir/Lillý Skemmdirnar séu óverulegar en til standi að rífa frystihúsið. Hópur unglinga hafi verið þar inni þegar það kviknaði í. „Fimmtán og sextán ára að fikta í flugeldum litlum kínverjum og svoleiðis og misst það úr böndunum og eldurinn nær að læsa sig í einangrun að innan í húsinu.“ Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um að hann væri með reykeitrun. „Við vitum ekki alveg hvað þau voru mörg en þau voru þrjú hérna við komu slökkviliðs. Þau mega eiga það að þau hlupu nú ekki frá þessu heldur tilkynntu og létu vita og biðu eftir komu slökkviliðs og það má eiginlega segja að það hafi bjargað að það fór ekki verr.“ Mikilvægt sé að foreldrar fræði börnin sín um hætturnar af því að fikta með flugelda. „Talið við börnin og útskýrið fyrir þeim hætturnar og sýnið gott fordæmi.“ Rannsókn sem gerð var sýnir að á árunum 2010 til 2022 komu að meðaltali á hverju ári um tuttugu manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslyss en um fjórðungur var börn. „Þetta eru í langflestum tilfellum brunasár sem að koma af þessu en það eru samt ýmsir aðrir áverkar og þetta eru brunasár á hendur andlit og því miður svolítið af augnáverkum líka. Á þessu tímabili þá varð eitt banaslys vegna flugelda og þá voru nokkrir sem að höfðu misst sjón þannig þetta geta verið alvarlegir áverkar,“ segir Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku á Landspítalanum. Hjalti segir mikilvægt að fólk hugi vel að öryggi annað kvöld og noti flugeldagleraugu. „Þetta á að vera skemmtilegt kvöld en það er ekkert skemmtilegt við það að slasa sig. Ég minni öll á að fara varlega með flugelda en ekki síður fara varlega í hálkunni og sérstaklega fara varlega með notkun áfengis því að stór hluti af þeim sem þurfa að koma til okkar hér eru bara út af afleiðingum áfengis.“ Flugeldar Börn og uppeldi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Sjá meira
Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um miðnætti að eldur hefði komið upp í gömlu frystihúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd. „Við fyrstu lýsingar leit þetta út fyrir að vera töluverður eldur. Þannig við höfðum töluvert viðbragð. Við sendum vaktina og kölluðum út auka mannskap strax en svo sem betur fer var þetta minna þegar við komum að,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Vísir/Lillý Skemmdirnar séu óverulegar en til standi að rífa frystihúsið. Hópur unglinga hafi verið þar inni þegar það kviknaði í. „Fimmtán og sextán ára að fikta í flugeldum litlum kínverjum og svoleiðis og misst það úr böndunum og eldurinn nær að læsa sig í einangrun að innan í húsinu.“ Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um að hann væri með reykeitrun. „Við vitum ekki alveg hvað þau voru mörg en þau voru þrjú hérna við komu slökkviliðs. Þau mega eiga það að þau hlupu nú ekki frá þessu heldur tilkynntu og létu vita og biðu eftir komu slökkviliðs og það má eiginlega segja að það hafi bjargað að það fór ekki verr.“ Mikilvægt sé að foreldrar fræði börnin sín um hætturnar af því að fikta með flugelda. „Talið við börnin og útskýrið fyrir þeim hætturnar og sýnið gott fordæmi.“ Rannsókn sem gerð var sýnir að á árunum 2010 til 2022 komu að meðaltali á hverju ári um tuttugu manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslyss en um fjórðungur var börn. „Þetta eru í langflestum tilfellum brunasár sem að koma af þessu en það eru samt ýmsir aðrir áverkar og þetta eru brunasár á hendur andlit og því miður svolítið af augnáverkum líka. Á þessu tímabili þá varð eitt banaslys vegna flugelda og þá voru nokkrir sem að höfðu misst sjón þannig þetta geta verið alvarlegir áverkar,“ segir Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku á Landspítalanum. Hjalti segir mikilvægt að fólk hugi vel að öryggi annað kvöld og noti flugeldagleraugu. „Þetta á að vera skemmtilegt kvöld en það er ekkert skemmtilegt við það að slasa sig. Ég minni öll á að fara varlega með flugelda en ekki síður fara varlega í hálkunni og sérstaklega fara varlega með notkun áfengis því að stór hluti af þeim sem þurfa að koma til okkar hér eru bara út af afleiðingum áfengis.“
Flugeldar Börn og uppeldi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Sjá meira