Innlent

Flug­ferðum af­lýst

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ferðamenn við Reykjavíkurflugvell. Myndin er úr safni.
Ferðamenn við Reykjavíkurflugvell. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Öllum flugferðum innanlands í morgun hefur verið aflýst vegna veðurs. Fljúga átti vélum Icelandair til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar fyrir hádegi auk flugvéla frá Mýflugi á Hornafjörð og Norlandair á Bíldudal.

Flug Icelandair til Narsarsuaq á Grænlandi klukkan 12 er enn á áætlun en annars hefur öllum flugferðum verið frestað til klukkan 15:30 þegar áætlað er að flogið verði frá Akureyri til Reykjavíkur.

Þetta er staðan í morgunsárið.

Gul viðvörun er í gildi á stórum hluta landsins og víða hvasst og hált. Þrengsli eru lokuð og Krýsuvíkurvegur. Allt norðanvert Snæfellsnes er ófært og fjöldi vega á Vesturlandi á óvissustigi og verða það þar til klukkan 21 í kvöld.

Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur var í viðtali í Bítinu í morgun og ræddi veðrið næsta sólarhringinn en var líka á persónulegum nótum í aðdraganda jólanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×