Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2024 13:18 Gervigreindarlíkön eins og Chat GPT krefjast sífellt meiri orku eftir því sem þau verða þróaðri. Útlit er fyrir að orkuþörfin verði södd að miklu leyti með jarðgasi í Bandaríkjunum. Vísir/EPA Útlit er fyrir að bruni á jarðgasi stóraukist í Bandaríkjunum á næstu árum vegna óseðjandi þarfar gervigreindartækninnar fyrir raforku. Dæmi eru um að tæknifyrirtæki ætli sér að reisa gasorkuver sérstaklega fyrir gagnaver sín. Vexti gervigreindartækninnar er lýst sem bjargvætti jarðgasiðnaðarins í Bandaríkjunum í umfjöllun loftslagsfréttabréfsins Heated. Orkuþörf iðnaðarins knýi nú áfram hraða uppbyggingu gasleiðslna og orkuvera þar sem endurnýjanlegir orkugjafar nái ekki að seðja hana nógu hratt. Jarðefnaeldsneytisrisar eins og Exxon og Chevron hyggi nú á framkvæmdir við gasorkuver sem eiga sérstaklega að þjónustu gagnaver. Gasleiðslufyrirtæki hafi ekki undan að svara fyrirspurnum frá gagnaverum um tengingar við gasorkuver. Samfélagsmiðlarisinn Meta, sem á meðal annars Facebook og Instagram, ætlar að knýja nýtt gagnaver sitt í Lúisíana með þremur gasorkuverum sem eiga að framleiða 2,23 megavött. Losun gæti aukist um hátt í heilt álver á dag Greiningarfyrirtækið S&P Global Ratings áætlar nú að gagnaver eigi eftir að auka eftirspurn eftir jarðgasi um 85 til 170 milljónir rúmmetra á dag fyrir árið 2030. Það er sagt sambærilegt við alla jarðgasnotkun Flórídaríkis. Bruni á því gasi gæti bætt 164 til 329 þúsund tonnum af gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar á hverjum degi. Til samanburðar losaði álver Elkem á Grundartanga um 357 þúsund tonn af koltvísýringsígildum allt árið 2020. Í Virginíuríki einu saman, þar sem flest gagnaver Bandaríkjanna er að finna, gera yfirvöld ráð fyrir að vaxandi eftirspurn vegna framþróunar gervigreindar gæti kallað á nýtt 1,5 gígavatta gasorkuver á tveggja ára fresti næstu fimmtán árin. Jarðgas brennur við olíuvinnslu í Permian-dalnum í Texas, stærsta olíusvæði Bandaríkjanna. Þar eru áform um lagningu gasleiðslna til þess að anna eftirspurn gagnavera.Vísir/Getty Vöxturinn ekki endalaus Þessi stóraukning í bruna á jarðgasi til raforkuframleiðslu er sögð ganga að markmiðum um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina dauðum. Sameinuðu þjóðirnar hafa bent á að draga þurfi úr losun frá gasorkuverum um 28 til 78 prósent til þess að forðast verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Aðrir benda þó á að takmörk séu fyrir því hversu mikið eftirspurnin geti aukist vegna gervigreindar. Veldisvexti hennar hljóti að ljúka á endanum. Jerry Wang, lektor í byggingar- og umhverfisverkfræði við Carnegie Mellon-háskólann í Pennsylvaníu, segir að héldi vöxtur gervigreindarlíkana áfram í takt við yfirlýsingar forstjóra tæknifyrirtækja verði orkuþörf þeirra á við alla heimsbyggðina. „Það er klárlega ekki að fara gerast,“ segir hann. Gervigreind Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Bandaríkin Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Vexti gervigreindartækninnar er lýst sem bjargvætti jarðgasiðnaðarins í Bandaríkjunum í umfjöllun loftslagsfréttabréfsins Heated. Orkuþörf iðnaðarins knýi nú áfram hraða uppbyggingu gasleiðslna og orkuvera þar sem endurnýjanlegir orkugjafar nái ekki að seðja hana nógu hratt. Jarðefnaeldsneytisrisar eins og Exxon og Chevron hyggi nú á framkvæmdir við gasorkuver sem eiga sérstaklega að þjónustu gagnaver. Gasleiðslufyrirtæki hafi ekki undan að svara fyrirspurnum frá gagnaverum um tengingar við gasorkuver. Samfélagsmiðlarisinn Meta, sem á meðal annars Facebook og Instagram, ætlar að knýja nýtt gagnaver sitt í Lúisíana með þremur gasorkuverum sem eiga að framleiða 2,23 megavött. Losun gæti aukist um hátt í heilt álver á dag Greiningarfyrirtækið S&P Global Ratings áætlar nú að gagnaver eigi eftir að auka eftirspurn eftir jarðgasi um 85 til 170 milljónir rúmmetra á dag fyrir árið 2030. Það er sagt sambærilegt við alla jarðgasnotkun Flórídaríkis. Bruni á því gasi gæti bætt 164 til 329 þúsund tonnum af gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar á hverjum degi. Til samanburðar losaði álver Elkem á Grundartanga um 357 þúsund tonn af koltvísýringsígildum allt árið 2020. Í Virginíuríki einu saman, þar sem flest gagnaver Bandaríkjanna er að finna, gera yfirvöld ráð fyrir að vaxandi eftirspurn vegna framþróunar gervigreindar gæti kallað á nýtt 1,5 gígavatta gasorkuver á tveggja ára fresti næstu fimmtán árin. Jarðgas brennur við olíuvinnslu í Permian-dalnum í Texas, stærsta olíusvæði Bandaríkjanna. Þar eru áform um lagningu gasleiðslna til þess að anna eftirspurn gagnavera.Vísir/Getty Vöxturinn ekki endalaus Þessi stóraukning í bruna á jarðgasi til raforkuframleiðslu er sögð ganga að markmiðum um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina dauðum. Sameinuðu þjóðirnar hafa bent á að draga þurfi úr losun frá gasorkuverum um 28 til 78 prósent til þess að forðast verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Aðrir benda þó á að takmörk séu fyrir því hversu mikið eftirspurnin geti aukist vegna gervigreindar. Veldisvexti hennar hljóti að ljúka á endanum. Jerry Wang, lektor í byggingar- og umhverfisverkfræði við Carnegie Mellon-háskólann í Pennsylvaníu, segir að héldi vöxtur gervigreindarlíkana áfram í takt við yfirlýsingar forstjóra tæknifyrirtækja verði orkuþörf þeirra á við alla heimsbyggðina. „Það er klárlega ekki að fara gerast,“ segir hann.
Gervigreind Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Bandaríkin Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira