Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Lovísa Arnardóttir skrifar 23. desember 2024 09:02 Ásthildur Lóa og Þorbjörg Sigríður ætla að vinna saman í sínum ráðuneytum. Vísir/Arnar og Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra segjast spenntar takast á við verkefnum nýrrar ráðuneyta. Áherslumál þeirra eru til dæmis að efla læsi, íslenskukennslu fyrir innflytjendur og löggæslu. Þær segja það hafa verið rætt sérstaklega í ríkisstjórn að efla samvinnu og finna sameiginlega snertifleti. „Ég hafði sterka tilfinningu fyrir því að þetta gætir orðið en Þorgerður fór yfir ráðherralistann á þingflokksfundinum þegar þetta var allt saman tilkynnt,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir um það hvenær hún fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Þorbjörg Sigríður og Ásthildur Lóa ræddu ný verkefni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásthildur Lóa segir að hún hafi sömuleiðis fengið fréttirnar á laugardagsmorgninum. Hana hafi grunað að hún yrði ráðherra í þessari ríkisstjórn en að það sé erfitt að vera viss. Það séu margir hæfir í þingflokknum en hún telji sig hæfasta til að vera mennta- og barnamálaráðherra. „Þar er ég á heimavelli,“ segir Ásthildur Lóa. Hún segir það hafa verið ljóst frá upphafi að þessir flokkar myndu reyna að mynda ríkisstjórn. Formennirnir hafi byrjað að tala saman eftir kosningar og hún segist frá upphafi hafa haft mikla trú á því að þær myndu ná saman. Þær hafi samt haldið því þétt að sér þannig aðrir þingmenn hafi ekki endilega vitað mikið um það hvaða ráðherraembætti myndu enda hjá hvaða flokki eða hvaða málefni væri verið að ræða á fundum formannanna. Tekur við góðu búi „Ég er kennaramenntuð og var að kenna þar til ég fór inn á þing,“ segir Ásthildur Lóa og að þannig séu menntamál og málefni barna eitthvað sem hún brenni fyrir og hafi gert. Í ráðuneytinu sé líka verið að fjalla um farsæld barna og málefni heimilanna sem hún hafi barist fyrir um árabil í Hagsmunasamtökum heimilanna. „Ég er að taka við góðu búi,“ segir Ásthildur Lóa. Hún segir mikið gott að gerast í menntamálum en að það þurfi að efla lestur og lestrarkennslu. Hún muni til dæmis horfa til verkefnisins Kveikjum neistann í Vestmannaeyjum þar sem samfélagið allt var virkjað í þágu þess að efla lestur. Þá segir Ásthildur það forgangsmál að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur, fullorðna og börn. Það sé fjárfesting til framtíðar. „Þetta þjóðfélag má ekki byggjast þannig upp að stórir hópar einangrist því þeir hafa ekki tungumálið. Þarna verður að leggja áherslu á bæði fullorðna og börn og efla þetta gríðarlega mikið til að tryggja að allir sem hér búa kunni íslensku.“ Fjölga lögreglumönnum Þorbjörg Sigríður segir sínar áherslur liggja í öryggi fólksins í landinu, allt frá almannavörnum yfir í Landhelgisgæslu og lögreglu, ákæruvald, dómstóla og öðrum póstum. „Þetta er stóra myndin,“ segir hún og að það hafi skýrt komið fram í kosningabaráttu Viðreisnar að flokkurinn vilji efla löggæslu í landinu. Það hafi orðið fólksfjölgun og aukinn fjöldi ferðamanna en svo líka aukin skipulögð glæpastarfsemi. Það sé vitað að hér séu ákveðnir glæpahópar sem starfsemi og það sé hennar markmið sem dómsmálaráðherra að hafa áhrif á það. „Þetta þýðir að fjölga lögreglumönnum,“ segir Þorbjörg. Engar séríslenskar reglur í lögum Hvað varðar landamærin segir hún að útlendingalögunum hafi verið breytt í vor og að þær breytingar séu farnar að hafa áhrif. Markmið ríkisstjórnarinnar sé að halda þeirri vinnu áfram að tryggja að hér séu ekki áberandi séríslenskar reglur í löggjöf og að það séu sömu reglur á Norðurlöndunum. Hvað varðar fjölgun lögreglumanna segir Þorbjörg Sigríður að þau sjái fyrir sér að fjölga þeim strax um 50. Það eigi að reyna að laða lögreglumenn sem hafa hætt aftur til starfa og að festa í sessi tímabundna fjölgun í lögreglunámi. Þorbjörg Sigríður, til hægri, tók við dómsmálaráðuneytinu af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, til vinstri.Vísir/Vilhelm „Ég hef þá trú að þau jákvæðu skilaboð frá ríkisstjórninni um það að við ætlum að efla löggæslu geri starfsumhverfið meira aðlaðandi,“ segir Þorbjörg og að það eigi að vera sterk skilaboð um að það sé verið að horfa til þeirra. Réttarkerfið afskipt „Ef öryggi fólksins í landinu er ekki tryggt þá skiptir eiginlega ekkert annað máli,“ segir hún og að það eigi að efla rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi, almenna löggæslu og samfélagsslöggæslu. Þá segir Þorbjörg Sigríður að hún muni einnig horfa til aukins fjölda morða og aukins ofbeldis gegn konum í sínu ráðuneyti. Hún segist hafa þakkað Guðrúnu fyrir sín störf. Það séu oft átakamál í ráðuneytinu og verði það líklega áfram. Hræðsla við ákvarðanatöku muni ekki koma neinum langt í dómsmálaráðuneytinu. „Ég hef líka verið alveg skýr með það, og við í Viðreisn, í okkar gagnrýni á fráfarandi ríkisstjórn að mér fannst svo mikil orka fara í innbyrðis deilur þeirra um útlendingamál að réttarkerfið varð afskipta barnið. Það var ekki nægur tími og ekki næg orka í að horfa á grunninnviðina þar,“ segir Þorbjörg Sigríður. Erfitt hjá Guðrúnu vegna andstöðu innan ríkisstjórnarinnar Guðrún hafi að mörgu leyti staðið sig vel en hún hafi átt erfitt því það hafi verið mikil andstaða innan ríkisstjórnarinnar. Hvað varðar samstöðu og samvinnu í ríkisstjórninni segir Ásthildur Lóa það hafa verið rætt sérstaklega innan nýrrar ríkisstjórnar að samvinna verði góð og að fólk loki sig ekki af í sínu sílói. Það séu snertifletir og fólk eigi að hugsa til þess. Sem dæmi segir Þorbjörg Sigríði sameiginlega snertifleti hjá mennta- og barnamálaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti hvað varðar eflingu geðheilbrigðisþjónustunnar. „Þar er augljós skörun fyrir þá sem vilja sjá hana,“ segir Þorbjörg og nefnir sem dæmi andlega vanlíðan barna og hnífaburð þeirra. Einbeita sér að samvinnu Hvað varðar Valkyrju-stjórnina segir Þorbjörg Sigríður að hrifning hennar á nafninu sé ekki djúp. Það sé samt sem áður merkilegt að þrjár konur myndi ríkisstjórn. Það sé ekki norm þó það sé norm að konur séu í forystu. Ásthildur Lóa segist telja að nafnið komi líka að frá stemningunni. Það hafi verið mikill kraftur og jákvæðni hjá konunum. Ásthildur Lóa segist spennt að takast á við verkefnin í ráðuneytinu. Henni hafi verið vel tekið í gær þegar hún mætti og átt góðan fund með ráðuneytisstjóra. „Ég er ekki stressuð núna. Ég er að ganga inn í eitthvað sem verður frábært,“ segir Ásthildur. Þorbjörg Sigríður segist læs á það að verkefnið sé stórt og það væri áhyggjuefni ef fólk væri ekki stressað fyrir slíku verkefni. Hún hafi verið stressuð þegar hún hóf störf sem þingmaður og finni fyrir því sama núna en á sama tíma fyrir mikilli tilhlökkun og spennu. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Innflytjendamál Íslensk tunga Lögreglan Bítið Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
„Ég hafði sterka tilfinningu fyrir því að þetta gætir orðið en Þorgerður fór yfir ráðherralistann á þingflokksfundinum þegar þetta var allt saman tilkynnt,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir um það hvenær hún fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Þorbjörg Sigríður og Ásthildur Lóa ræddu ný verkefni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásthildur Lóa segir að hún hafi sömuleiðis fengið fréttirnar á laugardagsmorgninum. Hana hafi grunað að hún yrði ráðherra í þessari ríkisstjórn en að það sé erfitt að vera viss. Það séu margir hæfir í þingflokknum en hún telji sig hæfasta til að vera mennta- og barnamálaráðherra. „Þar er ég á heimavelli,“ segir Ásthildur Lóa. Hún segir það hafa verið ljóst frá upphafi að þessir flokkar myndu reyna að mynda ríkisstjórn. Formennirnir hafi byrjað að tala saman eftir kosningar og hún segist frá upphafi hafa haft mikla trú á því að þær myndu ná saman. Þær hafi samt haldið því þétt að sér þannig aðrir þingmenn hafi ekki endilega vitað mikið um það hvaða ráðherraembætti myndu enda hjá hvaða flokki eða hvaða málefni væri verið að ræða á fundum formannanna. Tekur við góðu búi „Ég er kennaramenntuð og var að kenna þar til ég fór inn á þing,“ segir Ásthildur Lóa og að þannig séu menntamál og málefni barna eitthvað sem hún brenni fyrir og hafi gert. Í ráðuneytinu sé líka verið að fjalla um farsæld barna og málefni heimilanna sem hún hafi barist fyrir um árabil í Hagsmunasamtökum heimilanna. „Ég er að taka við góðu búi,“ segir Ásthildur Lóa. Hún segir mikið gott að gerast í menntamálum en að það þurfi að efla lestur og lestrarkennslu. Hún muni til dæmis horfa til verkefnisins Kveikjum neistann í Vestmannaeyjum þar sem samfélagið allt var virkjað í þágu þess að efla lestur. Þá segir Ásthildur það forgangsmál að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur, fullorðna og börn. Það sé fjárfesting til framtíðar. „Þetta þjóðfélag má ekki byggjast þannig upp að stórir hópar einangrist því þeir hafa ekki tungumálið. Þarna verður að leggja áherslu á bæði fullorðna og börn og efla þetta gríðarlega mikið til að tryggja að allir sem hér búa kunni íslensku.“ Fjölga lögreglumönnum Þorbjörg Sigríður segir sínar áherslur liggja í öryggi fólksins í landinu, allt frá almannavörnum yfir í Landhelgisgæslu og lögreglu, ákæruvald, dómstóla og öðrum póstum. „Þetta er stóra myndin,“ segir hún og að það hafi skýrt komið fram í kosningabaráttu Viðreisnar að flokkurinn vilji efla löggæslu í landinu. Það hafi orðið fólksfjölgun og aukinn fjöldi ferðamanna en svo líka aukin skipulögð glæpastarfsemi. Það sé vitað að hér séu ákveðnir glæpahópar sem starfsemi og það sé hennar markmið sem dómsmálaráðherra að hafa áhrif á það. „Þetta þýðir að fjölga lögreglumönnum,“ segir Þorbjörg. Engar séríslenskar reglur í lögum Hvað varðar landamærin segir hún að útlendingalögunum hafi verið breytt í vor og að þær breytingar séu farnar að hafa áhrif. Markmið ríkisstjórnarinnar sé að halda þeirri vinnu áfram að tryggja að hér séu ekki áberandi séríslenskar reglur í löggjöf og að það séu sömu reglur á Norðurlöndunum. Hvað varðar fjölgun lögreglumanna segir Þorbjörg Sigríður að þau sjái fyrir sér að fjölga þeim strax um 50. Það eigi að reyna að laða lögreglumenn sem hafa hætt aftur til starfa og að festa í sessi tímabundna fjölgun í lögreglunámi. Þorbjörg Sigríður, til hægri, tók við dómsmálaráðuneytinu af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, til vinstri.Vísir/Vilhelm „Ég hef þá trú að þau jákvæðu skilaboð frá ríkisstjórninni um það að við ætlum að efla löggæslu geri starfsumhverfið meira aðlaðandi,“ segir Þorbjörg og að það eigi að vera sterk skilaboð um að það sé verið að horfa til þeirra. Réttarkerfið afskipt „Ef öryggi fólksins í landinu er ekki tryggt þá skiptir eiginlega ekkert annað máli,“ segir hún og að það eigi að efla rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi, almenna löggæslu og samfélagsslöggæslu. Þá segir Þorbjörg Sigríður að hún muni einnig horfa til aukins fjölda morða og aukins ofbeldis gegn konum í sínu ráðuneyti. Hún segist hafa þakkað Guðrúnu fyrir sín störf. Það séu oft átakamál í ráðuneytinu og verði það líklega áfram. Hræðsla við ákvarðanatöku muni ekki koma neinum langt í dómsmálaráðuneytinu. „Ég hef líka verið alveg skýr með það, og við í Viðreisn, í okkar gagnrýni á fráfarandi ríkisstjórn að mér fannst svo mikil orka fara í innbyrðis deilur þeirra um útlendingamál að réttarkerfið varð afskipta barnið. Það var ekki nægur tími og ekki næg orka í að horfa á grunninnviðina þar,“ segir Þorbjörg Sigríður. Erfitt hjá Guðrúnu vegna andstöðu innan ríkisstjórnarinnar Guðrún hafi að mörgu leyti staðið sig vel en hún hafi átt erfitt því það hafi verið mikil andstaða innan ríkisstjórnarinnar. Hvað varðar samstöðu og samvinnu í ríkisstjórninni segir Ásthildur Lóa það hafa verið rætt sérstaklega innan nýrrar ríkisstjórnar að samvinna verði góð og að fólk loki sig ekki af í sínu sílói. Það séu snertifletir og fólk eigi að hugsa til þess. Sem dæmi segir Þorbjörg Sigríði sameiginlega snertifleti hjá mennta- og barnamálaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti hvað varðar eflingu geðheilbrigðisþjónustunnar. „Þar er augljós skörun fyrir þá sem vilja sjá hana,“ segir Þorbjörg og nefnir sem dæmi andlega vanlíðan barna og hnífaburð þeirra. Einbeita sér að samvinnu Hvað varðar Valkyrju-stjórnina segir Þorbjörg Sigríður að hrifning hennar á nafninu sé ekki djúp. Það sé samt sem áður merkilegt að þrjár konur myndi ríkisstjórn. Það sé ekki norm þó það sé norm að konur séu í forystu. Ásthildur Lóa segist telja að nafnið komi líka að frá stemningunni. Það hafi verið mikill kraftur og jákvæðni hjá konunum. Ásthildur Lóa segist spennt að takast á við verkefnin í ráðuneytinu. Henni hafi verið vel tekið í gær þegar hún mætti og átt góðan fund með ráðuneytisstjóra. „Ég er ekki stressuð núna. Ég er að ganga inn í eitthvað sem verður frábært,“ segir Ásthildur. Þorbjörg Sigríður segist læs á það að verkefnið sé stórt og það væri áhyggjuefni ef fólk væri ekki stressað fyrir slíku verkefni. Hún hafi verið stressuð þegar hún hóf störf sem þingmaður og finni fyrir því sama núna en á sama tíma fyrir mikilli tilhlökkun og spennu. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Innflytjendamál Íslensk tunga Lögreglan Bítið Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira