Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. desember 2024 15:53 Stefnt er að því að kjósa um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið eigi síðar en árið 2027. Vísir/Vilhelm Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stendur að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fari fram eigi síðar en árið 2027. „Inga Sæland og við í Flokki fólksins, við erum lýðræðislega sinnuð, og ég hef kallað eftir því í sjö ár að hér yrði meira um beint lýðræði og þjóðin fengi mun frekar að koma að stórum ákvörðunum. Það hef ég líka sagt í sambandi við aðildarviðræðurnar að Evópusambandinu, þrátt fyrir að ég sé á móti því,“ sagði Inga Sæland á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Sjálf sé hún ekki hlynnt aðild, en alltaf muni hún vilja að þjóðin eigi um það síðasta orðið. Allar með mismunandi nálganir á málið Kristrún segir að þær þrjár, hún, Þorgerður og Inga, séu allar með ólíka nálgun á þetta atriði. „Það eru margir sem hafa áhyggjur af því að það verði sundrung í þessari umræðu. Þess vegna skiptir máli tíminn, tímasetningar, og aðdragandi. Þetta er atkvæðagreiðsla um að hefja aftur aðildarviðræður. Í öðru lagi þá erum við til að mynda að leggja til að farið verði í ákveðna vegferð fram að því, það verði gerð óháð skýrsla sem tekur út gjaldmiðlamálin,“ segir Kristrún. Þau vilji sjá „ákveðna þróun í þessari umræðu“ á kjörtímabilinu, og þess vegna sé stefnt að atkvæðagreiðslu seint á kjörtímabilinu. Umræðan um þessi mál þurfi að vera þroskuð. „Það eru allir við þetta borð stuðningsaðilar þess að þjóðin fái að skera úr um það hvort að við höldum þessu áfram eða ekki. Það er ekki þar með sagt að ríkisstjórnin sjálf muni agitera fyrir já eða nei í heild sinni,“ segir Kristrún. „Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fagnar nýrri ríkisstjórn á Facebook-síðu sinni í dag. „Ný, frjálslynd ríkisstjórn með sterku sósíaldemókratísku ívafi tekur við í dag. Þrjár sterkar konur í forystu, sem allar hafa staðið sig sérstaklega vel. Minn flokkur sem ég leiddi í upphafi leggur til einstakan leiðtoga og yngsta forsætisráðherra í heiminum,“ segir hann. „Áreiðanlega kom mörgum á óvart skýrt loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að ESB sem verður haldin árið 2027. Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi forsætisráðherra, líst ekki jafnvel á þessa hugmynd. Hann segir að ríkisstjórn þurfi að hafa samhenta stefnu um það hvar Ísland eigi að standa í samskiptum við Evrópusambandið. „Svo er það að fara í evrópuleiðangurinn og segja opinberlega að flokkarnir ætli ekki að vera sammála um þau mál, heldur bara framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu um þau mál, eins og það sé stóra baráttumálið, en ekki það að stjórnmálaflokkar verði að hafa stefnu um það hvar Ísland á heima í samskiptum við Evrópusambandið.“ Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
„Inga Sæland og við í Flokki fólksins, við erum lýðræðislega sinnuð, og ég hef kallað eftir því í sjö ár að hér yrði meira um beint lýðræði og þjóðin fengi mun frekar að koma að stórum ákvörðunum. Það hef ég líka sagt í sambandi við aðildarviðræðurnar að Evópusambandinu, þrátt fyrir að ég sé á móti því,“ sagði Inga Sæland á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Sjálf sé hún ekki hlynnt aðild, en alltaf muni hún vilja að þjóðin eigi um það síðasta orðið. Allar með mismunandi nálganir á málið Kristrún segir að þær þrjár, hún, Þorgerður og Inga, séu allar með ólíka nálgun á þetta atriði. „Það eru margir sem hafa áhyggjur af því að það verði sundrung í þessari umræðu. Þess vegna skiptir máli tíminn, tímasetningar, og aðdragandi. Þetta er atkvæðagreiðsla um að hefja aftur aðildarviðræður. Í öðru lagi þá erum við til að mynda að leggja til að farið verði í ákveðna vegferð fram að því, það verði gerð óháð skýrsla sem tekur út gjaldmiðlamálin,“ segir Kristrún. Þau vilji sjá „ákveðna þróun í þessari umræðu“ á kjörtímabilinu, og þess vegna sé stefnt að atkvæðagreiðslu seint á kjörtímabilinu. Umræðan um þessi mál þurfi að vera þroskuð. „Það eru allir við þetta borð stuðningsaðilar þess að þjóðin fái að skera úr um það hvort að við höldum þessu áfram eða ekki. Það er ekki þar með sagt að ríkisstjórnin sjálf muni agitera fyrir já eða nei í heild sinni,“ segir Kristrún. „Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fagnar nýrri ríkisstjórn á Facebook-síðu sinni í dag. „Ný, frjálslynd ríkisstjórn með sterku sósíaldemókratísku ívafi tekur við í dag. Þrjár sterkar konur í forystu, sem allar hafa staðið sig sérstaklega vel. Minn flokkur sem ég leiddi í upphafi leggur til einstakan leiðtoga og yngsta forsætisráðherra í heiminum,“ segir hann. „Áreiðanlega kom mörgum á óvart skýrt loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að ESB sem verður haldin árið 2027. Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi forsætisráðherra, líst ekki jafnvel á þessa hugmynd. Hann segir að ríkisstjórn þurfi að hafa samhenta stefnu um það hvar Ísland eigi að standa í samskiptum við Evrópusambandið. „Svo er það að fara í evrópuleiðangurinn og segja opinberlega að flokkarnir ætli ekki að vera sammála um þau mál, heldur bara framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu um þau mál, eins og það sé stóra baráttumálið, en ekki það að stjórnmálaflokkar verði að hafa stefnu um það hvar Ísland á heima í samskiptum við Evrópusambandið.“
Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira