Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar 20. desember 2024 12:32 Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. Tilgangur SVEIT er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og öðrum lögaðilum, sem að lögum skapa rekstrarumhverfi veitingastaða hér á landi, standa vörð um og stuðla að faglegum rekstri, veita félagsmönnum þjónusta, svo sem á sviði kjaramála. Frá stofnun hefur SVEIT vaxið fiskur um hrygg og nú eiga 178 fyrirtæki aðild að þeim. Í samræmi við tilgang samtakanna gerðu þau fyrr á árinu kjarasamning við nýtt stéttarfélag – Virðingu -. Virðing er stéttarfélaga stofnað af starfsmönnum veitingastaða, sem hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að stofna félag til að vinna að réttindum og kjörum félagasmanna sinna. Fulltrúar beggja samningsaðila þekkja og vita hvað felst í því að reka og starfa á veitingastöðum. Áður en til gerð kjarsamnings SVEIT og Virðingar kom höfðu önnur verkalýðsfélög eða hin ýmsu samtök þeirra ásamt Samtökum atvinnulífsins sett fjölmarga ólíka starfsmenn á almennum vinnumarkaði undir einn og sama kjarasamninginn. Með kjarasamningi SVEIT og Virðingar er að því stefnt að færa launakjör starfsmanna á veitingastöðum að því, sem kalla má ,,sænska módelið”, enda liggur fyrir í gögnum, sem KPMG hefur unnið fyrir SVEIT að Ísland sker sig úr hvað launkjör starfsmanna á veitingastöðum varðar sambanborið við Svíþjóð, sem hér á landi hefur um margt verið talið fyrirmyndar ríki þegar kemur að kjaramálum. Í Svíþjóð og reyndar í Danmörku og Noregi er gert betur við fastráðna starfsmenn á dagvinnulaunum, meðan lausafólk, sem oftast er ungt fólk sem staldrar stutt við, er öðrum töxtum. Kjarasamningur SVEIT og Virðingar hefur það að meginmarkmiði að bæta launakjör fastráðinna starfsmanna. Kjarsamningur SVEIT og Virðingar hefur farið fyrir brjóstið á forystu verkalýsfélagsins Eflingar og öðrum forkólfum verkalýsihreyfingarinnar, sem virðast styðja þau áform formanns Eflingar að eyðileggja löglega starfsemi félagsmanna í SVEIT segi þeir sig ekki úr samtökunum og hætti að greiða félagsmönnum í Virðingu, sem hjá þeim starfa laun eftir löglega gerðum kjarasamningi. Hnefninn er á lofti eins og oft áður. Í samræmi við það forðast forkólfar Eflingar að ræða staðreyndir máls og ástæður þær sem leitt hafa til þess að starfsfólk á veitingastöðum vildi önnur kjör, en þau sem Efling hefur samið um að þeim forspurðum og skilar þeim sem hafa lagt störf á veitingastöðum fyrir sig lægri launum en þeir fá sem stoppa stutt við og eru aðeins í hluta starfi. Til upplýsinga fyrir þá sem vilja upplýsta umræðu er rétt hér í lokin að nefna nokkara tölulegar staðreyndir. (i) Frá 2016 til 2022 hafa laun á veitingastöðum hér á landi hækkað um rúmlega 63% samanborið við 17% hækkun í Svíþjóð. (ii) Launakostnaður er tvöfalt hærri á veitingastöðum hér á landi en í Svíþjóð. (iii) Helmingur starfsmanna er undir 25 ára aldri, með litla starfsreynslu en fær hæstu launin, samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna. (iv) á veitingastöðum er 81% í hlutastarfi en 24% á almenna vinnumarkaðnum. Vonandi er einhver innan verkalýðshreyfingarinnar, sem getur leitt formanni Eflingar það fyrir sjónir að atvinnufrelsi og félagfrelsi eru tryggt í stjórnarskrá, og jafnframt uppfrætt formanninn um að verði ágreiningur með aðilum, sem ekki verður leystur með sátt, þá tryggir stjórnarskráin það einnig að úr þeim ágreining má fá leyst með atbeina dómstóla innan hæfilegs tíma. Sjálftaka og hótunum um eignapsjöll og atlögu að löglegri starfsemi atvinnufyrirtækja, sem eiga aðild að SVEIT, eins og forysta Eflingar hefur boðað verði ekki farið að kröfum um úrsögn þeirra úr SVEIT, er bæði refisverð og skaðabótaskyld. Höfundur er lögmaður SVEIT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Guðjónsson Stéttarfélög Kjaramál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. Tilgangur SVEIT er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og öðrum lögaðilum, sem að lögum skapa rekstrarumhverfi veitingastaða hér á landi, standa vörð um og stuðla að faglegum rekstri, veita félagsmönnum þjónusta, svo sem á sviði kjaramála. Frá stofnun hefur SVEIT vaxið fiskur um hrygg og nú eiga 178 fyrirtæki aðild að þeim. Í samræmi við tilgang samtakanna gerðu þau fyrr á árinu kjarasamning við nýtt stéttarfélag – Virðingu -. Virðing er stéttarfélaga stofnað af starfsmönnum veitingastaða, sem hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að stofna félag til að vinna að réttindum og kjörum félagasmanna sinna. Fulltrúar beggja samningsaðila þekkja og vita hvað felst í því að reka og starfa á veitingastöðum. Áður en til gerð kjarsamnings SVEIT og Virðingar kom höfðu önnur verkalýðsfélög eða hin ýmsu samtök þeirra ásamt Samtökum atvinnulífsins sett fjölmarga ólíka starfsmenn á almennum vinnumarkaði undir einn og sama kjarasamninginn. Með kjarasamningi SVEIT og Virðingar er að því stefnt að færa launakjör starfsmanna á veitingastöðum að því, sem kalla má ,,sænska módelið”, enda liggur fyrir í gögnum, sem KPMG hefur unnið fyrir SVEIT að Ísland sker sig úr hvað launkjör starfsmanna á veitingastöðum varðar sambanborið við Svíþjóð, sem hér á landi hefur um margt verið talið fyrirmyndar ríki þegar kemur að kjaramálum. Í Svíþjóð og reyndar í Danmörku og Noregi er gert betur við fastráðna starfsmenn á dagvinnulaunum, meðan lausafólk, sem oftast er ungt fólk sem staldrar stutt við, er öðrum töxtum. Kjarasamningur SVEIT og Virðingar hefur það að meginmarkmiði að bæta launakjör fastráðinna starfsmanna. Kjarsamningur SVEIT og Virðingar hefur farið fyrir brjóstið á forystu verkalýsfélagsins Eflingar og öðrum forkólfum verkalýsihreyfingarinnar, sem virðast styðja þau áform formanns Eflingar að eyðileggja löglega starfsemi félagsmanna í SVEIT segi þeir sig ekki úr samtökunum og hætti að greiða félagsmönnum í Virðingu, sem hjá þeim starfa laun eftir löglega gerðum kjarasamningi. Hnefninn er á lofti eins og oft áður. Í samræmi við það forðast forkólfar Eflingar að ræða staðreyndir máls og ástæður þær sem leitt hafa til þess að starfsfólk á veitingastöðum vildi önnur kjör, en þau sem Efling hefur samið um að þeim forspurðum og skilar þeim sem hafa lagt störf á veitingastöðum fyrir sig lægri launum en þeir fá sem stoppa stutt við og eru aðeins í hluta starfi. Til upplýsinga fyrir þá sem vilja upplýsta umræðu er rétt hér í lokin að nefna nokkara tölulegar staðreyndir. (i) Frá 2016 til 2022 hafa laun á veitingastöðum hér á landi hækkað um rúmlega 63% samanborið við 17% hækkun í Svíþjóð. (ii) Launakostnaður er tvöfalt hærri á veitingastöðum hér á landi en í Svíþjóð. (iii) Helmingur starfsmanna er undir 25 ára aldri, með litla starfsreynslu en fær hæstu launin, samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna. (iv) á veitingastöðum er 81% í hlutastarfi en 24% á almenna vinnumarkaðnum. Vonandi er einhver innan verkalýðshreyfingarinnar, sem getur leitt formanni Eflingar það fyrir sjónir að atvinnufrelsi og félagfrelsi eru tryggt í stjórnarskrá, og jafnframt uppfrætt formanninn um að verði ágreiningur með aðilum, sem ekki verður leystur með sátt, þá tryggir stjórnarskráin það einnig að úr þeim ágreining má fá leyst með atbeina dómstóla innan hæfilegs tíma. Sjálftaka og hótunum um eignapsjöll og atlögu að löglegri starfsemi atvinnufyrirtækja, sem eiga aðild að SVEIT, eins og forysta Eflingar hefur boðað verði ekki farið að kröfum um úrsögn þeirra úr SVEIT, er bæði refisverð og skaðabótaskyld. Höfundur er lögmaður SVEIT.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar