Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2024 06:31 Maestro sýndi mikinn andlegan styrk og fórnfýsi fyrir Adana Demirspor sem vann leikinn. Getty/Eren Bozkurt Angólski knattspyrnumaðurinn Maestro fékk slæmar fréttir í miðjum leik í tyrknesku deildinni á dögunum en sýndi mikinn andlegan styrk með því að klára leikinn. Hinn 21 árs gamli Maestro spilar með tyrkneska félaginu Adana Demirspor sem mætti Beşiktas í síðasta leik. Murat Sancak, forseti félagsins, sagði frá málinu á samfélagsmiðlum. „Þrátt fyrir að Maestro hafi fengið fréttir af fráfalli bróður síns í hálfleik þá vildi hann ekki yfirgefa félagið sitt og hélt áfram að spila. Megi guð sýna þér miskunn, bróðir minn,“ skrifaði Murat Sancak á samfélagsmiðla. Maestro hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu en liðið er í harðri fallbaráttu. Liðið vann leikinn 2-1. Maestro er angólskur landsliðsmaður og hefur verið hjá Adana Demirspor frá því í sumar. Mustafa Dalci, þjálfari liðsins, talaði um Maestro eftir leikinn. „Við fengum þessar fréttir í hálfleik og létum hann vita. Ég sagði við hann: Ef þér líður ekki vel þá get ég tekið þig af velli. Það er ekkert mál. Tilfinningar þínar eru mikilvægari en þessi leikur,“ sagði Mustafa Dalci. Maestro vildi halda áfram og kláraði leikinn inn á miðju liðsins. „Hann sýndi þarna gríðarlegan sterkan karakter. Kannski var það honum að þakka hvernig leikmenn mínir brugðust við í seinni hálfleiknum. Við tileinkum Maestro þennan sigur og erum gríðarlega ánægður með sigurinn,“ sagði Dalci. Maestro kom til Tyrklands frá portúgalska félaginu Benfica en þar var hann í varaliðinu. Hann hefur fengið tækifæri til að spila með Adana. Liðið var án sigurs í fyrstu fjórtán leikjum sínum og byrjaði líka tímabilið með þrjú stig í mínus. Þessi sigur var því algjörlega lífsnauðsynlegur en það þarf margt að gerast til að liðið spili áfram meðal þeirra bestu. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Tyrkneski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Maestro spilar með tyrkneska félaginu Adana Demirspor sem mætti Beşiktas í síðasta leik. Murat Sancak, forseti félagsins, sagði frá málinu á samfélagsmiðlum. „Þrátt fyrir að Maestro hafi fengið fréttir af fráfalli bróður síns í hálfleik þá vildi hann ekki yfirgefa félagið sitt og hélt áfram að spila. Megi guð sýna þér miskunn, bróðir minn,“ skrifaði Murat Sancak á samfélagsmiðla. Maestro hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu en liðið er í harðri fallbaráttu. Liðið vann leikinn 2-1. Maestro er angólskur landsliðsmaður og hefur verið hjá Adana Demirspor frá því í sumar. Mustafa Dalci, þjálfari liðsins, talaði um Maestro eftir leikinn. „Við fengum þessar fréttir í hálfleik og létum hann vita. Ég sagði við hann: Ef þér líður ekki vel þá get ég tekið þig af velli. Það er ekkert mál. Tilfinningar þínar eru mikilvægari en þessi leikur,“ sagði Mustafa Dalci. Maestro vildi halda áfram og kláraði leikinn inn á miðju liðsins. „Hann sýndi þarna gríðarlegan sterkan karakter. Kannski var það honum að þakka hvernig leikmenn mínir brugðust við í seinni hálfleiknum. Við tileinkum Maestro þennan sigur og erum gríðarlega ánægður með sigurinn,“ sagði Dalci. Maestro kom til Tyrklands frá portúgalska félaginu Benfica en þar var hann í varaliðinu. Hann hefur fengið tækifæri til að spila með Adana. Liðið var án sigurs í fyrstu fjórtán leikjum sínum og byrjaði líka tímabilið með þrjú stig í mínus. Þessi sigur var því algjörlega lífsnauðsynlegur en það þarf margt að gerast til að liðið spili áfram meðal þeirra bestu. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Tyrkneski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira