Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar 17. desember 2024 12:32 Leikskólavandinn á Íslandi er ekki nýr af nálinni; hann hefur fylgt okkur í áratugi. Vandinn er margþættur, en hluti hans hefur falist í skorti á leikskólakennurum sem eru og hafa ávallt verið takmörkuð auðlind. Félagsleg nýsköpun „verðmætasta“ fyrirtækis landsins Í Silfrinu þann 16. desember sl. var fjallað um leikskólakerfið. Umræðan snerist þó fyrst og fremst um rétt mögulega „verðmætasta“ fyrirtækis landsins til að ryðjast inn í menntaumhverfið. Fyrirtækið hefur kynnt „félagslega nýsköpun“ sem felur í sér að það hyggst byggja og reka sína eigin leikskóla með aðkomu tveggja stórfyrirtækja – annars á sviði húsnæðismála og hins í rekstri. Allt á þetta að vera í samræmi við opinber markmið og stefnur. Það hljómar vel, ekki satt? En í allri umræðunni var ekki minnst á hverjir eigi að starfa í þessum leikskólum og hvaða áhrif fyrirtækjaleikskólar geti haft til lengri tíma á hið opinbera kerfi. Þegar skipta á sömu kökunni Ég er leikskólakennari, en það vill svo til að ég er líka matsfræðingur. Á meðal verkfæra matsfræðinnar eru áhrifalíkön sem eru notuð til að greina bæði skammtíma- og langtímaáhrif ákvarðana. Þetta ætti að vera lykilverkfæri þegar sveitarfélög huga að grundvallarbreytingum á rekstrarformi leikskóla. Það skiptir máli að spyrja hver greiðir raunverulegan kostnað og hver nýtur ávinnings. Skammtímasjónarmið: Í þessu tilfelli ætlar Alvotech að byggja og reka leikskóla fyrir sitt starfsfólk, gera dýru starfsfólki kleift að koma sem fyrst til starfa. Til að þessir leikskólar verði eftirsóttir, mun fyrirtækið hafa möguleika á að yfirborga leikskólakennara. Raunveruleikinn: Í núverandi rekstrarumhverfi mun hið opinbera fjármagna stærsta hluta uppbyggingarinnar og megnið af rekstrarkostnaðinum. Það þýðir á mannamáli að skattfé almennings rennur í rekstur sem þjónar aðeins afmörkuðum hópi. Jafnframt dregur þetta úr möguleikum hins opinbera til að styrkja og bæta eigið kerfi – því enginn er að tala um að stækka kökuna. Langtímaáhrif: Þessi þróun dregur úr starfskröftum í opinberum leikskólum sem veikjast þá enn frekar. Afleiðingin er, mismunun eykst, félagslegt réttlæti og jafnræði barna skerðist. Þegar sumir fá eintómar sexur á teningunum í Matador og aðrir ása Leikskólakerfið er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Síðustu þrjátíu ár hefur verið unnið að því að byggja upp samfélagslegan sáttmála um að öll börn á Íslandi eigi rétt á leikskólavist. Opinberir leikskólar tryggja öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu, rétt til menntunar og umönnunar sem hæfir þroska þeirra. Fyrirtækjavæðing leikskólamenntunar skerðir þennan rétt og veikir lýðræðislegan grunn kerfisins. Afleiðingin er sú að sumum er úthlutað farseðlum á fyrsta farrými, á meðan þeir sem virkilega þurfa á gæðaleikskólum að halda reka lestina. Lausnin er samstillt átak – ekki fyrirtækjavæðing menntunar Til að leysa leikskólavandann þurfum við samstillt átak ríkis og sveitarfélaga. Fyrst og fremst þarf að ganga frá kjarasamningum við leikskólakennara sem skila þeim þeirri virðingu sem starfið á skilið og tryggja réttlát laun. Við þurfum að laða leikskólakennara aftur til starfa, skapa mannúðlegar vinnuaðstæður og hvetja ungt fólk til að mennta sig í faginu. Leikskólinn er einn lykillinn að réttlátu og jöfnu samfélagi. Lausnin felst í því að styrkja opinberu leikskólana, ekki að veikja þá í þágu skammtímasjónarmiða. Leikskólamenntun er ekki samkeppnismál fyrir stórfyrirtæki, heldur samfélagsleg ábyrgð sem tryggir öllum börnum jöfn tækifæri. Við verðum að spyrja okkur hvort við viljum standa vörð um jöfnunartæki samfélagsins eða selja það í bútum – hverjum þeim sem getur borgað mest. Höfundur er matsfræðingur og leik- og háskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Leikskólavandinn á Íslandi er ekki nýr af nálinni; hann hefur fylgt okkur í áratugi. Vandinn er margþættur, en hluti hans hefur falist í skorti á leikskólakennurum sem eru og hafa ávallt verið takmörkuð auðlind. Félagsleg nýsköpun „verðmætasta“ fyrirtækis landsins Í Silfrinu þann 16. desember sl. var fjallað um leikskólakerfið. Umræðan snerist þó fyrst og fremst um rétt mögulega „verðmætasta“ fyrirtækis landsins til að ryðjast inn í menntaumhverfið. Fyrirtækið hefur kynnt „félagslega nýsköpun“ sem felur í sér að það hyggst byggja og reka sína eigin leikskóla með aðkomu tveggja stórfyrirtækja – annars á sviði húsnæðismála og hins í rekstri. Allt á þetta að vera í samræmi við opinber markmið og stefnur. Það hljómar vel, ekki satt? En í allri umræðunni var ekki minnst á hverjir eigi að starfa í þessum leikskólum og hvaða áhrif fyrirtækjaleikskólar geti haft til lengri tíma á hið opinbera kerfi. Þegar skipta á sömu kökunni Ég er leikskólakennari, en það vill svo til að ég er líka matsfræðingur. Á meðal verkfæra matsfræðinnar eru áhrifalíkön sem eru notuð til að greina bæði skammtíma- og langtímaáhrif ákvarðana. Þetta ætti að vera lykilverkfæri þegar sveitarfélög huga að grundvallarbreytingum á rekstrarformi leikskóla. Það skiptir máli að spyrja hver greiðir raunverulegan kostnað og hver nýtur ávinnings. Skammtímasjónarmið: Í þessu tilfelli ætlar Alvotech að byggja og reka leikskóla fyrir sitt starfsfólk, gera dýru starfsfólki kleift að koma sem fyrst til starfa. Til að þessir leikskólar verði eftirsóttir, mun fyrirtækið hafa möguleika á að yfirborga leikskólakennara. Raunveruleikinn: Í núverandi rekstrarumhverfi mun hið opinbera fjármagna stærsta hluta uppbyggingarinnar og megnið af rekstrarkostnaðinum. Það þýðir á mannamáli að skattfé almennings rennur í rekstur sem þjónar aðeins afmörkuðum hópi. Jafnframt dregur þetta úr möguleikum hins opinbera til að styrkja og bæta eigið kerfi – því enginn er að tala um að stækka kökuna. Langtímaáhrif: Þessi þróun dregur úr starfskröftum í opinberum leikskólum sem veikjast þá enn frekar. Afleiðingin er, mismunun eykst, félagslegt réttlæti og jafnræði barna skerðist. Þegar sumir fá eintómar sexur á teningunum í Matador og aðrir ása Leikskólakerfið er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Síðustu þrjátíu ár hefur verið unnið að því að byggja upp samfélagslegan sáttmála um að öll börn á Íslandi eigi rétt á leikskólavist. Opinberir leikskólar tryggja öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu, rétt til menntunar og umönnunar sem hæfir þroska þeirra. Fyrirtækjavæðing leikskólamenntunar skerðir þennan rétt og veikir lýðræðislegan grunn kerfisins. Afleiðingin er sú að sumum er úthlutað farseðlum á fyrsta farrými, á meðan þeir sem virkilega þurfa á gæðaleikskólum að halda reka lestina. Lausnin er samstillt átak – ekki fyrirtækjavæðing menntunar Til að leysa leikskólavandann þurfum við samstillt átak ríkis og sveitarfélaga. Fyrst og fremst þarf að ganga frá kjarasamningum við leikskólakennara sem skila þeim þeirri virðingu sem starfið á skilið og tryggja réttlát laun. Við þurfum að laða leikskólakennara aftur til starfa, skapa mannúðlegar vinnuaðstæður og hvetja ungt fólk til að mennta sig í faginu. Leikskólinn er einn lykillinn að réttlátu og jöfnu samfélagi. Lausnin felst í því að styrkja opinberu leikskólana, ekki að veikja þá í þágu skammtímasjónarmiða. Leikskólamenntun er ekki samkeppnismál fyrir stórfyrirtæki, heldur samfélagsleg ábyrgð sem tryggir öllum börnum jöfn tækifæri. Við verðum að spyrja okkur hvort við viljum standa vörð um jöfnunartæki samfélagsins eða selja það í bútum – hverjum þeim sem getur borgað mest. Höfundur er matsfræðingur og leik- og háskólakennari.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun