Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. desember 2024 07:02 Jóhanna hvetur fólk til að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis og borða fjölbreytt mataræði. Lýðheilsufræðingar vara við upplýsingaóreiðu sem þeir segja nú vera á kreiki um kólesteról og skaðsemi mettaðrar fitu. Tenging á milli mettaðrar fitu og hás kólesteróls í blóði við hjartasjúkdóma væri vel rannsökuð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar halda þau Guðrún Nanna Egilsdóttir, Jóhanna E. Torfadóttir og Thor Aspelund á penna. Tilefnið virðist vera ummæli hjartalæknisins Axels F. Sigurðssonar sem sagði á dögunum að umræðan um kólesteról væri á villigötum hér á landi. Axel sagði í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms að kólesteról væri lífsnauðsynlegt fyrir eðlilega frumustarfsemi. Hugtök eins og „gott kólesteról“ og „slæmt kólesteról“ hefðu valdið misskilningi og sagði Axel að ráðleggingar um að draga úr neyslu mettaðrar fitu löngum hafa verið villandi. „Mér finnst ráðleggingar um mettaða fitu vera vitleysa. Mettuð fita er margs konar og ekki hægt að setja hana alla undir einn hatt,“ sagði Axel. Hann sagði þetta snúast meira um matinn sjálfan, hráefnið og hvernig það er unnið og eldað. Axel ræddi málið jafnframt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í síðustu viku. Sterk vísindaleg rök að baki ráðleggingum Í aðsendri grein sinni segja sérfræðingarnir að á undanförnum árum hafi ráðleggingar Embættis landlæknis verið gagnrýndar fyrir það að mæla með því að draga að hluta til úr neyslu mettaðrar fitu. Hinsvegar væri sterkur vísindalegur grunnur fyrir ráðleggingum heilbrigðisyfrivalda um að skipta mettaðri fitu að hluta til út fyrir ómettaða. „Það er heldur ekki hægt að tala bara um heildar kólesteról mælt í blóði og skella því öllu undir sama hatt því að það eru til tvær megingerðir kólesteróls sem hafa ólíka virkni og það skiptir máli þegar skoðuð er hættan á hjarta- og æðasjúkdómum.“ Þá benda þau á að hjarta- og æðasjúkdómar séu enn ein algengasta dánarorsökin hér á landi bæði meðal karla og kvenna. Samkvæmt gögnum Hjartaverndar séu þrjátíu prósent þeirra sem fái kransæðastíflu með of hátt kólesterólgildi eða aðrar blóðfitu truflanir. „Í ljósi yfirgripsmikilla rannsókna og skýrs samhljóms í vísindasamfélaginu ætti almenningur að geta treyst ráðleggingum um mataræði sem embætti landlæknis gefur þar sem þær byggja á traustum vísindalegum grunni og ótal magni rannsókna. Með því að forgangsraða og velja sem mest ómettaða fitugjafa (s.s. feitan fisk, hnetur, fræ og jurtaolíur) stuðlum við að heilbrigðara lífi. Það þýðir þó ekki að það sé ekki pláss fyrir ost á samlokuna af og til enda snýst þetta á endanum um heildarmataræðið og stöðugleika.“ Jóhanna E. Torfadóttir næringar- og lýðheilsufræðingur ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni. Heilsa Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar halda þau Guðrún Nanna Egilsdóttir, Jóhanna E. Torfadóttir og Thor Aspelund á penna. Tilefnið virðist vera ummæli hjartalæknisins Axels F. Sigurðssonar sem sagði á dögunum að umræðan um kólesteról væri á villigötum hér á landi. Axel sagði í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms að kólesteról væri lífsnauðsynlegt fyrir eðlilega frumustarfsemi. Hugtök eins og „gott kólesteról“ og „slæmt kólesteról“ hefðu valdið misskilningi og sagði Axel að ráðleggingar um að draga úr neyslu mettaðrar fitu löngum hafa verið villandi. „Mér finnst ráðleggingar um mettaða fitu vera vitleysa. Mettuð fita er margs konar og ekki hægt að setja hana alla undir einn hatt,“ sagði Axel. Hann sagði þetta snúast meira um matinn sjálfan, hráefnið og hvernig það er unnið og eldað. Axel ræddi málið jafnframt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í síðustu viku. Sterk vísindaleg rök að baki ráðleggingum Í aðsendri grein sinni segja sérfræðingarnir að á undanförnum árum hafi ráðleggingar Embættis landlæknis verið gagnrýndar fyrir það að mæla með því að draga að hluta til úr neyslu mettaðrar fitu. Hinsvegar væri sterkur vísindalegur grunnur fyrir ráðleggingum heilbrigðisyfrivalda um að skipta mettaðri fitu að hluta til út fyrir ómettaða. „Það er heldur ekki hægt að tala bara um heildar kólesteról mælt í blóði og skella því öllu undir sama hatt því að það eru til tvær megingerðir kólesteróls sem hafa ólíka virkni og það skiptir máli þegar skoðuð er hættan á hjarta- og æðasjúkdómum.“ Þá benda þau á að hjarta- og æðasjúkdómar séu enn ein algengasta dánarorsökin hér á landi bæði meðal karla og kvenna. Samkvæmt gögnum Hjartaverndar séu þrjátíu prósent þeirra sem fái kransæðastíflu með of hátt kólesterólgildi eða aðrar blóðfitu truflanir. „Í ljósi yfirgripsmikilla rannsókna og skýrs samhljóms í vísindasamfélaginu ætti almenningur að geta treyst ráðleggingum um mataræði sem embætti landlæknis gefur þar sem þær byggja á traustum vísindalegum grunni og ótal magni rannsókna. Með því að forgangsraða og velja sem mest ómettaða fitugjafa (s.s. feitan fisk, hnetur, fræ og jurtaolíur) stuðlum við að heilbrigðara lífi. Það þýðir þó ekki að það sé ekki pláss fyrir ost á samlokuna af og til enda snýst þetta á endanum um heildarmataræðið og stöðugleika.“ Jóhanna E. Torfadóttir næringar- og lýðheilsufræðingur ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni.
Heilsa Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira