Telur Sigurð Inga hafa misnotað umboð sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2024 11:14 Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu sem undirrituðu samkomulagið í liðinni viku á Skógum. Sigurður Ingi er með þeim á myndinni. Vísir/Magnús Hlynur Landvernd segir Sigurð Inga Jóhannsson fjármála- og innviðaráðherra hafa misnotað umboð sitt með því að staðfesta svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið næstu tuttugu árin. Um sé að ræða stefnumarkandi mál sem óeðlilegt sé að starfsstjórn keyri áfram í tómarúmi. Þann 2. desember birtist tilkynning á vef Stjórnarráðsins þess efnis að Sigurður Ingi hefði staðfest Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042 sem ellefu sveitarfélög á Suðurlandi standa að. Svæðisskipulagið hefði áður verið samþykkt í svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis og í sveitarstjórnum allra sveitarfélaga sem ættu aðild að því. Sigurður Ingi tók við embætti innviðaráðherra þegar Vinstri græn höfnuðu að starfa í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum eftir að fyrrnefndi flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók matvæla- og félagsmálaráðuneytið upp á sína arma og Sigurður Ingi innviðaráðuneytið. Malbikaðir vegir á hálendinu Um er að ræða nýtt svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið en þar er m.a. mörkuð sameiginleg stefna um gerð og gæði þjóðvega, flokkun og uppbyggingu ferðaþjónustustaða og verndun landslagsheilda og sérstæðrar náttúru. Fimm ára vinna er að baki. Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis samþykkti svæðisskipulagið fyrr í ár og sendi til Skipulagsstofnunar í apríl. Skipulagsstofnun staðfesti ekki svæðisskipulagið heldur vísaði málinu til ráðherra. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu, sem undirrituðu í gær í Skógum samkomulagið, sem tók fimm ár að vinna. Innviðaráðherra er með þeim á myndinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Landverndar segir Skipulagsstofnun hafa gert margar athugsemdir við skipulagið varðandi uppbyggingaráform sem stofnunin taldi víkja verulega frá fyrirliggjandi stefnu um skipulagsmál á miðhálendinu. „Það varðar ákvæði svæðisskipulagsins um uppbyggða malbikaða vegi og uppbyggingu ferðaþjónustustaða. Landvernd telur það utan við umboð ráðherra í starfsstjórn að taka slíkar ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma og geta haft veruleg áhrif á viðkvæma og mikilvæga náttúru, víðerni og ásýnd miðhálendisins,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar í tilkynningu. Þorgerður María telur Sigurð Inga hafa misnotað vald sitt sem ráðherra í starfsstjórn.Vísir/Vilhelm „Við megum aldrei umgangast miðhálendið svona, að umboðslaus ráðherra starfsstjórnar ákveði stuttu fyrir kosningar að samþykkja skipulag þar sem malbika á og hækka upp ýmsa hálendisvegi. Hálendið er sameign okkar allra.“ Svæðisskipulagið tekur beint til níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru: Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Auk þeirra eiga Sveitarfélagið Árborg og Flóahreppur aðild að verkefninu. „Íbúar þessara sveitarfélaga eru 2% þjóðarinnar. Þetta er risavaxið mál að malbika þessa vegi sem varanlega breytir ásýnd hálendisins og allri umgengni við það. Landvernd fer fram á að staðfestingin verði dregin til baka og málið lagt fyrir ráðherra skipulagsmála í nýrri ríkisstjórn.“ Í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins sagði að ákvörðun Sigurðar Inga byggðist meðal annars á mikilli samstöðu allra 11 sveitarfélaganna á svæðinu um svæðisskipulagið sem byggt sé á eldri landsskipulagsstefnu. Ráðherra árétti jafnframt í ákvörðun sinni að við endurskoðun svæðisskipulags skuli taka mið af gildandi landsskipulagsstefnu. Svæðið sem nýja skipulagið tekur til. „Þetta plagg horfir af svo miklum metnaði og fagmennsku og væntumþykju þessa fólks til framtíðar, bæði uppbyggingar og verndar svæðisins,“ sagði Sigurður Ingi í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Skipulag Grímsnes- og Grafningshreppur Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Árborg Flóahreppur Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Þann 2. desember birtist tilkynning á vef Stjórnarráðsins þess efnis að Sigurður Ingi hefði staðfest Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042 sem ellefu sveitarfélög á Suðurlandi standa að. Svæðisskipulagið hefði áður verið samþykkt í svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis og í sveitarstjórnum allra sveitarfélaga sem ættu aðild að því. Sigurður Ingi tók við embætti innviðaráðherra þegar Vinstri græn höfnuðu að starfa í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum eftir að fyrrnefndi flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók matvæla- og félagsmálaráðuneytið upp á sína arma og Sigurður Ingi innviðaráðuneytið. Malbikaðir vegir á hálendinu Um er að ræða nýtt svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið en þar er m.a. mörkuð sameiginleg stefna um gerð og gæði þjóðvega, flokkun og uppbyggingu ferðaþjónustustaða og verndun landslagsheilda og sérstæðrar náttúru. Fimm ára vinna er að baki. Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis samþykkti svæðisskipulagið fyrr í ár og sendi til Skipulagsstofnunar í apríl. Skipulagsstofnun staðfesti ekki svæðisskipulagið heldur vísaði málinu til ráðherra. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu, sem undirrituðu í gær í Skógum samkomulagið, sem tók fimm ár að vinna. Innviðaráðherra er með þeim á myndinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Landverndar segir Skipulagsstofnun hafa gert margar athugsemdir við skipulagið varðandi uppbyggingaráform sem stofnunin taldi víkja verulega frá fyrirliggjandi stefnu um skipulagsmál á miðhálendinu. „Það varðar ákvæði svæðisskipulagsins um uppbyggða malbikaða vegi og uppbyggingu ferðaþjónustustaða. Landvernd telur það utan við umboð ráðherra í starfsstjórn að taka slíkar ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma og geta haft veruleg áhrif á viðkvæma og mikilvæga náttúru, víðerni og ásýnd miðhálendisins,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar í tilkynningu. Þorgerður María telur Sigurð Inga hafa misnotað vald sitt sem ráðherra í starfsstjórn.Vísir/Vilhelm „Við megum aldrei umgangast miðhálendið svona, að umboðslaus ráðherra starfsstjórnar ákveði stuttu fyrir kosningar að samþykkja skipulag þar sem malbika á og hækka upp ýmsa hálendisvegi. Hálendið er sameign okkar allra.“ Svæðisskipulagið tekur beint til níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru: Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Auk þeirra eiga Sveitarfélagið Árborg og Flóahreppur aðild að verkefninu. „Íbúar þessara sveitarfélaga eru 2% þjóðarinnar. Þetta er risavaxið mál að malbika þessa vegi sem varanlega breytir ásýnd hálendisins og allri umgengni við það. Landvernd fer fram á að staðfestingin verði dregin til baka og málið lagt fyrir ráðherra skipulagsmála í nýrri ríkisstjórn.“ Í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins sagði að ákvörðun Sigurðar Inga byggðist meðal annars á mikilli samstöðu allra 11 sveitarfélaganna á svæðinu um svæðisskipulagið sem byggt sé á eldri landsskipulagsstefnu. Ráðherra árétti jafnframt í ákvörðun sinni að við endurskoðun svæðisskipulags skuli taka mið af gildandi landsskipulagsstefnu. Svæðið sem nýja skipulagið tekur til. „Þetta plagg horfir af svo miklum metnaði og fagmennsku og væntumþykju þessa fólks til framtíðar, bæði uppbyggingar og verndar svæðisins,“ sagði Sigurður Ingi í fréttum Stöðvar 2 á dögunum.
Skipulag Grímsnes- og Grafningshreppur Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Árborg Flóahreppur Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira