Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt Tómas Arnar Þorláksson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 15. desember 2024 19:19 Súrefnismettun Aprílar var orðin svo lág að hún þurfti á súrefnisgrímu að halda. Móðir hennar segir það verstu tilfinningu í heimi að horfa á barn sitt svona veikt. Fimm barna móðir segir ekkert barna sinna nokkurn tímann hafa orðið jafn veikt og tveggja ára dóttir hennar þegar hún smitaðist af RS-veirunni fyrir um viku síðan. Hún segir sorglegt að Ísland sé eftirbátur Evrópuríkja, sem þegar hafa byrjað að nota byltingarkennt mótefni. Hin tæplega tveggja ára Apríl Nótt smitaðist af RS-veiru fyrir rétt rúmri viku síðan en yfirlæknir á Barnaspítalanum hefur varað við því að árlegi faraldurinn sé óvanalega harður í ár. Fleiri börn veikist og einkenni séu alvarlegri. Heilsu stelpunnar fór hrakandi á fjórða degi Fyrst um sinn hafi einkenni Aprílar verið eins og hver önnur pest en eftir þrjá daga af háum hita leist Söru ekki á blikuna og hringdi tvisvar í síma Heilsugæslunnar þar sem henni hafi verið ráðlagt að gefa Apríl hitalækkandi og bíða. Á fjórða degi hafi heilsu hennar þó farið hrakandi. Sara hætti að borða og vildi ekkert gera nema vera í fangi móður sinnar. „Hættir að leika sér, hættir að borða og vill helst bara vera í fanginu á mér og biður um að fá að fara lúlla. Ég hringi aftur en er ráðlagt það sama en á miðnætti þetta kvöld, þá ákveð ég það að mér lýst ekki á blikuna ég ætla hlusta á innsæið,“ segir Sara. Hún keyrði þá með dóttur sína á Barnaspítalann þar sem kom í ljós að Apríl væri lág í súrefnismettun og lá í kjölfarið inni í tvær nætur með súrefnisaðstoð þar til hún náði bata. „Maður sér að súrefnismettunin er orðin lág. Maður hefur aldrei nokkurn tímann lent í því og barnið komið með súrefnisgrímu og þá upplifir maður ótrúlega mikinn ótta við hvað tekur við. Vitandi þó að maður sé í góðum höndum þarna á Barnaspítalanum, þá er þetta auðvitað versta tilfinning í heimi,“ segir hún. Fjölskyldan er gríðarlega ánægð með starfsfólk Barnaspítalans.Vísir/Ívar Fannar Foreldrar skuli treysta innsæinu Sara hvetur foreldra til að vera vakandi fyrir einkennum og treysta innsæi sínu. „Ég er fimm barna móðir og ég hef aldrei séð neitt barnanna minna svona veikt af umgangspest. Ekki af Covid, ekki af neinu,“ segir hún og bætir við: „Bara látið lækni kíkja á barnið ef ykkur lýst svo á, ef staðan er þannig. Ekkert að skammast sín fyrir að vilja það.“ Ekkert barna Söru hefur orðið eins veikt og Apríl varð af RS-veirunni í vikunni. Sorglegt að Ísland sé eftirbátur Evrópuríkja Sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að íslensk börn muni mögulega fá byltingarkennt mótefni við veirunni á næsta ári. Sara vonar að það verði raunin og hvetur foreldra að nýta sér úrræðið þegar að því kemur. „Þó fyrr hefði verið. Ég veit að þetta hefur verið notað erlendis og það er svolítið sorglegt að Ísland þurfi að vera eftirbátur í þessum efnum því þetta er mikilvægasta fólkið okkar börnin,“ segir Sara. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Hin tæplega tveggja ára Apríl Nótt smitaðist af RS-veiru fyrir rétt rúmri viku síðan en yfirlæknir á Barnaspítalanum hefur varað við því að árlegi faraldurinn sé óvanalega harður í ár. Fleiri börn veikist og einkenni séu alvarlegri. Heilsu stelpunnar fór hrakandi á fjórða degi Fyrst um sinn hafi einkenni Aprílar verið eins og hver önnur pest en eftir þrjá daga af háum hita leist Söru ekki á blikuna og hringdi tvisvar í síma Heilsugæslunnar þar sem henni hafi verið ráðlagt að gefa Apríl hitalækkandi og bíða. Á fjórða degi hafi heilsu hennar þó farið hrakandi. Sara hætti að borða og vildi ekkert gera nema vera í fangi móður sinnar. „Hættir að leika sér, hættir að borða og vill helst bara vera í fanginu á mér og biður um að fá að fara lúlla. Ég hringi aftur en er ráðlagt það sama en á miðnætti þetta kvöld, þá ákveð ég það að mér lýst ekki á blikuna ég ætla hlusta á innsæið,“ segir Sara. Hún keyrði þá með dóttur sína á Barnaspítalann þar sem kom í ljós að Apríl væri lág í súrefnismettun og lá í kjölfarið inni í tvær nætur með súrefnisaðstoð þar til hún náði bata. „Maður sér að súrefnismettunin er orðin lág. Maður hefur aldrei nokkurn tímann lent í því og barnið komið með súrefnisgrímu og þá upplifir maður ótrúlega mikinn ótta við hvað tekur við. Vitandi þó að maður sé í góðum höndum þarna á Barnaspítalanum, þá er þetta auðvitað versta tilfinning í heimi,“ segir hún. Fjölskyldan er gríðarlega ánægð með starfsfólk Barnaspítalans.Vísir/Ívar Fannar Foreldrar skuli treysta innsæinu Sara hvetur foreldra til að vera vakandi fyrir einkennum og treysta innsæi sínu. „Ég er fimm barna móðir og ég hef aldrei séð neitt barnanna minna svona veikt af umgangspest. Ekki af Covid, ekki af neinu,“ segir hún og bætir við: „Bara látið lækni kíkja á barnið ef ykkur lýst svo á, ef staðan er þannig. Ekkert að skammast sín fyrir að vilja það.“ Ekkert barna Söru hefur orðið eins veikt og Apríl varð af RS-veirunni í vikunni. Sorglegt að Ísland sé eftirbátur Evrópuríkja Sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að íslensk börn muni mögulega fá byltingarkennt mótefni við veirunni á næsta ári. Sara vonar að það verði raunin og hvetur foreldra að nýta sér úrræðið þegar að því kemur. „Þó fyrr hefði verið. Ég veit að þetta hefur verið notað erlendis og það er svolítið sorglegt að Ísland þurfi að vera eftirbátur í þessum efnum því þetta er mikilvægasta fólkið okkar börnin,“ segir Sara.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46