Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 11:47 Albert Guðmundsson skoraði gegn Úkraínu í EM-umspilinu í mars. Liðin mætast að nýju í baráttunni um að komast á HM í Ameríku. Getty/Rafal Oleksiewicz Leikjadagskrá Íslands í undankeppni HM 2026 liggur nú fyrir og ljóst er að von er á fótboltastjörnum í Laugardalinn í október á næsta ári. Dregið var í riðla fyrir undankeppnina í gær og endaði Ísland í fjögurra liða riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og svo sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu sem mætast í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í mars. Fyrsti leikur Íslands í keppninni, sem jafnframt kemur til með að verða fyrsti mótsleikur liðsins á nýju, blönduðu grasi eftir framkvæmdir á Laugardalsvelli sem nú standa yfir, verður við Aserbaísjan 5. september. Aserar eru fyrir fram lakasta liðið í riðlinum enda í 117. sæti heimslistans, neðar en til að mynda Kasakstan, Armenía og Kósovó, sem Ísland mætir í Þjóðadeildarumspili í mars. Eini leikur Íslands við Asera til þessa er vináttulandsleikur á Íslandi 2008, þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Úrslitaleikur við Úkraínu í lokin? Ísland sækir svo annað hvort Frakkland eða Króatíu heim í seinni leik sínum í september, áður en við taka tveir heimaleikir í október þar sem búast má við stjörnum úr úkraínska liðinu og annað hvort því franska eða króatíska. Undankeppninni lýkur svo með tveimur útileikjum í nóvember. Óljóst er hvar síðasti leikur íslenska liðsins, útileikurinn við Úkraínu, verður því Úkraínumenn hafa spilað heimaleiki sína víða vegna stríðsins við Rússa. Úrslitaleikur Úkraínu og Íslands í mars síðastliðnum, um sæti á EM, fór til að mynda fram í Wroclaw þar sem Úkraína vann torsóttan 2-1 sigur. Leikurinn við Úkraínu gæti ráðið úrslitum um möguleika Íslands á að komast á HM, en efsta lið riðilsins kemst beint á mótið og liðið í 2. sæti fer í umspil. Undankeppni HM 2026, spiluð haustið 2025: Föstudagur 5. sept: Ísland – Aserbaísjan Þriðjudagur 9. sept: Fra/Kró – Ísland Föstudagur 10. okt: Ísland – Úkraína Mánudagur 13. okt: Ísland – Fra/Kró Fimmtudagur 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland Sunnudagur 16. nóv: Úkraína – Ísland Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Dregið var í riðla fyrir undankeppnina í gær og endaði Ísland í fjögurra liða riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og svo sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu sem mætast í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í mars. Fyrsti leikur Íslands í keppninni, sem jafnframt kemur til með að verða fyrsti mótsleikur liðsins á nýju, blönduðu grasi eftir framkvæmdir á Laugardalsvelli sem nú standa yfir, verður við Aserbaísjan 5. september. Aserar eru fyrir fram lakasta liðið í riðlinum enda í 117. sæti heimslistans, neðar en til að mynda Kasakstan, Armenía og Kósovó, sem Ísland mætir í Þjóðadeildarumspili í mars. Eini leikur Íslands við Asera til þessa er vináttulandsleikur á Íslandi 2008, þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Úrslitaleikur við Úkraínu í lokin? Ísland sækir svo annað hvort Frakkland eða Króatíu heim í seinni leik sínum í september, áður en við taka tveir heimaleikir í október þar sem búast má við stjörnum úr úkraínska liðinu og annað hvort því franska eða króatíska. Undankeppninni lýkur svo með tveimur útileikjum í nóvember. Óljóst er hvar síðasti leikur íslenska liðsins, útileikurinn við Úkraínu, verður því Úkraínumenn hafa spilað heimaleiki sína víða vegna stríðsins við Rússa. Úrslitaleikur Úkraínu og Íslands í mars síðastliðnum, um sæti á EM, fór til að mynda fram í Wroclaw þar sem Úkraína vann torsóttan 2-1 sigur. Leikurinn við Úkraínu gæti ráðið úrslitum um möguleika Íslands á að komast á HM, en efsta lið riðilsins kemst beint á mótið og liðið í 2. sæti fer í umspil. Undankeppni HM 2026, spiluð haustið 2025: Föstudagur 5. sept: Ísland – Aserbaísjan Þriðjudagur 9. sept: Fra/Kró – Ísland Föstudagur 10. okt: Ísland – Úkraína Mánudagur 13. okt: Ísland – Fra/Kró Fimmtudagur 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland Sunnudagur 16. nóv: Úkraína – Ísland
Undankeppni HM 2026, spiluð haustið 2025: Föstudagur 5. sept: Ísland – Aserbaísjan Þriðjudagur 9. sept: Fra/Kró – Ísland Föstudagur 10. okt: Ísland – Úkraína Mánudagur 13. okt: Ísland – Fra/Kró Fimmtudagur 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland Sunnudagur 16. nóv: Úkraína – Ísland
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira