„Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 17:44 Sigurður Ingi mun að öllum líkindum taka sæti í stjórnarandstöðu. Hann gefur lítið fyrir ummæli formanns Samfylkingarinnar, sem nú leiðir stjórnarmyndunarviðræður. vísir/vilhelm „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur, því þetta lá fyrir við afgreiðslu fjárlaga,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra í samtali við fréttastofu. Þar bregst formaður Framsóknarflokksins við orðum Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar um að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari,“ sagði Kristrún í vikunni um gang stjórnarmyndunarviðræðna sem hún leiðir. „Það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða“ Vísar hún þar til fregna úr fjármálaráðuneytinu af því að afkomuhorfur ríkissjóðs, fyrir árin 2026-2029, væru lakari en síðustu birtu afkomuhorfur þar á undan. Sigurður Ingi vill meina að umræddar horfur hafi legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga í nóvember. „Þá vorum við fyrst og fremst að horfa á árið 2025,“ segir Sigurður Ingi. Hægt hafi verið að reikna horfurnar fram í tímann, „að öðru óbreyttu“. „En eitt er víst, að spáin um hagvöxt næstu ára verður örugglega rangur. Honum hefur verið vanspáð, ellefu ársfjórðunga í röð. Hins vegar er stóra myndin er sú að við erum að ná að lenda þessari mjúku lendingu hraðar en við höfðum væntingar til. Afleiðingin er síðan bara útreiknaðar stærðir og það er verkefni ríkisstjórnar á hverjum tíma að bregðast við,“ segir Sigurður Ingi. Ekkert komi á óvart í nýjustu hagspám. Skilaboðin séu þau að ríkisstjórnin hafi verið á réttri leið. „Tekjur næsta árs minnka um tuttugu milljarða vegna þess að spá um hagvöxt er lægri í ár. Verður hún rétt? Það á eftir að koma í ljós.“ Lykilatriði sé að vernda verðmætasköpun. „Það eru allar horfur á að það gangi vel áfram. Allar alþjóðastofnanir hafa margoft gefið okkur stimpilinn um að við séum á réttri leið.“ Sigurður Ingi hafnar sömuleiðis þeim orðrómi að hann sé á leiðinni út úr pólitík. Eina breytingin sem verði á hans högum á næstunni, fyrir utan það að taka líklega sæti í stjórnarandstöðu, er að hann mun mæta aftur á karlakórsæfingar. Hér að neðan er viðtalið við hann í heild sinni. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Sjá meira
Þar bregst formaður Framsóknarflokksins við orðum Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar um að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari,“ sagði Kristrún í vikunni um gang stjórnarmyndunarviðræðna sem hún leiðir. „Það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða“ Vísar hún þar til fregna úr fjármálaráðuneytinu af því að afkomuhorfur ríkissjóðs, fyrir árin 2026-2029, væru lakari en síðustu birtu afkomuhorfur þar á undan. Sigurður Ingi vill meina að umræddar horfur hafi legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga í nóvember. „Þá vorum við fyrst og fremst að horfa á árið 2025,“ segir Sigurður Ingi. Hægt hafi verið að reikna horfurnar fram í tímann, „að öðru óbreyttu“. „En eitt er víst, að spáin um hagvöxt næstu ára verður örugglega rangur. Honum hefur verið vanspáð, ellefu ársfjórðunga í röð. Hins vegar er stóra myndin er sú að við erum að ná að lenda þessari mjúku lendingu hraðar en við höfðum væntingar til. Afleiðingin er síðan bara útreiknaðar stærðir og það er verkefni ríkisstjórnar á hverjum tíma að bregðast við,“ segir Sigurður Ingi. Ekkert komi á óvart í nýjustu hagspám. Skilaboðin séu þau að ríkisstjórnin hafi verið á réttri leið. „Tekjur næsta árs minnka um tuttugu milljarða vegna þess að spá um hagvöxt er lægri í ár. Verður hún rétt? Það á eftir að koma í ljós.“ Lykilatriði sé að vernda verðmætasköpun. „Það eru allar horfur á að það gangi vel áfram. Allar alþjóðastofnanir hafa margoft gefið okkur stimpilinn um að við séum á réttri leið.“ Sigurður Ingi hafnar sömuleiðis þeim orðrómi að hann sé á leiðinni út úr pólitík. Eina breytingin sem verði á hans högum á næstunni, fyrir utan það að taka líklega sæti í stjórnarandstöðu, er að hann mun mæta aftur á karlakórsæfingar. Hér að neðan er viðtalið við hann í heild sinni.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Sjá meira
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent