Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar 13. desember 2024 16:00 Það er desember. Úr útvarpinu hljóma jólalög sem létta svo sannarlega lundina í umferðinni á leiðinni heim. Reyndar eru rauðu bremsuljósin alveg svolítið jólaleg ef litið er á þau með Pollíönnuaugunum. Eða eins og Oddur vinur minn orðaði það einhvern tímann: Nú ljóma afturljósin skær. Fæstir gætu hugsað sér jól án jólatónlistarinnar. Hátíð ljóss og friðar hefur verið innblástur fyrir öll helstu tónskáld heimsins frá upphafi alda og í öllum tónlistarstefnum. Þúsundir Íslendinga sækja jólatónleika í desember, og álíka fjöldi kemur fram á slíkum. Fyrir kórsöngvara er þetta nefnilega uppskerumánuður. Mánuðurinn þar sem æfingar síðustu mánaða bera árangur og við fáum að deila því sem tónlistin gefur okkur; gleðinni, þakklætinu og hjartahlýjunni. Kórastarfið á Íslandi er blómlegt. Hér starfa hundruð kóra og hátt í 150.000 landsmanna hafa sungið í þessum kórum. Það er því greinilegt að kórtónlist á sér stóran sess í hjörtum okkar allra. Um helgina er uppskeruhátíð í Langholtskirkju. Í 46. sinn höldum við Jólasöngva Langholtskirkju, þar sem hátt í 100 kórsöngvarar, úr þremur kórum og á öllum aldri koma saman ásamt hljómsveit og áður nefndum Oddi sem syngur einsöng, og flytja bæði gamla og hefðbundna, en líka nýja og spennandi jólatónlist, allt frá fornkirkjulegum sálmum til Baggalúts! Nú er tíminn til að skapa ógleymanlegar minningar og fylla hjartað af jólagleði. Kórar landsins bjóða ykkur velkomin til að njóta með okkur og upplifa rólegar en einstakar stundir í annríki desembermánaðar. Sjáumst á kórtónleikum! Höfundur er kennari og kórsöngvari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er desember. Úr útvarpinu hljóma jólalög sem létta svo sannarlega lundina í umferðinni á leiðinni heim. Reyndar eru rauðu bremsuljósin alveg svolítið jólaleg ef litið er á þau með Pollíönnuaugunum. Eða eins og Oddur vinur minn orðaði það einhvern tímann: Nú ljóma afturljósin skær. Fæstir gætu hugsað sér jól án jólatónlistarinnar. Hátíð ljóss og friðar hefur verið innblástur fyrir öll helstu tónskáld heimsins frá upphafi alda og í öllum tónlistarstefnum. Þúsundir Íslendinga sækja jólatónleika í desember, og álíka fjöldi kemur fram á slíkum. Fyrir kórsöngvara er þetta nefnilega uppskerumánuður. Mánuðurinn þar sem æfingar síðustu mánaða bera árangur og við fáum að deila því sem tónlistin gefur okkur; gleðinni, þakklætinu og hjartahlýjunni. Kórastarfið á Íslandi er blómlegt. Hér starfa hundruð kóra og hátt í 150.000 landsmanna hafa sungið í þessum kórum. Það er því greinilegt að kórtónlist á sér stóran sess í hjörtum okkar allra. Um helgina er uppskeruhátíð í Langholtskirkju. Í 46. sinn höldum við Jólasöngva Langholtskirkju, þar sem hátt í 100 kórsöngvarar, úr þremur kórum og á öllum aldri koma saman ásamt hljómsveit og áður nefndum Oddi sem syngur einsöng, og flytja bæði gamla og hefðbundna, en líka nýja og spennandi jólatónlist, allt frá fornkirkjulegum sálmum til Baggalúts! Nú er tíminn til að skapa ógleymanlegar minningar og fylla hjartað af jólagleði. Kórar landsins bjóða ykkur velkomin til að njóta með okkur og upplifa rólegar en einstakar stundir í annríki desembermánaðar. Sjáumst á kórtónleikum! Höfundur er kennari og kórsöngvari.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun