Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2024 07:33 Í kosningabaráttu er allt stjórnmálafólk sammála um mikilvægi æðri menntunar til að tryggja bjarta framtíð lýðræðissamfélagsins Íslands. Þrátt fyrir það berjast íslenskir stúdentar í bökkum við að mennta sig og eru við það að sligast undan leiguverði, jafnvægi á milli vinnu og skóla og ósveigjanlegu, markaðsvæddu námslánakerfi. Spurningin er ekki lengur hvort menntun sé leið að betri framtíð – heldur hvort ungt fólk hafi efni á að feta þann veg og hvort það verði þess virði. Við hljótum öll að geta sammælst um það að núverandi staða háskólamála sé áhyggjuefni, og að það sé lykilatriði að næsta ríkisstjórn setji málefni stúdenta í algjöran forgang. Kynslóðabilið og vegasalt stúdenta Í nýlegri greiningu hagfræðings stéttarfélagsins Visku á kaupmætti ungs fólks kemur fram að síðustu ár hefur ójöfnuður milli kynslóða aukist tvöfalt hraðar á Íslandi í samanburði við Norðurlöndin, og kaupmáttur ungs fólks hefur sveiflast fimm sinnum meira á öldinni en í nágrannalöndum okkar. Það segir okkur að ungt fólk á Íslandi býr við annan raunveruleika en jafnaldrar á Norðurlöndunum, og staða þess flækist enn frekar við að skrá sig í háskólanám, sérstaklega fyrir ungt fólk sem flytur til höfuðborgarsvæðisins til að stunda nám, leigir á almennum leigumarkaði og verður oft að vinna mikið með námi til að ná endum saman. Samkvæmt nýjustu tölum Eurostudent hefur atvinnuþátttaka íslenskra stúdenta aukist á milli ára – Íslendingar eiga Evrópumet í atvinnuþátttöku þar sem 76% íslenskra stúdenta vinna samhliða námi. Afleiðingar þess að vinna mikið með námi geta verið margar, til að mynda þær að stúdentar á Íslandi eru lengur að klára nám sitt og vinnan hefur óhjákvæmilega áhrif á námsframmistöðu. Nám er vinna, og þó það sé eðlilegt að hluti stúdenta kjósi að vinna samhliða námi er kominn tími til að spyrja sig að því hvort íslenskir háskólanemar ættu, ár eftir ár, að þurfa að vinna mest allra í Evrópu til þess að hafa efni á því að mennta sig. Menntasjóður námsmanna: félagslegur jöfnunarsjóður? Með nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna, sem tóku gildi árið 2020, átti að umbylta námslánakerfinu á Íslandi og færa það nær norska styrkjakerfinu. Styrkur ríkisins til stúdenta átti að felast í 30% niðurfellingu af láni í lok náms, að því gefnu að stúdentar kláruðu nám sitt á tilskildum tíma – og þannig hvetja brautskráða námsmenn til að fara fyrr af fullum krafti inn á vinnumarkaðinn. Samhliða 30% niðurfellingu námslána urðu vextir nýju lánanna hins vegar breytilegir og háðir sveiflukenndum aðstæðum á fjármálamarkaði, og greiðendum gert að bera áhættu af væntum afföllum sjóðsins (í fyrsta sinn í 70 ára sögu fjárhagslegs stuðnings ríkisins við stúdenta). Nú þegar komin er reynsla á nýja námslánakerfið er ljóst að lögin hafa alls ekki þjónað markmiðum sínum, en eins og LÍS og BHM gerðu grein fyrir í umsögn sinni fyrr á árinu hefur 30% niðurfellingin ekki hvatt til hraðari námsframvindu; þvert á móti eru vísbendingar um að námslánakerfið hafi nú fælingarmátt þar sem færri taka námslán og niðurstöður lífskjararannsóknar BHM sýna að helsta ástæðan að baki fækkunar lántaka er óttinn við óviðráðanlega skuldsetningu – og því ekki ólíklegt að gallað námslánakerfi spili inn í vaxandi atvinnuþátttöku stúdenta. Byrðar að námi loknu Útreikningar BHM og LÍS sýna að greiðslubyrði í nýja námslánakerfinu er 62% hærri yfir ævina en í því gamla fyrir þá lántaka sem fá ekki 30% niðurfellingu, og því er varhugavert að halda því fram að breytingar á námslánakerfinu hafi verið skref í rétta átt – raunar er hægt að færa rök fyrir því að óvissan um greiðslubyrði og vaxtakjör sé breyting til hins verra og að námsstyrkurinn nái ekki til þeirra sem þurfa mest á honum að halda; þeirra sem eru lengur að klára nám sitt vegna félagslegra og/eða efnahagslegra aðstæðna. Gömlu LÍN-lánin eru líka að sliga fólk, en eins og BHM hefur gert grein fyrir hafa háskólamenntaðir einstaklingar sem tóku lán í LÍN-kerfinu setið eftir í kjölfar hrunsins. Þau lán voru ekki leiðrétt og fjöldi fólks sér því fram á að borga heil mánaðarlaun í afborganir námslána til dauðadags nema ný ríkisstjórn svari ákalli háskólamenntaðra og leiðrétti lánin. Staða stúdenta sem þiggja námslán verður eins eða verri nema stjórnvöld stígi skrefið að fullu og komi á raunverulegu námsstyrkjakerfi. Það er lykilatriði að nýr stjórnarsáttmáli leggi ríka áherslu á fjárfestingu í menntun, innleiði markvissar aðgerðir til að standa vörð um grunnstoð lýðræðissamfélags og bregðist við alvarlegri stöðu stúdenta sem bera framtíð þjóðarinnar á herðum sér. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Námslán Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttu er allt stjórnmálafólk sammála um mikilvægi æðri menntunar til að tryggja bjarta framtíð lýðræðissamfélagsins Íslands. Þrátt fyrir það berjast íslenskir stúdentar í bökkum við að mennta sig og eru við það að sligast undan leiguverði, jafnvægi á milli vinnu og skóla og ósveigjanlegu, markaðsvæddu námslánakerfi. Spurningin er ekki lengur hvort menntun sé leið að betri framtíð – heldur hvort ungt fólk hafi efni á að feta þann veg og hvort það verði þess virði. Við hljótum öll að geta sammælst um það að núverandi staða háskólamála sé áhyggjuefni, og að það sé lykilatriði að næsta ríkisstjórn setji málefni stúdenta í algjöran forgang. Kynslóðabilið og vegasalt stúdenta Í nýlegri greiningu hagfræðings stéttarfélagsins Visku á kaupmætti ungs fólks kemur fram að síðustu ár hefur ójöfnuður milli kynslóða aukist tvöfalt hraðar á Íslandi í samanburði við Norðurlöndin, og kaupmáttur ungs fólks hefur sveiflast fimm sinnum meira á öldinni en í nágrannalöndum okkar. Það segir okkur að ungt fólk á Íslandi býr við annan raunveruleika en jafnaldrar á Norðurlöndunum, og staða þess flækist enn frekar við að skrá sig í háskólanám, sérstaklega fyrir ungt fólk sem flytur til höfuðborgarsvæðisins til að stunda nám, leigir á almennum leigumarkaði og verður oft að vinna mikið með námi til að ná endum saman. Samkvæmt nýjustu tölum Eurostudent hefur atvinnuþátttaka íslenskra stúdenta aukist á milli ára – Íslendingar eiga Evrópumet í atvinnuþátttöku þar sem 76% íslenskra stúdenta vinna samhliða námi. Afleiðingar þess að vinna mikið með námi geta verið margar, til að mynda þær að stúdentar á Íslandi eru lengur að klára nám sitt og vinnan hefur óhjákvæmilega áhrif á námsframmistöðu. Nám er vinna, og þó það sé eðlilegt að hluti stúdenta kjósi að vinna samhliða námi er kominn tími til að spyrja sig að því hvort íslenskir háskólanemar ættu, ár eftir ár, að þurfa að vinna mest allra í Evrópu til þess að hafa efni á því að mennta sig. Menntasjóður námsmanna: félagslegur jöfnunarsjóður? Með nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna, sem tóku gildi árið 2020, átti að umbylta námslánakerfinu á Íslandi og færa það nær norska styrkjakerfinu. Styrkur ríkisins til stúdenta átti að felast í 30% niðurfellingu af láni í lok náms, að því gefnu að stúdentar kláruðu nám sitt á tilskildum tíma – og þannig hvetja brautskráða námsmenn til að fara fyrr af fullum krafti inn á vinnumarkaðinn. Samhliða 30% niðurfellingu námslána urðu vextir nýju lánanna hins vegar breytilegir og háðir sveiflukenndum aðstæðum á fjármálamarkaði, og greiðendum gert að bera áhættu af væntum afföllum sjóðsins (í fyrsta sinn í 70 ára sögu fjárhagslegs stuðnings ríkisins við stúdenta). Nú þegar komin er reynsla á nýja námslánakerfið er ljóst að lögin hafa alls ekki þjónað markmiðum sínum, en eins og LÍS og BHM gerðu grein fyrir í umsögn sinni fyrr á árinu hefur 30% niðurfellingin ekki hvatt til hraðari námsframvindu; þvert á móti eru vísbendingar um að námslánakerfið hafi nú fælingarmátt þar sem færri taka námslán og niðurstöður lífskjararannsóknar BHM sýna að helsta ástæðan að baki fækkunar lántaka er óttinn við óviðráðanlega skuldsetningu – og því ekki ólíklegt að gallað námslánakerfi spili inn í vaxandi atvinnuþátttöku stúdenta. Byrðar að námi loknu Útreikningar BHM og LÍS sýna að greiðslubyrði í nýja námslánakerfinu er 62% hærri yfir ævina en í því gamla fyrir þá lántaka sem fá ekki 30% niðurfellingu, og því er varhugavert að halda því fram að breytingar á námslánakerfinu hafi verið skref í rétta átt – raunar er hægt að færa rök fyrir því að óvissan um greiðslubyrði og vaxtakjör sé breyting til hins verra og að námsstyrkurinn nái ekki til þeirra sem þurfa mest á honum að halda; þeirra sem eru lengur að klára nám sitt vegna félagslegra og/eða efnahagslegra aðstæðna. Gömlu LÍN-lánin eru líka að sliga fólk, en eins og BHM hefur gert grein fyrir hafa háskólamenntaðir einstaklingar sem tóku lán í LÍN-kerfinu setið eftir í kjölfar hrunsins. Þau lán voru ekki leiðrétt og fjöldi fólks sér því fram á að borga heil mánaðarlaun í afborganir námslána til dauðadags nema ný ríkisstjórn svari ákalli háskólamenntaðra og leiðrétti lánin. Staða stúdenta sem þiggja námslán verður eins eða verri nema stjórnvöld stígi skrefið að fullu og komi á raunverulegu námsstyrkjakerfi. Það er lykilatriði að nýr stjórnarsáttmáli leggi ríka áherslu á fjárfestingu í menntun, innleiði markvissar aðgerðir til að standa vörð um grunnstoð lýðræðissamfélags og bregðist við alvarlegri stöðu stúdenta sem bera framtíð þjóðarinnar á herðum sér. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun