Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Hjörvar Ólafsson skrifar 12. desember 2024 14:56 Danijel Dejan Djuric með flott tilþrif í leiknum í dag. Vísir/Anton Brink Djurgården fór með 2-1 sigur af hólmi þegar liðið sótti Víking heim á Kópavogsvöll í fimmtu og næstsíðustu umferð deildarkeppinnnar í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla í dag. Eftir vel spilaðan fyrri hálfleik hjá Víkingi voru leikmenn Djurgården sterkari aðilinn í þeim seinni og innbyrtu að endingu sanngjarnan sigur. Það mun þar af leiðandi ráðast í lokaumferð deildarkeppninnar hvort Víkingur nær að tryggja sér farseðil í útsláttarkeppni deildarinnar. Danijel Dejan Djuric fékk fyrsta opna færi Víkings í fyrri hálfleik en hann henti þá í hjólhestaspyrnu en hitti boltann illa og boltinn fór framhjá. Skömmu síðar rataði fyrirgjöf Djuric á enninu á Aroni Elís sem náði ekki að hitta rammann með skalla sínum. Erlingur fékk gott færi til þess að koma Víkingi yfir. Vísir/Anton Brink Erlingur Agnarsson var svo nálægt því að brjóta ísinn fyrir Víking undir lok fyrri hálfleiks. Gísli Gotti Þórðarson setti Erling þá í gegn eftir gott spil Víkings sem byrjaði hjá Ingvari Jónssyni við mark heimamanna. Skot Erlings í afbragðs færi fór þó í hliðarnetið. Staðan markalaus eftir skemmtilegan og vel spilaðan fyrri hálfleik. Leikmenn Djurgården hófu svo seinni hálfleikinn af miklum krafti og það var Keita Kosugi sem kom gestunum frá Svíþjóð yfir eftir rúmlega klukkutíma leik. Tvisvar hafði tréverkið bjargað Víkingum áður en vinstri bakvörðurinn náði forystunni fyrir Djurgården. Gustav Wikheim tvöfaldaði svo forskot Djurgården stuttu seinna. Valdimar Þór við lunkinn við að finna sér svæði og valda usla. Vísir/Anton Brink Víkingar voru aftur á móti ekki af baki dottnir og Ari Sigurpálsson minnkaði muninn í 2-1 þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Valdimar Þór Ingimundarson setti Ara, sem var tiltölulega nýkominn inná sem varamaður, í gegn og kantmaðurinn knái kláraði færið með hnitmiðuðu skoti. Ari Sigurpálsson setur boltann framhjá markverði Djurgården. Vísir/Anton Brink Hagur Víkings vænkaðist síðan skömmu síðar þegar Miro Tenho, miðvörður Djurgården, fékk að líta sitt annað gula spjald með tveggja mínútna millibili og þar með rautt. Víkingar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og jafna metin. Niðurstaðan svekkjandi tap Víkingsliðsins. Til þess að bæta gráu ofan á svart haltraði Aron Elís út af undir lok leiksins. Aron Elís hélt utan um lærið á sér og hæpið að hann verði með í lokaumferð deildarkeppninnar. Aron Elís varð fyrir meiðslum í leiknum og tvísýnt um þátttöku hans í leik Víkings í Linz í næstu viku. Vísir/Anton Brink Þessi úrslit þýða að Víkingur situr í 15. sæti deildarinnar með sjö stig en liðin sem hafna í 9. – 24. sæti munu fara í umspil um sæti í 16 liða úrslitum keppninnar. Víkingur mætir LASK í Linz í Austurríki í lokaumferð deildarkeppninnar eftir slétta viku og það ræðst þar hvort Evrópuævintýri Víkginsliðsins heldur áfram í febrúar eður ei. Valdimar Þór við iðinn við að finna sér svæði og valda usla. Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Niko Hansen hefði getað tryggt Víkingi dýrmætt stig á lokaandartökum leiksins en skalli hans í góðu færi fór yfir mark sænska liðsins. Stjörnur og skúrkar Ingvar Jónsson kom Víkingum nokkrum sinnum til bjargar með bæði góðum úthlaupum og meistaralegum vörslum sínum. Gísli Gottskálk stjórnaði umferðinni inni á miðsvæðinu og Aron Elís var öflugur þar einnig. Valdimar Þór var svo iðinn við að búa til hættulegar stöður fyrir sig og samherja sína. Ari átti svo góða innkomu af varamannabekknum. Gísli Gottskálk Þórðarson átti góðan leik. Vísir/Anton Brink Dómarar leiksins Bosníski dómarinn Luka Bilbija og teymið í kringum hann hafði góð tök á þessum leik og engin atvik sem orkuðu tvímælis. Af þeim sökum fá þeir átta í einkunn fyrir frammistöðu sína í þessum leik. Stemming og umgjörð Það var góð stemming á Kópavogsvelli og jólaandinn sveif yfir vötnum. Blessunarlega mætti fjölskylduvænn armur stuðningsmanna Djurgården í þessa heimsókn til Íslands og vinalegri andi en oft áður þegar Svíarnir mæta á leiki síns liðs. Byrjunarlið Víkings í slagnum við sænska liðið. Vísir/Anton Brink Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík
Djurgården fór með 2-1 sigur af hólmi þegar liðið sótti Víking heim á Kópavogsvöll í fimmtu og næstsíðustu umferð deildarkeppinnnar í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla í dag. Eftir vel spilaðan fyrri hálfleik hjá Víkingi voru leikmenn Djurgården sterkari aðilinn í þeim seinni og innbyrtu að endingu sanngjarnan sigur. Það mun þar af leiðandi ráðast í lokaumferð deildarkeppninnar hvort Víkingur nær að tryggja sér farseðil í útsláttarkeppni deildarinnar. Danijel Dejan Djuric fékk fyrsta opna færi Víkings í fyrri hálfleik en hann henti þá í hjólhestaspyrnu en hitti boltann illa og boltinn fór framhjá. Skömmu síðar rataði fyrirgjöf Djuric á enninu á Aroni Elís sem náði ekki að hitta rammann með skalla sínum. Erlingur fékk gott færi til þess að koma Víkingi yfir. Vísir/Anton Brink Erlingur Agnarsson var svo nálægt því að brjóta ísinn fyrir Víking undir lok fyrri hálfleiks. Gísli Gotti Þórðarson setti Erling þá í gegn eftir gott spil Víkings sem byrjaði hjá Ingvari Jónssyni við mark heimamanna. Skot Erlings í afbragðs færi fór þó í hliðarnetið. Staðan markalaus eftir skemmtilegan og vel spilaðan fyrri hálfleik. Leikmenn Djurgården hófu svo seinni hálfleikinn af miklum krafti og það var Keita Kosugi sem kom gestunum frá Svíþjóð yfir eftir rúmlega klukkutíma leik. Tvisvar hafði tréverkið bjargað Víkingum áður en vinstri bakvörðurinn náði forystunni fyrir Djurgården. Gustav Wikheim tvöfaldaði svo forskot Djurgården stuttu seinna. Valdimar Þór við lunkinn við að finna sér svæði og valda usla. Vísir/Anton Brink Víkingar voru aftur á móti ekki af baki dottnir og Ari Sigurpálsson minnkaði muninn í 2-1 þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Valdimar Þór Ingimundarson setti Ara, sem var tiltölulega nýkominn inná sem varamaður, í gegn og kantmaðurinn knái kláraði færið með hnitmiðuðu skoti. Ari Sigurpálsson setur boltann framhjá markverði Djurgården. Vísir/Anton Brink Hagur Víkings vænkaðist síðan skömmu síðar þegar Miro Tenho, miðvörður Djurgården, fékk að líta sitt annað gula spjald með tveggja mínútna millibili og þar með rautt. Víkingar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og jafna metin. Niðurstaðan svekkjandi tap Víkingsliðsins. Til þess að bæta gráu ofan á svart haltraði Aron Elís út af undir lok leiksins. Aron Elís hélt utan um lærið á sér og hæpið að hann verði með í lokaumferð deildarkeppninnar. Aron Elís varð fyrir meiðslum í leiknum og tvísýnt um þátttöku hans í leik Víkings í Linz í næstu viku. Vísir/Anton Brink Þessi úrslit þýða að Víkingur situr í 15. sæti deildarinnar með sjö stig en liðin sem hafna í 9. – 24. sæti munu fara í umspil um sæti í 16 liða úrslitum keppninnar. Víkingur mætir LASK í Linz í Austurríki í lokaumferð deildarkeppninnar eftir slétta viku og það ræðst þar hvort Evrópuævintýri Víkginsliðsins heldur áfram í febrúar eður ei. Valdimar Þór við iðinn við að finna sér svæði og valda usla. Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Niko Hansen hefði getað tryggt Víkingi dýrmætt stig á lokaandartökum leiksins en skalli hans í góðu færi fór yfir mark sænska liðsins. Stjörnur og skúrkar Ingvar Jónsson kom Víkingum nokkrum sinnum til bjargar með bæði góðum úthlaupum og meistaralegum vörslum sínum. Gísli Gottskálk stjórnaði umferðinni inni á miðsvæðinu og Aron Elís var öflugur þar einnig. Valdimar Þór var svo iðinn við að búa til hættulegar stöður fyrir sig og samherja sína. Ari átti svo góða innkomu af varamannabekknum. Gísli Gottskálk Þórðarson átti góðan leik. Vísir/Anton Brink Dómarar leiksins Bosníski dómarinn Luka Bilbija og teymið í kringum hann hafði góð tök á þessum leik og engin atvik sem orkuðu tvímælis. Af þeim sökum fá þeir átta í einkunn fyrir frammistöðu sína í þessum leik. Stemming og umgjörð Það var góð stemming á Kópavogsvelli og jólaandinn sveif yfir vötnum. Blessunarlega mætti fjölskylduvænn armur stuðningsmanna Djurgården í þessa heimsókn til Íslands og vinalegri andi en oft áður þegar Svíarnir mæta á leiki síns liðs. Byrjunarlið Víkings í slagnum við sænska liðið. Vísir/Anton Brink
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti