Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Valur Páll Eiríksson skrifar 11. desember 2024 11:50 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson segir leit KSÍ að nýjum landsliðsþjálfara karla í fótbolta miða vel. Enn hafi engir fundir átt sér stað með mögulegum arftaka Åge Hareide en óformleg samtöl hafi átt sér stað. Hann lofar ekki nýjum þjálfara fyrir jól. „Þetta gengur ljómandi fínt bara. Menn hafa unnið í okkar málum og skoðað stöðuna. Eins og gengur þá koma upp nöfn, menn sækja um. Það hafa þónokkrir sótt um og mörg áhugaverð nöfn komið upp,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. „Við höfum ákveðið það að gefa okkur tíma en viljum samt vinna þetta eins hratt og við getum. Við höfum sett okkur í samband við hina og þessa og reynt að ræða málin. Þetta gengur fínt, þetta er mjög áhugavert allavega,“ bætir hann við. Þó þessar viðræður og púlsmælingar hafi átt sér stað varðandi áhuga ákveðinna aðila hafa stjórnendur KSÍ enn ekki fundað með neinum aðilanna. Þorvaldur vill lítið gefa uppi um nöfn þeirra sem koma til greina. „Við erum ekki búnir að funda með neinum en höfum heyra í fullt af fólki og tekið púlsinn. Ég ætla ekkert að fara í hverja eða hvernig. Við höfum bara verið að skoða okkar mál,“ segir Þorvaldur. Gera megi ráð fyrir að einhverjir aðilanna sem sótt hafa um hjá KSÍ hafi einnig komið nafni sínu á framfæri við knattspyrnusambönd Færeyja og Finnlands. „Við erum heldur ekki eina sambandið, Finnland er líka að leita að landsliðsþjálfara og Færeyingar líka. Svo það eru miklar breytingar í Skandinavíu.“ Þorvaldur segir fjölda umsókna hafa borist á borð KSÍ en gefur lítið uppi um nákvæman fjölda. „Það hafa komið nokkuð margar umsóknir en ég ætla svo sem ekki að nefna neinar tölur um það, en það eru mörg áhugaverð nöfn. Við stefnum á að ræða við fleiri en einn aðila til að sjá hvaða möguleikar eru fyrir hendi og hvað hentar okkur,“ segir Þorvaldur. KSÍ sé hægt og rólega að sigta í gegnum nöfnin og stytta lista mögulegra þjálfara. Enginn tímarammi er kominn á hvenær fundarhöld með líklegum aðilum eigi sér stað. „Það er ekki kominn tímarammi á það. En við reynum að vinna þetta eins hratt og mögulegt er. Því fyrr því betra fyrir þann aðila að fara að einbeita sér að því verkefni sem sá aðili tekur við. Fyrsti leikur er strax í mars og á föstudaginn er dregið í undankeppni HM svo það er margt til að horfa fram á veginn. Þetta eru áhugaverðir tímar og aðilinn þarf að vel inn í starfið í dag,“ segir Þorvaldur. Verður KSÍ búið að ráða þjálfara fyrir jól? „Ég nú ekki að lofa neinni jólagjöf í því eins og er. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt já. Það væri frábær jólagjöf,“ segir Þorvaldur að endingu. Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. 1. desember 2024 10:03 Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
„Þetta gengur ljómandi fínt bara. Menn hafa unnið í okkar málum og skoðað stöðuna. Eins og gengur þá koma upp nöfn, menn sækja um. Það hafa þónokkrir sótt um og mörg áhugaverð nöfn komið upp,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. „Við höfum ákveðið það að gefa okkur tíma en viljum samt vinna þetta eins hratt og við getum. Við höfum sett okkur í samband við hina og þessa og reynt að ræða málin. Þetta gengur fínt, þetta er mjög áhugavert allavega,“ bætir hann við. Þó þessar viðræður og púlsmælingar hafi átt sér stað varðandi áhuga ákveðinna aðila hafa stjórnendur KSÍ enn ekki fundað með neinum aðilanna. Þorvaldur vill lítið gefa uppi um nöfn þeirra sem koma til greina. „Við erum ekki búnir að funda með neinum en höfum heyra í fullt af fólki og tekið púlsinn. Ég ætla ekkert að fara í hverja eða hvernig. Við höfum bara verið að skoða okkar mál,“ segir Þorvaldur. Gera megi ráð fyrir að einhverjir aðilanna sem sótt hafa um hjá KSÍ hafi einnig komið nafni sínu á framfæri við knattspyrnusambönd Færeyja og Finnlands. „Við erum heldur ekki eina sambandið, Finnland er líka að leita að landsliðsþjálfara og Færeyingar líka. Svo það eru miklar breytingar í Skandinavíu.“ Þorvaldur segir fjölda umsókna hafa borist á borð KSÍ en gefur lítið uppi um nákvæman fjölda. „Það hafa komið nokkuð margar umsóknir en ég ætla svo sem ekki að nefna neinar tölur um það, en það eru mörg áhugaverð nöfn. Við stefnum á að ræða við fleiri en einn aðila til að sjá hvaða möguleikar eru fyrir hendi og hvað hentar okkur,“ segir Þorvaldur. KSÍ sé hægt og rólega að sigta í gegnum nöfnin og stytta lista mögulegra þjálfara. Enginn tímarammi er kominn á hvenær fundarhöld með líklegum aðilum eigi sér stað. „Það er ekki kominn tímarammi á það. En við reynum að vinna þetta eins hratt og mögulegt er. Því fyrr því betra fyrir þann aðila að fara að einbeita sér að því verkefni sem sá aðili tekur við. Fyrsti leikur er strax í mars og á föstudaginn er dregið í undankeppni HM svo það er margt til að horfa fram á veginn. Þetta eru áhugaverðir tímar og aðilinn þarf að vel inn í starfið í dag,“ segir Þorvaldur. Verður KSÍ búið að ráða þjálfara fyrir jól? „Ég nú ekki að lofa neinni jólagjöf í því eins og er. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt já. Það væri frábær jólagjöf,“ segir Þorvaldur að endingu.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. 1. desember 2024 10:03 Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. 1. desember 2024 10:03
Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti