Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2024 15:38 Dómur yfir manningum, sem nálgaðist fórnarlömb sín helst í gegnum samfélagsmiðilinn TikTok, var staðfestur í Eystri-Landsrétti, áfrýjunardómstól í Danmörku í dag. EPA/samsett Hinn 32 ára gamli Theodor Lund, áður Mikkel Bentsen, sem betur er þekktur sem TikTok-maðurinn var í dag sakfelldur í Eystri-Landsrétti í Danmörku fyrir margvísleg ofbeldisbrot gegn fjölda kvenna á tíu ára tímabili. Landsréttur staðfesti þannig fyrri dóm yfir manninum sem féll í Bæjarrétti Kaupmannahafnar í fyrra. Dómurinn felur í sér ótímabundið gæsluvarðhald (danska: forvaring), úrræði sem dómstólar beita gegn sakborningum sem þykja sérstaklega hættulegir. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til fjölda brota, hversu gróf þau voru, tímabilið sem þau voru framin og mats réttarlækna. Theoder Lund var þannig fundinn sekur fyrir að hafa margsinnis brotið gróflega gegn nokkrum konum og ungum stúlkum, nauðgað þeim og beitt þær líkamsárásum og öðru ofbeldi. Alls er hann sakfelldur fyrir fimm nauðganir, tvær nauðganir gegn ólögráða og eina tilraun til nauðgunar. Hann var einnig fundinn sekur um sérstaklega alvarlega nauðgun og grófa líkamsárás gegn ungmenni. Þar að auki var hann sakfelldur á grundvelli tveggja ákæra fyrir samræði við ólögráða barn. Bauð blaðamanni í dómsal í heimsókn Nokkrir brotaþola mannsins voru viðstaddir við dómsuppkvaðningu í Landsrétti í dag ásamt fjölskyldumeðlimum og öðrum sem tengjast málinu. Þegar ákvörðun dómstólsins lá fyrir brustu nokkrar þeirra í grát og féllust í faðma að því er fram kemur í umfjöllun TV2 um málið en blaðamaður þeirra var viðstaddur réttarhöldin. Einhverjir höfðu tekið með sér kampavínsflöskur og fána til að geta fagnað því ef dómurinn yrði staðfestur sem og varð raunin. Fjölmiðlakonan Janni Pedersen hjá TV 2 var ein þeirra blaðamanna sem fylgdist með en Theodor Lund setti sig í samband við hana þegar stutt hlé var gert á réttarhöldum. Hann kvaðst vilja bjóða henni í heimsókn því hann vildi fá að „segja sína hlið málsins,“ líkt og það var orðað. Það sama mun hann hafa boðið öðrum blaðamönnum. Honum hafði þó gefist færi á að skýra mál sitt fyrir rétti sem hann þáði ekki. „Nei takk,“ var svarið þegar honum bauðst að segja lokaorðin í réttarsal að því er B.T. greinir frá. Nálgaðist fórnarlömbin á samfélagsmiðlum Mikkel Bentsen var handtekinn árið 2021 í Kaupmannahöfn en þá höfðu yfir 50 konur og stúlkur tilkynnt hann til lögreglunnar fyrir gróft ofbeldi, kynferðisofbeldi, hótanir og þvinganir. Brotaþolarnir höfðu margar sameinast í Facebook-hóp sem kenndur var við „Þolendur Mikkels“ en það var móðir einnar stúlkunnar sem stofnaði hópinn eftir að hann hafði haft samband við dóttur hennar í gegnum TikTok. Nokkrar kvennanna hafa einnig stigið fram og lýst reynslu sinni í heimildarmynd um málið. Mikkel Bentsen, sem síðar skipti um nafn, hlaut viðurnefnið TikTok-maðurinn þar sem hann setti sig í samband við fórnarlömb sín í gegnum samfélagsmiðla, einkum TikTok en einnig á Instagram og Snapchat, og gaf sig stundum út fyrir að starfa hjá umboðsskrifstofu fyrir fyrirsætur og væri í leit að fyrirsætum. Á þeim forsendum lokkaði hann stúlkurnar til að senda sér myndir sem hann síðar nýtti sér til að beita þær kúgunum til að ná sínu fram. Árið 2022 hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm í Bæjarrétti Helsingør og síðan hefur hann hlotið dóm í Kaupmannahöfn sem nú var staðfestur í Landsrétti. Í réttarhöldum yfir manninum hefur komið fram að það sé mat sérfræðinga og réttargeðlækna að hann sé sérlega hættulegur öðrum. Sömuleiðis er hann greindur með andfélagslegar raskanir og narsissisma. Danmörk Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til fjölda brota, hversu gróf þau voru, tímabilið sem þau voru framin og mats réttarlækna. Theoder Lund var þannig fundinn sekur fyrir að hafa margsinnis brotið gróflega gegn nokkrum konum og ungum stúlkum, nauðgað þeim og beitt þær líkamsárásum og öðru ofbeldi. Alls er hann sakfelldur fyrir fimm nauðganir, tvær nauðganir gegn ólögráða og eina tilraun til nauðgunar. Hann var einnig fundinn sekur um sérstaklega alvarlega nauðgun og grófa líkamsárás gegn ungmenni. Þar að auki var hann sakfelldur á grundvelli tveggja ákæra fyrir samræði við ólögráða barn. Bauð blaðamanni í dómsal í heimsókn Nokkrir brotaþola mannsins voru viðstaddir við dómsuppkvaðningu í Landsrétti í dag ásamt fjölskyldumeðlimum og öðrum sem tengjast málinu. Þegar ákvörðun dómstólsins lá fyrir brustu nokkrar þeirra í grát og féllust í faðma að því er fram kemur í umfjöllun TV2 um málið en blaðamaður þeirra var viðstaddur réttarhöldin. Einhverjir höfðu tekið með sér kampavínsflöskur og fána til að geta fagnað því ef dómurinn yrði staðfestur sem og varð raunin. Fjölmiðlakonan Janni Pedersen hjá TV 2 var ein þeirra blaðamanna sem fylgdist með en Theodor Lund setti sig í samband við hana þegar stutt hlé var gert á réttarhöldum. Hann kvaðst vilja bjóða henni í heimsókn því hann vildi fá að „segja sína hlið málsins,“ líkt og það var orðað. Það sama mun hann hafa boðið öðrum blaðamönnum. Honum hafði þó gefist færi á að skýra mál sitt fyrir rétti sem hann þáði ekki. „Nei takk,“ var svarið þegar honum bauðst að segja lokaorðin í réttarsal að því er B.T. greinir frá. Nálgaðist fórnarlömbin á samfélagsmiðlum Mikkel Bentsen var handtekinn árið 2021 í Kaupmannahöfn en þá höfðu yfir 50 konur og stúlkur tilkynnt hann til lögreglunnar fyrir gróft ofbeldi, kynferðisofbeldi, hótanir og þvinganir. Brotaþolarnir höfðu margar sameinast í Facebook-hóp sem kenndur var við „Þolendur Mikkels“ en það var móðir einnar stúlkunnar sem stofnaði hópinn eftir að hann hafði haft samband við dóttur hennar í gegnum TikTok. Nokkrar kvennanna hafa einnig stigið fram og lýst reynslu sinni í heimildarmynd um málið. Mikkel Bentsen, sem síðar skipti um nafn, hlaut viðurnefnið TikTok-maðurinn þar sem hann setti sig í samband við fórnarlömb sín í gegnum samfélagsmiðla, einkum TikTok en einnig á Instagram og Snapchat, og gaf sig stundum út fyrir að starfa hjá umboðsskrifstofu fyrir fyrirsætur og væri í leit að fyrirsætum. Á þeim forsendum lokkaði hann stúlkurnar til að senda sér myndir sem hann síðar nýtti sér til að beita þær kúgunum til að ná sínu fram. Árið 2022 hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm í Bæjarrétti Helsingør og síðan hefur hann hlotið dóm í Kaupmannahöfn sem nú var staðfestur í Landsrétti. Í réttarhöldum yfir manninum hefur komið fram að það sé mat sérfræðinga og réttargeðlækna að hann sé sérlega hættulegur öðrum. Sömuleiðis er hann greindur með andfélagslegar raskanir og narsissisma.
Danmörk Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira