Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2024 11:45 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafa skipað þrjá málefnahópa sem ræða málin vegna stjórnarmyndunar í dag. Vísir/Vilhelm Þrír vinnuhópar flokkanna þriggja sem reyna með sér stjórnarmyndun taka til starfa í dag og formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda sömuleiðis áfram að ræða málin. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagðist í gær vona að ný stjórn verði mynduð fyrir jól. Formennirnir hefðu nú þegar meðal annars rætt mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið upp að nýju. Hún vildi hins vegar ekki greina frá niðurstöðu þeirra viðræðna. Þær hefðu rætt ýmis ágreiningsmál og leyst úr þeim með brosi á vör og hún væri bjartsýn á framhaldið. Stjórnarsáttmálar eru misjafnlega efnismiklir. Stefnið þið á að þetta verði allt tíundað í smæstu atriðum hvað þessi stjórn muni gera ef hún nær saman? „Ég held að við séum allar sammála um að hann sé að minnsta kosti það skýr, að hann verði flottari en sá sem við fengum í fangið síðast. Sem var opinn í báða enda og frekar loðinn. En við erum bara að vanda okkur og munum gera okkar besta og það er ekki hægt að ætlast til meira. Ég er bara mjög bjartsýn,“ sagði Inga. Það fór vel á með Ingi Sælandog Kristrúnu Frostadóttur að kveldi kjördags þegar ljóst var í hvað stefndi með úrslit kosninganna.Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga hófu formlegar stjórnarmyndunarviðræður á miðvikudag í síðustu viku, daginn eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands gaf Kristrúnu umboð til myndun stjórnar. Það var hins vegar augljóst strax daginn eftir kjördag að þær höfðu þá þegar rætt óformlega saman um myndun stjórnar. Þið eruð búnar að vera fjóra til fimm daga í formlegum viðræðum, takið þið þessa viku og kannski einhverjar vikur í viðbót? „Ég get að minnsta kosti sagt að markmiðið er að vera alls ekki átta vikur eins og tók að smíða síðustu ríkisstjórn,“ sagði Inga Sæland seinnipartinn í gær þegar hún ræddi við fjölmiðla fyrir hönd flokkanna þriggja. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Landskjörstjórn kemur saman til fundar Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2024 07:54 Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst. 9. desember 2024 19:20 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagðist í gær vona að ný stjórn verði mynduð fyrir jól. Formennirnir hefðu nú þegar meðal annars rætt mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið upp að nýju. Hún vildi hins vegar ekki greina frá niðurstöðu þeirra viðræðna. Þær hefðu rætt ýmis ágreiningsmál og leyst úr þeim með brosi á vör og hún væri bjartsýn á framhaldið. Stjórnarsáttmálar eru misjafnlega efnismiklir. Stefnið þið á að þetta verði allt tíundað í smæstu atriðum hvað þessi stjórn muni gera ef hún nær saman? „Ég held að við séum allar sammála um að hann sé að minnsta kosti það skýr, að hann verði flottari en sá sem við fengum í fangið síðast. Sem var opinn í báða enda og frekar loðinn. En við erum bara að vanda okkur og munum gera okkar besta og það er ekki hægt að ætlast til meira. Ég er bara mjög bjartsýn,“ sagði Inga. Það fór vel á með Ingi Sælandog Kristrúnu Frostadóttur að kveldi kjördags þegar ljóst var í hvað stefndi með úrslit kosninganna.Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga hófu formlegar stjórnarmyndunarviðræður á miðvikudag í síðustu viku, daginn eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands gaf Kristrúnu umboð til myndun stjórnar. Það var hins vegar augljóst strax daginn eftir kjördag að þær höfðu þá þegar rætt óformlega saman um myndun stjórnar. Þið eruð búnar að vera fjóra til fimm daga í formlegum viðræðum, takið þið þessa viku og kannski einhverjar vikur í viðbót? „Ég get að minnsta kosti sagt að markmiðið er að vera alls ekki átta vikur eins og tók að smíða síðustu ríkisstjórn,“ sagði Inga Sæland seinnipartinn í gær þegar hún ræddi við fjölmiðla fyrir hönd flokkanna þriggja.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Landskjörstjórn kemur saman til fundar Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2024 07:54 Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst. 9. desember 2024 19:20 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira
Landskjörstjórn kemur saman til fundar Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2024 07:54
Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst. 9. desember 2024 19:20