Körfubolti

„Hef sjaldan séð jafn nei­kvæðan og svart­sýnan mann“

Aron Guðmundsson skrifar
Það var nóg um að ræða í nýjasta þætti Lögmáls leiksins
Það var nóg um að ræða í nýjasta þætti Lögmáls leiksins

Farið var yfir stöðu Los Angeles Lakers í NBA deildinni í nýjasta þætti af Lög­máli leiksins sem verður frumsýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld.

Lakers kom sér aftur á réttan kjöl með sigri á Port­land í nótt en hafði fyrir þann leik tapað þremur leikjum í röð og hefur í heildina unnið þrettán leiki en tapað ellefu á tíma­bilinu í NBA deildinni og er sem stendur í áttunda sæti vestur­deildarinnar.

JJ Redick, þjálfari Lakers, vakti at­hygli í viðtali sem hann fór eftir þungt tap gegn Miami Heat þann 5. desember og gagn­rýndi sam­stöðu sinna manna. Þeir væru ekki í þessum slag saman og sköpuðust um­ræður um það í settinu í Lög­máli leiksins og þá einna helst í tengslum við stjörnur liðsins, Lebron James og Ant­hony Davis.

„Það vissu allir fyrir tíma­bilið að Lebron er að fara hvíla sig, bara að fara stefna á úr­slita­keppnina,“ sagði Leifur Steinn Árna­son einn af sér­fræðingum Lög­málsins um Lakers. „Þegar að hann vill getur Lebron verið frábær varnar­maður en hann er bara að hvíla sig í vörninni. Síðan þegar að Ant­hony Davis er ekki 100% varnar­lega, eins og hann byrjaði fyrstu vikurnar, það vantar eitt­hvað. Lebron er eigin­lega með boltann allan tímann í sókninni. Lebron og Davis taka eigin­lega öll skotin. Maður sér það bara á auka­leikurunum í þessu liði að mórallinn hjá þeim er að fara svolítið niður.

Tómas Steindórs­son segir ekkert nýtt undir sólinni hjá liðinu frá Los Angeles. „Þetta er sama sagan með Lakers núna fimmta árið í röð. Síðan að þeir tóku Co­vid titilinn. Þetta er alltaf bara Lebron og Ant­hony Davis. Ekkert annað.“

„Reddick verður þá að taka smá ábyrgð á því,“ svaraði Leifur. „Það hlýtur að vera svolítið á honum að virkja hina leik­mennina. Erum við ekki sammála um það? Hann er bara þarna að kenna leik­mönnunum um allt. Bara allt leik­mönnunum að kenna.

Heiðar Snær Magnús­son sem einnig var í settinu furðaði sig á viðhorfi þjálfarans.

„Mér leið bara eins og þetta við­tal væri við mann sem væri að falla úr deild. „Ég hef bara sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann.“

Þetta og annað í nýjasta þættinum í Lög­máli leiksins má sjá á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld




Fleiri fréttir

Sjá meira


×