Innlent

Vinnuhópar funda eftir há­degi

Heimir Már Pétursson skrifar
Það virðist létt yfir stjórnarmyndunarviðræðum Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar við Ingu Sæland hjá Flokki fólksins og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur hjá Viðreisn.
Það virðist létt yfir stjórnarmyndunarviðræðum Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar við Ingu Sæland hjá Flokki fólksins og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur hjá Viðreisn. vísir/vilhelm

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins héldu stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram nú fyrir hádegi. Eftir hádegi munu vinnuhópar á vegum flokkanna funda um einstök málefni.

Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hófust á miðvikudag í síðustu viku, daginn eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar umboð til stjórnarmyndunar. Viðræðurnar hafa því staðið yfir í fimm daga en formennirnir tóku sér frí frá þeim í gær. 

Landskjörstjórn kemur saman klukkan ellefu í fyrramálið til að úthluta þingsætum samkvæmt niðurstöðum alþingiskosninganna hinn 30. nóvember síðast liðinn en Alþingi þarf að koma saman innan tíu vikna frá kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×