„Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2024 13:02 Húsin á Árbæjarsafni eru komin í jólabúning en það er ekki fyrir alla að komast að þeim þessa stundina. Helga Maureen Gylfadóttir Umfangsmikilli jóladagskrá Árbæjarsafns sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna mikillar hálku. Telur starfsfólk að þetta sé í fyrsta sinn sem hún verður ekki á sínum stað frá því að hefðin hófst árið 1989, ef frá eru talin hin óvenjulegu Covid-ár. Helga Maureen Gylfadóttir, deildarstjóri miðlunar, safnfræðslu og viðburða hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur, var önnum kafin við að afboða listamenn og handverksfólk þegar fréttamaður náði af henni tali. „Jólasveinarnir þurftu að fara aftur til fjalla og svo er það presturinn og organistinn og þau sem ætluðu að steypa kertin, þannig að þetta er fjöldi fólks sem við þurftum að hringja í og afboða.“ Hangikjötið tilbúið „Það er búið að sjóða hangikjötið og ég veit ekki hvað á að gera við það,“ bætir Helga við og hlær en til stóð að gefa gestum bita af því með nýsteiktu laufabrauði. Þá hafi staðið til að skera út jólafígúrur, prenta út jólakveðjur, spila spil og margt fleira. Starfsfólk Árbæjarsafns hafi keppst við að ryðja snjó og sanda malarstíga á safnsvæðinu síðustu daga en það hafi dugað skammt. Enn sé svell á svæðinu og ekki batnaði ástandið þegar það rigndi ofan á það í nótt. Til að bæta gráu ofan á svart er spáð frekari vætu í dag. Lofa ljúfri stemningu næsta sunnudag „Það er sama hvað við myndum reyna að salta og sanda, við myndum aldrei geta komið í veg fyrir að einhver gæti meitt sig,“ bætir Helga við. „Það er ekkert við þessu að gera. Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni.“ Líkt og áður segir hefur jóladagskrá Árbæjarsafns verið með svipuðu sniði í áratugi og er lögð áhersla á að veita gestum innsýn inn í jólahald Íslendinga í gegnum árin. Helga segir að dagurinn einkennist af ljúfri stemmingu og veiti smá frið frá því mikla verslunaráreiti sem einkenni oft jólahátíðina. „Þetta er alltaf mjög líflegt og skemmtilegt. Það hafa komið hátt í þúsund manns á svona degi svo okkur þótti ekki sniðugt að kalla til fólk. Það verður bara að fara á svellið á Ingólfstorgi í staðinn og skauta þar.“ Helga segir að þrátt fyrir ósköpin í dag verði þetta allt á sínum stað næsta sunnudag líkt og áður til stóð. „Við ætlum að halda ótrauð áfram.“ Reykjavík Söfn Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Helga Maureen Gylfadóttir, deildarstjóri miðlunar, safnfræðslu og viðburða hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur, var önnum kafin við að afboða listamenn og handverksfólk þegar fréttamaður náði af henni tali. „Jólasveinarnir þurftu að fara aftur til fjalla og svo er það presturinn og organistinn og þau sem ætluðu að steypa kertin, þannig að þetta er fjöldi fólks sem við þurftum að hringja í og afboða.“ Hangikjötið tilbúið „Það er búið að sjóða hangikjötið og ég veit ekki hvað á að gera við það,“ bætir Helga við og hlær en til stóð að gefa gestum bita af því með nýsteiktu laufabrauði. Þá hafi staðið til að skera út jólafígúrur, prenta út jólakveðjur, spila spil og margt fleira. Starfsfólk Árbæjarsafns hafi keppst við að ryðja snjó og sanda malarstíga á safnsvæðinu síðustu daga en það hafi dugað skammt. Enn sé svell á svæðinu og ekki batnaði ástandið þegar það rigndi ofan á það í nótt. Til að bæta gráu ofan á svart er spáð frekari vætu í dag. Lofa ljúfri stemningu næsta sunnudag „Það er sama hvað við myndum reyna að salta og sanda, við myndum aldrei geta komið í veg fyrir að einhver gæti meitt sig,“ bætir Helga við. „Það er ekkert við þessu að gera. Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni.“ Líkt og áður segir hefur jóladagskrá Árbæjarsafns verið með svipuðu sniði í áratugi og er lögð áhersla á að veita gestum innsýn inn í jólahald Íslendinga í gegnum árin. Helga segir að dagurinn einkennist af ljúfri stemmingu og veiti smá frið frá því mikla verslunaráreiti sem einkenni oft jólahátíðina. „Þetta er alltaf mjög líflegt og skemmtilegt. Það hafa komið hátt í þúsund manns á svona degi svo okkur þótti ekki sniðugt að kalla til fólk. Það verður bara að fara á svellið á Ingólfstorgi í staðinn og skauta þar.“ Helga segir að þrátt fyrir ósköpin í dag verði þetta allt á sínum stað næsta sunnudag líkt og áður til stóð. „Við ætlum að halda ótrauð áfram.“
Reykjavík Söfn Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent