„Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2024 13:28 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur ósanngjarnt að 22 þúsund kjósendur fái ekki fulltrúa á þingi. Um tíu prósent atkvæða duttu dauð niður í nýafstöðnum kosningum. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðingur segir ósanngjant að 22 þúsund kjósendur eigi sér ekki fulltrúa á þingi. Fráfarandi forseti Alþingis segir ekki um ósanngirnismál að ræða, mestu máli skipti að niðurstaða kosninga endurspegli vilja þjóðarinnar og stuðli að starfhæfum meirihluta. Kristján Kristjánsson fékk þá Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing, Birgi Ármannsson fráfarandi þingmann og Hauk Arnþórsson stjórnsýslufræðing til sín í Sprengisand í morgun til að ræða nýafstaðnar kosningar og íslenskt kosningakerfi. Kristján hóf umræðuna á dauðum atkvæðum og spurði hvort úrslitin endurspegluðu vilja kjósenda. „Ef við byrjum á jákvæðum nótum þá endurspegla þau að minnsta kosti vilja kjósenda skár heldur en til dæmis í Bretlandi í síðustu kosningum,“ sagði Ólafur. Þar hafi Verkamannaflokkurinn fengið þriðjung atkvæða en tvo þriðju þingmanna. Íslendingar voru lengi með einmenningskjördæmi og versta dæmið um ójafnvægi milli atkvæða og úrslita var árið 1931 þegar „Framsóknarflokkurinn fékk ríflega þriðjung atkvæða og fékk meirihluta atkvæði.“ Þröskuldar lægri á Norðurlöndunum „Hins vegar held ég að við hljótum að staldra við þegar atkvæði 22 þúsund kjósenda falla dauð í þeim skilningi að þessir kjósendur eiga enga fulltrúa á þinginu,“ sagði Ólafur. Það sé til dæmis meira en Framsóknarflokkurinn fékk í heild sinni í kosningunum. Er þetta sanngjarnt? „Það er náttúrulega matsatriði hvað er sanngjarnt. Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt,“ sagði Ólafur. En það fari líka eftir því við hvað Íslendingar vilja miða. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að vegna kerfisins fái um 20 þúsund kjósendur, sem búa allir yfir sambærilegum skoðunum, enga fulltrúa á þingi.Vísir/Vilhelm „Mér finnst að ýmsu leyti eðlilegast að við miðum við Norðurlöndin. Ef við skoðum þau eru þar mismunandi þröskuldar, fjögur prósent þröskuldur í Noregi og Svíþjóð, það er tvö prósent í Danmörku og í Finnlandi er enginn þröskuldur enda eru þar engin jöfnunarsæti.“ Dauðu atkvæðin Í Danmörku, Svíþjóð og Noregi séu tiltölulega fá og þau hafi líka verið það lengst af á Íslandi. Eina skiptið sem álíka atkvæði féllu dauð niður var 2013 þegar þau voru tólf prósent. „En almennt talað frá fjórða áratugnum hefur fjöldi dauðra atkvæða verið eitt til sex prósent, oftast tvö til fjögur, en í Finnlandi er töluvert af dauðum atkvæðum af því þar eru engin jöfnunarsæti en kjördæmakerfið býr til innbyggðan þröskuld,“ sagði Ólafur. Ekki sérstakt ósanngirnismál Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks til tuttugu ára og fyrrverandi forseti Alþingis, greip þá orðið til að svara Ólafi. Birgir Ármannsson finnst ekki ósanngjarnt hver mörg atkvæði duttu dauð niður.Stöð 2/Arnar „Þegar verið er að tala um dauð atkvæði þá verðum við að horfa á það að þarna var um að ræða ekki eina blokk atkvæða sem ekki fékk sinn fulltrúa kosinn heldur marga flokka sem ákváðu að bjóða hver í sínu lagi og tóku þar með áhættuna á því að lenda undir þessu marki,“ sagði Birgir. „Forystumenn allra þessara flokka vissu fyrir kosningar hvernig kerfið var. Þeir gátu vitað að þeir gætu verið nálægt þessum mörkum en þeir ákveða engu að síður að bjóða hver fram í sínu lagi,“ bætti hann við. „Mér finnst það að flokkar sem fá lítið fylgi eigi ekki fulltrúa á þingi ekkert sérstakt ósanngirnismál.“ Kerfið hafi virkað ágætlega í meginatriðum Tvö sjónarmið skipti mestu máli þegar kemur að kosningakerfinu í heild að mati Birgis. „Annars vegar að þjóðþingið á að endurspegla vilja kjósenda, svona allavega í meginatriðum. Hins vegar eru öll kosningakerfi með einhverja innbyggða fítusa sem hafa það að markmið að stuðla að einhvers konar starfhæfum meirihluta eða starfhæfu þingi,“ sagði Birgir. Öfgakenndasta dæmið um slíkt kerfi sé það breska. Birgir segist ekki vera sérstakur aðdáandi breytinganna sem gerðar voru á íslenska kosningakerfinu um aldamótin síðustu. Hins vegar telur hann að kerfið hafi virkað „ágætlega í öllum meginatriðum.“ Haukur Arnþórsson nefndi síðan færslu á atkvæðum milli framboða í þeim tilvikum sem framboð komast ekki yfir þröskuldinn. Ákvæði um slíkt sé að finna í stjórnarskránni en hafi ekki verið nýtt nema að litlu leyti. Félagarnir ræddu síðan töluvert lengur áfram um þessi mál og mögulegar breytingar á kerfinu en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sprengisandur Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira
Kristján Kristjánsson fékk þá Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing, Birgi Ármannsson fráfarandi þingmann og Hauk Arnþórsson stjórnsýslufræðing til sín í Sprengisand í morgun til að ræða nýafstaðnar kosningar og íslenskt kosningakerfi. Kristján hóf umræðuna á dauðum atkvæðum og spurði hvort úrslitin endurspegluðu vilja kjósenda. „Ef við byrjum á jákvæðum nótum þá endurspegla þau að minnsta kosti vilja kjósenda skár heldur en til dæmis í Bretlandi í síðustu kosningum,“ sagði Ólafur. Þar hafi Verkamannaflokkurinn fengið þriðjung atkvæða en tvo þriðju þingmanna. Íslendingar voru lengi með einmenningskjördæmi og versta dæmið um ójafnvægi milli atkvæða og úrslita var árið 1931 þegar „Framsóknarflokkurinn fékk ríflega þriðjung atkvæða og fékk meirihluta atkvæði.“ Þröskuldar lægri á Norðurlöndunum „Hins vegar held ég að við hljótum að staldra við þegar atkvæði 22 þúsund kjósenda falla dauð í þeim skilningi að þessir kjósendur eiga enga fulltrúa á þinginu,“ sagði Ólafur. Það sé til dæmis meira en Framsóknarflokkurinn fékk í heild sinni í kosningunum. Er þetta sanngjarnt? „Það er náttúrulega matsatriði hvað er sanngjarnt. Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt,“ sagði Ólafur. En það fari líka eftir því við hvað Íslendingar vilja miða. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að vegna kerfisins fái um 20 þúsund kjósendur, sem búa allir yfir sambærilegum skoðunum, enga fulltrúa á þingi.Vísir/Vilhelm „Mér finnst að ýmsu leyti eðlilegast að við miðum við Norðurlöndin. Ef við skoðum þau eru þar mismunandi þröskuldar, fjögur prósent þröskuldur í Noregi og Svíþjóð, það er tvö prósent í Danmörku og í Finnlandi er enginn þröskuldur enda eru þar engin jöfnunarsæti.“ Dauðu atkvæðin Í Danmörku, Svíþjóð og Noregi séu tiltölulega fá og þau hafi líka verið það lengst af á Íslandi. Eina skiptið sem álíka atkvæði féllu dauð niður var 2013 þegar þau voru tólf prósent. „En almennt talað frá fjórða áratugnum hefur fjöldi dauðra atkvæða verið eitt til sex prósent, oftast tvö til fjögur, en í Finnlandi er töluvert af dauðum atkvæðum af því þar eru engin jöfnunarsæti en kjördæmakerfið býr til innbyggðan þröskuld,“ sagði Ólafur. Ekki sérstakt ósanngirnismál Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks til tuttugu ára og fyrrverandi forseti Alþingis, greip þá orðið til að svara Ólafi. Birgir Ármannsson finnst ekki ósanngjarnt hver mörg atkvæði duttu dauð niður.Stöð 2/Arnar „Þegar verið er að tala um dauð atkvæði þá verðum við að horfa á það að þarna var um að ræða ekki eina blokk atkvæða sem ekki fékk sinn fulltrúa kosinn heldur marga flokka sem ákváðu að bjóða hver í sínu lagi og tóku þar með áhættuna á því að lenda undir þessu marki,“ sagði Birgir. „Forystumenn allra þessara flokka vissu fyrir kosningar hvernig kerfið var. Þeir gátu vitað að þeir gætu verið nálægt þessum mörkum en þeir ákveða engu að síður að bjóða hver fram í sínu lagi,“ bætti hann við. „Mér finnst það að flokkar sem fá lítið fylgi eigi ekki fulltrúa á þingi ekkert sérstakt ósanngirnismál.“ Kerfið hafi virkað ágætlega í meginatriðum Tvö sjónarmið skipti mestu máli þegar kemur að kosningakerfinu í heild að mati Birgis. „Annars vegar að þjóðþingið á að endurspegla vilja kjósenda, svona allavega í meginatriðum. Hins vegar eru öll kosningakerfi með einhverja innbyggða fítusa sem hafa það að markmið að stuðla að einhvers konar starfhæfum meirihluta eða starfhæfu þingi,“ sagði Birgir. Öfgakenndasta dæmið um slíkt kerfi sé það breska. Birgir segist ekki vera sérstakur aðdáandi breytinganna sem gerðar voru á íslenska kosningakerfinu um aldamótin síðustu. Hins vegar telur hann að kerfið hafi virkað „ágætlega í öllum meginatriðum.“ Haukur Arnþórsson nefndi síðan færslu á atkvæðum milli framboða í þeim tilvikum sem framboð komast ekki yfir þröskuldinn. Ákvæði um slíkt sé að finna í stjórnarskránni en hafi ekki verið nýtt nema að litlu leyti. Félagarnir ræddu síðan töluvert lengur áfram um þessi mál og mögulegar breytingar á kerfinu en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sprengisandur Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira