Þá varð þriggja bíla árekstur í Garðabæ í ótengdu máli en ekki urðu nein slys á fólki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu en fimm einstaklingar gistu fangaklefa á höfuðborgarsvæðinu í morgun.
Tilkynnt var um þjófnað og eignaspjöll í Kópavogi og var einstaklingur handtekinn á vettvangi grunaður um verknaðinn. Var sá vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Lögregla var með ölvunarpóst á Bústaðavegi og voru 200 ökumenn látnir blása. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur og nokkrum gert að hætta akstri, að sögn lögreglu. Einnig var lögregla með ölvunarpóst við Háskólabíó og voru 150 ökumenn látnir blása. Þar af var einum gert að hætta akstri.
Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu hafði lögregla sömuleiðis afskipti af fleiri ökumönnum sem voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Þá var einn sviptur ökuréttindum.