Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2024 14:49 Elías Ingi Árnason fékk að heyra það eftir dóminn umdeilda. Hann segir líðanina hafa verið slæma eftir leikinn enda hafi hann séð strax að dómurinn var rangur. Vísir/Vilhelm Fótboltadómarinn Elías Ingi Árnason kveðst hafa fengið áfall þegar hann sá endursýningu af umdeildum dómi sínum í leik ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Dómurinn hafði sitt um niðurstöðu leiksins að segja og segir Elías dóminn einfaldlega hafa verið rangan. Skagamenn héldu að þeir hefðu skorað sigurmark í leiknum við Víking á 94. mínútu leiksins, þegar staðan var 3-3. Markið var dæmt af vegna meints leikbrots Skagamanna, sem voru æfir þegar dómurinn féll. Víkingar geystust í kjölfarið upp í sókn, skoruðu og unnu leikinn 4-3. Sigur Víkinga var þeim mikilvægur í toppbaráttunni á þeim tímapunkti, en þeir töpuðu hreinum úrslitaleik um titilinn fyrir Breiðabliki. Tap Skagamanna þýddi hins vegar að þeir voru úr baráttunni um Evrópusæti. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli undir lok leiks og var dæmdur í bann, auk þess að greiða sekt, fyrir ummæli sín og framkomu eftir leik. Væri ekki villa í körfubolta Elías Ingi, sem dæmdi markið af ÍA, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Þar ræddi hann dóminn afdrifaríka við þá Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson. „Ákvörðunin að ég taki markið af er vegna þess að ég sé brot. Ég sé leikmann ÍA hlaupa inn í leikmann Víkings. Það leiðréttist ekkert í hausnum á mér fyrr en ég er kominn heim til mín og horfi á atvikið aftur í símanum mínum. Þá bara fæ ég áfall,“ segir Elías Ingi og bætir við: „Þetta er hræðilegur dómur og það sjá það allir sem horfa á endursýninguna. Ég er í eðlilegri stöðu á miðað við dómara í leik og hvað er að gerast í leiknum en fæ hræðilegt sjónarhorn af því sem gerist inn í teignum og dæmi út frá því (...) Þetta hefði ekki einu sinni átt að vera villa í körfubolta,“ segir Elías Ingi. Sögur fóru af látum Skagamanna eftir leik og að menn hafi reynt að ráðast inn í dómaraklefann. Elías Ingi kveðst skilja gremju Skagamanna, þó það þurfi vitaskuld að vera ákveðin mörk. „Þú þarft að fara ansi langt til að reyna að ráðast inn í klefa eða sparka í hurðar. En ég skil viðbrögðin, það er verið að taka af þér fullkomnlega löglegt mark. Og þetta er ekki mark á þriðju mínútu í þriðju umferð. Þetta er risastórt. Auðvitað skil ég það, þetta er risastórt,“ segir Elías Ingi. „Ég náttúrulega veit ekkert hvernig þetta var frammi því hurðin var lokuð. En við heyrðum þegar var verið að banka og berja,“ segir Elías um það sem gekk á eftir leik á Skaganum. Kallaður öllum illum nöfnum Atvikið átti sér svo eftirmála þar sem ósáttir aðilar höfðu samband við Elías Inga eftir leik. „Það voru send allskonar skilaboð. Sem á ekki að vera hluti af þessu. Það var töluverður fjöldi aðila sem hafði eitthvað vantalað við mig. Fólk sem ég þekkti ekki neitt. Þetta voru ekki hótanir. Ógeð og aumingi og trúður og allt þar fram eftir götunum,“ segir Elías Ingi. Átti erfitt með svefn Elías kveðst þá hafa þurft töluverðan tíma til að jafna sig eftir atvikið. „Þetta er gríðarlegt högg. Mitt markmið þegar ég fer inn á fótboltavöllinn er að reyna að vera á pari við leikmenn eða betri. Ég vil vera frábær þegar ég er inni á velli. Það gekk oft vel í sumar. En þetta atvik er náttúrulega bara skelfilegt,“ „Eins og ég segi, þegar ég kem heim og horfi á þetta þarf ég bara að sjá þetta einu sinni og sé að þetta er ömurlegur dómur. Þá kemur bara sjokk. Það varði í töluverðan tíma. Það var erfitt að sofa, ég einbeiti mér ekkert í vinnunni í næstu daga. Þetta vill enginn. Þú vilt gera vel og vera ekki í umræðunni. Við værum náttúrulega ekki að ræða þetta ef það væri VAR,“' Samtalið við Elías Inga má heyra í spilaranum. Spjallið hefst þegar um klukkustund og 16 mínútur eru liðnar á þáttinn. ÍA Víkingur Reykjavík Besta deild karla KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Skagamenn héldu að þeir hefðu skorað sigurmark í leiknum við Víking á 94. mínútu leiksins, þegar staðan var 3-3. Markið var dæmt af vegna meints leikbrots Skagamanna, sem voru æfir þegar dómurinn féll. Víkingar geystust í kjölfarið upp í sókn, skoruðu og unnu leikinn 4-3. Sigur Víkinga var þeim mikilvægur í toppbaráttunni á þeim tímapunkti, en þeir töpuðu hreinum úrslitaleik um titilinn fyrir Breiðabliki. Tap Skagamanna þýddi hins vegar að þeir voru úr baráttunni um Evrópusæti. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli undir lok leiks og var dæmdur í bann, auk þess að greiða sekt, fyrir ummæli sín og framkomu eftir leik. Væri ekki villa í körfubolta Elías Ingi, sem dæmdi markið af ÍA, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Þar ræddi hann dóminn afdrifaríka við þá Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson. „Ákvörðunin að ég taki markið af er vegna þess að ég sé brot. Ég sé leikmann ÍA hlaupa inn í leikmann Víkings. Það leiðréttist ekkert í hausnum á mér fyrr en ég er kominn heim til mín og horfi á atvikið aftur í símanum mínum. Þá bara fæ ég áfall,“ segir Elías Ingi og bætir við: „Þetta er hræðilegur dómur og það sjá það allir sem horfa á endursýninguna. Ég er í eðlilegri stöðu á miðað við dómara í leik og hvað er að gerast í leiknum en fæ hræðilegt sjónarhorn af því sem gerist inn í teignum og dæmi út frá því (...) Þetta hefði ekki einu sinni átt að vera villa í körfubolta,“ segir Elías Ingi. Sögur fóru af látum Skagamanna eftir leik og að menn hafi reynt að ráðast inn í dómaraklefann. Elías Ingi kveðst skilja gremju Skagamanna, þó það þurfi vitaskuld að vera ákveðin mörk. „Þú þarft að fara ansi langt til að reyna að ráðast inn í klefa eða sparka í hurðar. En ég skil viðbrögðin, það er verið að taka af þér fullkomnlega löglegt mark. Og þetta er ekki mark á þriðju mínútu í þriðju umferð. Þetta er risastórt. Auðvitað skil ég það, þetta er risastórt,“ segir Elías Ingi. „Ég náttúrulega veit ekkert hvernig þetta var frammi því hurðin var lokuð. En við heyrðum þegar var verið að banka og berja,“ segir Elías um það sem gekk á eftir leik á Skaganum. Kallaður öllum illum nöfnum Atvikið átti sér svo eftirmála þar sem ósáttir aðilar höfðu samband við Elías Inga eftir leik. „Það voru send allskonar skilaboð. Sem á ekki að vera hluti af þessu. Það var töluverður fjöldi aðila sem hafði eitthvað vantalað við mig. Fólk sem ég þekkti ekki neitt. Þetta voru ekki hótanir. Ógeð og aumingi og trúður og allt þar fram eftir götunum,“ segir Elías Ingi. Átti erfitt með svefn Elías kveðst þá hafa þurft töluverðan tíma til að jafna sig eftir atvikið. „Þetta er gríðarlegt högg. Mitt markmið þegar ég fer inn á fótboltavöllinn er að reyna að vera á pari við leikmenn eða betri. Ég vil vera frábær þegar ég er inni á velli. Það gekk oft vel í sumar. En þetta atvik er náttúrulega bara skelfilegt,“ „Eins og ég segi, þegar ég kem heim og horfi á þetta þarf ég bara að sjá þetta einu sinni og sé að þetta er ömurlegur dómur. Þá kemur bara sjokk. Það varði í töluverðan tíma. Það var erfitt að sofa, ég einbeiti mér ekkert í vinnunni í næstu daga. Þetta vill enginn. Þú vilt gera vel og vera ekki í umræðunni. Við værum náttúrulega ekki að ræða þetta ef það væri VAR,“' Samtalið við Elías Inga má heyra í spilaranum. Spjallið hefst þegar um klukkustund og 16 mínútur eru liðnar á þáttinn.
ÍA Víkingur Reykjavík Besta deild karla KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira