Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. desember 2024 10:52 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu. AP Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, var ákærður um embættismissi eftir að hafa lýst yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. Í stuttri ræðu í morgun baðst forsetinn afsökunar á þessari ákvörðun sinni. Til að ákæran komist í gegnum þingið þarf tvö hundruð atkvæði eða tvo þriðju þingsins. Stjórnarandstaðan þarf því átta atkvæði frá stjórnarflokknum. Allir nema þrír þingmenn stjórnarflokkins PPP yfirgáfu þingsalinn. Þingmaðurinn Ahn Cheol-soo var eini þingmaður stjórnarflokksins sem eftir sat og bættist svo Kim Ye-ji við. Þingmaðurinn Kim Sang-wook snéri aftur þegar atkvæðagreiðslan var hafin. Kim Sang-woo sagðist hafa kosið gegn ákærunni, líkt og stefna flokksins hans er. Hann telji það mikilvægt að greiða atkvæði. 105 þingmenn PPP yfirgáfu þingsalinn án þess að snúa aftur. Þingmennirnir hafa til klukkan 00:48 á staðartíma til að greiða atkvæði eða tólf mínútur í fjögur á íslenskum tíma. Eftir að atkvæðagreiðslan hófst bað talsmaður ákærunnar þingmennina sem yfirgáfu salinn að snúa aftur. „Eru þið ekki hrædd um að vera dæmd af sögunni, af fólkinu, af heiminum?“ sagði hann. Stjórnarandstaðan getur næst greitt atkvæði um ákæruna 11. desember. „Handtakið Yoon Suk Yeol“ Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghúsið og vilja flestir afsögn forsetans. Mik Fréttamaður BBC sem staddur er í höfuðborginni sagði að mótmælendur hefðu kallað á þingmennina sem gengu út. „Farið inn og greiðið atkvæði,“ sögðu þeir. Þá voru þingmennirnir einnig kallaðir svikarar og bleyður. Mótmælendurnir kölluðu einnig eftir því að handataka ætti Yoon Suk Yeol. „Frelsi lýðræðisins er að molna út af einum manni,“ sagði Choi Eun-chong, einn mótmælendanna. Þingmönnunum þremur sem snéru aftur inn í þingsalinn var fagnað ákaft. Vissu mótmælendur ekki að Kim Sang-wook kaus gegn ákærunni. Suður-Kórea Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, var ákærður um embættismissi eftir að hafa lýst yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. Í stuttri ræðu í morgun baðst forsetinn afsökunar á þessari ákvörðun sinni. Til að ákæran komist í gegnum þingið þarf tvö hundruð atkvæði eða tvo þriðju þingsins. Stjórnarandstaðan þarf því átta atkvæði frá stjórnarflokknum. Allir nema þrír þingmenn stjórnarflokkins PPP yfirgáfu þingsalinn. Þingmaðurinn Ahn Cheol-soo var eini þingmaður stjórnarflokksins sem eftir sat og bættist svo Kim Ye-ji við. Þingmaðurinn Kim Sang-wook snéri aftur þegar atkvæðagreiðslan var hafin. Kim Sang-woo sagðist hafa kosið gegn ákærunni, líkt og stefna flokksins hans er. Hann telji það mikilvægt að greiða atkvæði. 105 þingmenn PPP yfirgáfu þingsalinn án þess að snúa aftur. Þingmennirnir hafa til klukkan 00:48 á staðartíma til að greiða atkvæði eða tólf mínútur í fjögur á íslenskum tíma. Eftir að atkvæðagreiðslan hófst bað talsmaður ákærunnar þingmennina sem yfirgáfu salinn að snúa aftur. „Eru þið ekki hrædd um að vera dæmd af sögunni, af fólkinu, af heiminum?“ sagði hann. Stjórnarandstaðan getur næst greitt atkvæði um ákæruna 11. desember. „Handtakið Yoon Suk Yeol“ Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghúsið og vilja flestir afsögn forsetans. Mik Fréttamaður BBC sem staddur er í höfuðborginni sagði að mótmælendur hefðu kallað á þingmennina sem gengu út. „Farið inn og greiðið atkvæði,“ sögðu þeir. Þá voru þingmennirnir einnig kallaðir svikarar og bleyður. Mótmælendurnir kölluðu einnig eftir því að handataka ætti Yoon Suk Yeol. „Frelsi lýðræðisins er að molna út af einum manni,“ sagði Choi Eun-chong, einn mótmælendanna. Þingmönnunum þremur sem snéru aftur inn í þingsalinn var fagnað ákaft. Vissu mótmælendur ekki að Kim Sang-wook kaus gegn ákærunni.
Suður-Kórea Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira