NFL-stjarnan borgaði risaupphæð fyrir Batman-bílinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2024 06:31 Joe Burrow er greinilega mikil aðdáandir myndanna um Leðurblökumanninn. Getty/George Pimentel/ Ric Tapia Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals i NFL-deildinni, er greinilega mikill aðdáandi kvikmyndanna um Leðurblökumanninn. Burrow gekk á dögunum frá kaupunum á Batman-bílnum og borgaði fyrir hann þrjár milljónir Bandaríkjadala. Það gera 413 milljónir íslenskra króna. Þetta er sami bíllinn sem var notaður í kvikmyndum Christopher Nolan um Leðurblökumanninn en það eru myndirnar Batman Begins (2005), The Dark Knight (2008) og The Dark Knight Rises (2012). Burrow verður þar með aðeins einn af tíu sem eiga eintak af þessum sjaldgæfa Batmobile. Það er mikill kraftur í bílinn en hann býr meðal annars yfir 525 hestöflum. Burrow sagði útherjunum sínum, Ja'Marr Chase og Tee Higgins, frá þessu í þáttunum 'Hard Knocks' á HBO. „Hef ég sagt ykkur að ég keypti Batmobile? Ég fæ hann reyndar ekki fyrr en eftir ár,“ sagði Burrow við þá Chase og Higgins. Burrow hefur alveg efni á þessu því það er aðeins einn leikstjórnandi í deildinni sem er launahærri en hann. Burrow fær 55 milljónir dollara í árslaun eða 7,6 milljarða króna. Burrow er annars mikill bílaáhugamaður og safnar lúxusbílum. Þessi passar því vel inn í safnið. Þegar hann var spurður út í nýja bílinn sinn á blaðamannafundi þá vildi Burrow ekkert ræða kaupin sín eða útskýra þau. "Have I told you I bought a BatMobile?" 😂 @JoeyB#HardKnocks In Season with the AFC North on @StreamOnMax pic.twitter.com/PxJJdDkhqx— NFL (@NFL) December 4, 2024 NFL Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Sjá meira
Burrow gekk á dögunum frá kaupunum á Batman-bílnum og borgaði fyrir hann þrjár milljónir Bandaríkjadala. Það gera 413 milljónir íslenskra króna. Þetta er sami bíllinn sem var notaður í kvikmyndum Christopher Nolan um Leðurblökumanninn en það eru myndirnar Batman Begins (2005), The Dark Knight (2008) og The Dark Knight Rises (2012). Burrow verður þar með aðeins einn af tíu sem eiga eintak af þessum sjaldgæfa Batmobile. Það er mikill kraftur í bílinn en hann býr meðal annars yfir 525 hestöflum. Burrow sagði útherjunum sínum, Ja'Marr Chase og Tee Higgins, frá þessu í þáttunum 'Hard Knocks' á HBO. „Hef ég sagt ykkur að ég keypti Batmobile? Ég fæ hann reyndar ekki fyrr en eftir ár,“ sagði Burrow við þá Chase og Higgins. Burrow hefur alveg efni á þessu því það er aðeins einn leikstjórnandi í deildinni sem er launahærri en hann. Burrow fær 55 milljónir dollara í árslaun eða 7,6 milljarða króna. Burrow er annars mikill bílaáhugamaður og safnar lúxusbílum. Þessi passar því vel inn í safnið. Þegar hann var spurður út í nýja bílinn sinn á blaðamannafundi þá vildi Burrow ekkert ræða kaupin sín eða útskýra þau. "Have I told you I bought a BatMobile?" 😂 @JoeyB#HardKnocks In Season with the AFC North on @StreamOnMax pic.twitter.com/PxJJdDkhqx— NFL (@NFL) December 4, 2024
NFL Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Sjá meira