Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2024 10:30 Sherif Ali Kenney hefur ekki skilað næstum því sama til Valsliðsins og aðrir Bandaríkjamenn eru að skila til sinna liða í deildinni. Vísir/Diego Valsmenn töpuðu öðrum leiknum í röð í gærkvöldi og um leið í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum í Bónus deildinni í körfubolta. Fyrir vikið sitja Íslandsmeistarar í fallsæti deildarinnar. Valsmenn voru líka deildarmeistarar í fyrra og unnu þá 18 af 22 leikjum sínum. Núna er liðið búið að tapa tveimur fleiri leikjum eða alls sex af níu leikjum. Það eru þó töpin að undanförnu sem valda mestu áhyggjum því þau hafa öll komið á móti liðunum í neðri hlutanum. Valur tapaði þar á móti Hetti. ÍR og Haukum en ekkert þeirra liða situr í úrslitakeppnissæti eins og er. Valsmenn eru með jafnmörg stig og bæði Höttur og ÍR en sitja í fallsætinu þar sem þeir eru 0-2 í innbyrðis leikjum á móti fyrrnefndum liðum. Þegar þjálfari Vals var spurður út í leikmannabreytingar hjá liðinu þá var svarið skýrt og skorinort. „Já það eru breytingar og það verður tilkynnt á morgun [í dag]. Eitthvað verður að gera en einn leikmaður inn er ekki að fara að breyta öllu. Við þurfum að grafa djúpt og finna einhverjar leiðir til að verða betra körfuboltalið og gera betur,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, í viðtali við Árna Jóhannsson eftir leikinn. Bandaríkjamaðurinn Sherif Ali Kenney var aðeins með sjö stig og eina stoðsendingu í gær og hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik með félaginu. Valsmenn hafa hins vegar unnið báða leiki sína í vetur þar sem hann hefur skorað fimmtán stig eða meira (á móti Álftanesi og Keflavík). Taiwo Badmus var frábær með 36 stig eins og hann hefur verið í allan vetur en það hefur bara ekki dugað til. Liðið saknar auðvitað mikið Kristófers Acox sem er enn að vinna sig til baka eftir hnémeiðslin í oddaleiknum um titilinn síðasta vor. Annað áhyggjuefni er að næstu þrír leikir Valsliðsins eru á móti Grindavík, Tindastól og Stjörnunni (eftir áramót). Verkefnið verður því afar krefjandi á næstunni ætli liðið að komast upp úr fallsætinu. Bónus-deild karla Valur Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Í beinni: Liverpool - Lille | Hákon Arnar byrjar á Anfield Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Aþena | Dýrmæt stig í boði á Hlíðarenda Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Sjá meira
Valsmenn voru líka deildarmeistarar í fyrra og unnu þá 18 af 22 leikjum sínum. Núna er liðið búið að tapa tveimur fleiri leikjum eða alls sex af níu leikjum. Það eru þó töpin að undanförnu sem valda mestu áhyggjum því þau hafa öll komið á móti liðunum í neðri hlutanum. Valur tapaði þar á móti Hetti. ÍR og Haukum en ekkert þeirra liða situr í úrslitakeppnissæti eins og er. Valsmenn eru með jafnmörg stig og bæði Höttur og ÍR en sitja í fallsætinu þar sem þeir eru 0-2 í innbyrðis leikjum á móti fyrrnefndum liðum. Þegar þjálfari Vals var spurður út í leikmannabreytingar hjá liðinu þá var svarið skýrt og skorinort. „Já það eru breytingar og það verður tilkynnt á morgun [í dag]. Eitthvað verður að gera en einn leikmaður inn er ekki að fara að breyta öllu. Við þurfum að grafa djúpt og finna einhverjar leiðir til að verða betra körfuboltalið og gera betur,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, í viðtali við Árna Jóhannsson eftir leikinn. Bandaríkjamaðurinn Sherif Ali Kenney var aðeins með sjö stig og eina stoðsendingu í gær og hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik með félaginu. Valsmenn hafa hins vegar unnið báða leiki sína í vetur þar sem hann hefur skorað fimmtán stig eða meira (á móti Álftanesi og Keflavík). Taiwo Badmus var frábær með 36 stig eins og hann hefur verið í allan vetur en það hefur bara ekki dugað til. Liðið saknar auðvitað mikið Kristófers Acox sem er enn að vinna sig til baka eftir hnémeiðslin í oddaleiknum um titilinn síðasta vor. Annað áhyggjuefni er að næstu þrír leikir Valsliðsins eru á móti Grindavík, Tindastól og Stjörnunni (eftir áramót). Verkefnið verður því afar krefjandi á næstunni ætli liðið að komast upp úr fallsætinu.
Bónus-deild karla Valur Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Í beinni: Liverpool - Lille | Hákon Arnar byrjar á Anfield Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Aþena | Dýrmæt stig í boði á Hlíðarenda Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Sjá meira