Styttum biðtímann í umferðinni Ó. Ingi Tómasson skrifar 5. desember 2024 15:03 Biðtíminn og pirringurinn í umferðinni eykst með hverju ári. Ástæðan er að ekki hefur verið farið í uppbyggingu nauðsynlegra samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu á síðustu áratugum, á sama tíma hefur bifreiðaeign á svæðinu margfaldast. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins tekur að einhverju leiti á þessu máli. Ár og áratugir munu líða þar til allar væntingar um framkvæmd samgöngusáttmálans nái fram að ganga, á meðan munum við íbúar á höfuðborgarsvæðinu vera áfram í umferðarteppum. Áætlanir Samgöngusáttmálinn sem er lausnarmiðaður með samkomulagi um samgöngubætur á stofnvegum og almenningssamgöngum nær til ársins 2040. Ætla má að sá tími lengist eitthvað miðað við aðrar áætlanir sem hafa verið lagðar fram. Fyrirhuguð mislæg gatnamót við Bústaðaveg að Reykjanesbraut er dæmi um hvernig pólitískar áherslur um tafir við uppbyggingu samgöngumannvirkja. Vegagerðin hefur í áraraðir lagt áherslu á mislæg gatnamót á þessum stað, verkefnið sem hefur verið fjármagnað hefur stoppað vegna stefnu borgaryfirvalda á bíllausan lífsstíl. Ekki er sjálfgefið að áætlanir samgöngusáttmálans nái fram að ganga og að því leiti er óvissa um framtíð uppbyggingu samgöngumannvirkja hvað varðar stofnbrautir og borgarlínu. Að þessu leiti má segja að áfram muni bifreiðum fjölga og vandamálin í umferðinni aukast. Fleytitíð Orðið fleytitíð kom sennilega fyrst fyrir í umræðunni árið 2005. Vegagerðin gaf út tvær skýrslur um fleytitíð árið 2014. Undirritaður skrifað grein í Fréttablaðið um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu árið 2016 þar sem fjallað var m.a. um einföldu og ódýru leiðina í samgöngum sem er fleytitíð. Þar kemur m.a. fram: „Einfalda lausnin eða öllu heldur ódýra leiðin er að ríki, sveitarfélög og skólar taki höndum saman og skipuleggi vinnutíma starfsfólks og nemenda þannig að upphaf vinnudags sé á mismunandi tímum þannig að álagið á umferðina dreifist á morgnana og svo aftur seinni partinn.“ Fleytitíð snýst um að hliðra til opnunartíma og starfsemi stórra skóla og opinberra stofnana/vinnustaða og deyfa þannig álagstoppa í morgun- og seinnipartumferð. Ávinningurinn er styttri ferðatími, minni pirringur í umferðinni og ávinningur fyrir samfélagið allt þar sem tafatími í umferðinni kostar umtalsverðar upphæðir. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umferð Samgöngur Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Biðtíminn og pirringurinn í umferðinni eykst með hverju ári. Ástæðan er að ekki hefur verið farið í uppbyggingu nauðsynlegra samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu á síðustu áratugum, á sama tíma hefur bifreiðaeign á svæðinu margfaldast. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins tekur að einhverju leiti á þessu máli. Ár og áratugir munu líða þar til allar væntingar um framkvæmd samgöngusáttmálans nái fram að ganga, á meðan munum við íbúar á höfuðborgarsvæðinu vera áfram í umferðarteppum. Áætlanir Samgöngusáttmálinn sem er lausnarmiðaður með samkomulagi um samgöngubætur á stofnvegum og almenningssamgöngum nær til ársins 2040. Ætla má að sá tími lengist eitthvað miðað við aðrar áætlanir sem hafa verið lagðar fram. Fyrirhuguð mislæg gatnamót við Bústaðaveg að Reykjanesbraut er dæmi um hvernig pólitískar áherslur um tafir við uppbyggingu samgöngumannvirkja. Vegagerðin hefur í áraraðir lagt áherslu á mislæg gatnamót á þessum stað, verkefnið sem hefur verið fjármagnað hefur stoppað vegna stefnu borgaryfirvalda á bíllausan lífsstíl. Ekki er sjálfgefið að áætlanir samgöngusáttmálans nái fram að ganga og að því leiti er óvissa um framtíð uppbyggingu samgöngumannvirkja hvað varðar stofnbrautir og borgarlínu. Að þessu leiti má segja að áfram muni bifreiðum fjölga og vandamálin í umferðinni aukast. Fleytitíð Orðið fleytitíð kom sennilega fyrst fyrir í umræðunni árið 2005. Vegagerðin gaf út tvær skýrslur um fleytitíð árið 2014. Undirritaður skrifað grein í Fréttablaðið um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu árið 2016 þar sem fjallað var m.a. um einföldu og ódýru leiðina í samgöngum sem er fleytitíð. Þar kemur m.a. fram: „Einfalda lausnin eða öllu heldur ódýra leiðin er að ríki, sveitarfélög og skólar taki höndum saman og skipuleggi vinnutíma starfsfólks og nemenda þannig að upphaf vinnudags sé á mismunandi tímum þannig að álagið á umferðina dreifist á morgnana og svo aftur seinni partinn.“ Fleytitíð snýst um að hliðra til opnunartíma og starfsemi stórra skóla og opinberra stofnana/vinnustaða og deyfa þannig álagstoppa í morgun- og seinnipartumferð. Ávinningurinn er styttri ferðatími, minni pirringur í umferðinni og ávinningur fyrir samfélagið allt þar sem tafatími í umferðinni kostar umtalsverðar upphæðir. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun