Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson og Salvör Jónsdóttir skrifa 5. desember 2024 14:32 Matís er íslenskt rannsókna- og nýsköpunarfyrirtæki í fremstu röð og hefur gegnt lykilhlutverki í þróun matvæla- og líftækni langt út yfir landsteinanna. Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif Matís eru ótvíræð, en með aukinni nýtingu og gæðum afurða hafa rannsóknir Matís skilað miklum verðmætum í þjóðarbúið á hverju ári. Matís hefur jafnframt lykilhlutverki að gegna í að tryggja matvælaöryggi landsmanna, en öflug viðbragðsgeta við upprunagreiningu matvælasýkinga hefur reynst ómetanleg við að draga úr útbreiðslu sýkinga, meta áhættur í matvælakeðjunni og stuðla að öruggum matvælum. Matís er mjög virkt í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi og hefur með því opnað dyr að nýjustu rannsóknum og tækni og gert aðgengilega íslenskum fyrirtækjum. Þá hefur Matís hefur stutt við nýsköpunarfyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu og þannig skapað ný störf og aukið fjölbreytni í atvinnulífi. Eitt mikilvægasta framlag Matís til íslensks samfélags er sú vinna og rannsóknir sem hafa stuðlað að sjálfbærri auðlindanýtingu og matvælaframleiðslu til framtíðar. Bætt umgengni við náttúruauðlindir Íslands stuðlar að langtímahagsæld þjóðarinnar og starfsemi Matís miðar öll að því að við getum hámarkað nýtingu náttúruauðlinda með sjálfbærum hætti. Matís hefur í gegnum árin þróað aðferðir til að nýta náttúruauðlindir betur, sérstaklega í sjávarútvegi. Þekkt eru dæmi um að hliðarafurðir úr fiski sem áður fóru til spillis, séu nú nýttar til að framleiða lífvirk efni og heilsuafurðir. Þetta snýst þó ekki bara um fiskinn heldur hefur Matís einnig unnið að rannsóknum og þróun nýtingar á þangi, þörungum og öðrum lífauðlindum hafsins. Þetta hefur meðal annars leitt til framleiðslu á nýpróteinum sem geta nýst í matvæli og fóðri, sem og lífvirkum efnum sem hafa víðtæka notkunarmöguleika. Þessi mikla rannsóknargeta eflir jafnframt landbúnað í landinu og fiskeldi þar sem rannsóknaþörfin eykst stöðugt með auknu umfangi og breyttum aðstæðum. Verkefni sem miða t.d. að því að lágmarka notkun efnaáburðar og þróa vistvænar fóðurlausnir hafa bæði efnahagslegan og umhverfislegan ávinning. Rannsóknir Matís á sviði matvælatækni og -vinnslu hafa auk þess orðið til þess að draga úr umhverfisáhrifum framleiðsluferla, en með því að þróa orkunýtnar lausnir, bæta geymsluþol og gæði matvæla, hefur Matís stuðlað að minni sóun og vistvænni matvælaiðnaði. Matís er óháð rannsóknareining og getur því boðið bæði stjórnvöldum og fyrirtækjum áreiðanlega greiningar á faggildum rannsóknastofum sem byggja á vísindalegum aðferðum og staðreyndum. Þetta hlutleysi er ómetanlegt í að byggja upp traust og tryggja að ákvarðanir séu teknar á grunni gagnreyndra upplýsinga. Hvort sem um er að ræða mat á umhverfisáhrifum, gæði hráefna, öryggi matvæla eða möguleika nýrra tæknilausna, er Matís áreiðanlegur samstarfsaðili. Hlutverk Matís í umhverfisvænni og sjálfbærri matvælaframleiðslu er ómetanlegt þegar litið er til framtíðar. Með áframhaldandi áherslu á nýsköpun, rannsóknir og samvinnu mun Matís halda áfram að vera leiðandi afl í að þróa lausnir sem draga úr umhverfisáhrifum og stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu á Íslandi. Matís er lykilaðili við mótun umhverfisvæns og sjáfbærs matvælaiðnaðar á Íslandi. Með því að nýta nýjustu vísindi og tæknilausnir, og með samvinnu við innlenda og erlenda aðila, hefur fyrirtækið lagt grunn að þróun sem hefur haft bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning. Oddur Már er forstjóri Matís og Salvör er stjórnarformaður Matís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Nýsköpun Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Matís er íslenskt rannsókna- og nýsköpunarfyrirtæki í fremstu röð og hefur gegnt lykilhlutverki í þróun matvæla- og líftækni langt út yfir landsteinanna. Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif Matís eru ótvíræð, en með aukinni nýtingu og gæðum afurða hafa rannsóknir Matís skilað miklum verðmætum í þjóðarbúið á hverju ári. Matís hefur jafnframt lykilhlutverki að gegna í að tryggja matvælaöryggi landsmanna, en öflug viðbragðsgeta við upprunagreiningu matvælasýkinga hefur reynst ómetanleg við að draga úr útbreiðslu sýkinga, meta áhættur í matvælakeðjunni og stuðla að öruggum matvælum. Matís er mjög virkt í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi og hefur með því opnað dyr að nýjustu rannsóknum og tækni og gert aðgengilega íslenskum fyrirtækjum. Þá hefur Matís hefur stutt við nýsköpunarfyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu og þannig skapað ný störf og aukið fjölbreytni í atvinnulífi. Eitt mikilvægasta framlag Matís til íslensks samfélags er sú vinna og rannsóknir sem hafa stuðlað að sjálfbærri auðlindanýtingu og matvælaframleiðslu til framtíðar. Bætt umgengni við náttúruauðlindir Íslands stuðlar að langtímahagsæld þjóðarinnar og starfsemi Matís miðar öll að því að við getum hámarkað nýtingu náttúruauðlinda með sjálfbærum hætti. Matís hefur í gegnum árin þróað aðferðir til að nýta náttúruauðlindir betur, sérstaklega í sjávarútvegi. Þekkt eru dæmi um að hliðarafurðir úr fiski sem áður fóru til spillis, séu nú nýttar til að framleiða lífvirk efni og heilsuafurðir. Þetta snýst þó ekki bara um fiskinn heldur hefur Matís einnig unnið að rannsóknum og þróun nýtingar á þangi, þörungum og öðrum lífauðlindum hafsins. Þetta hefur meðal annars leitt til framleiðslu á nýpróteinum sem geta nýst í matvæli og fóðri, sem og lífvirkum efnum sem hafa víðtæka notkunarmöguleika. Þessi mikla rannsóknargeta eflir jafnframt landbúnað í landinu og fiskeldi þar sem rannsóknaþörfin eykst stöðugt með auknu umfangi og breyttum aðstæðum. Verkefni sem miða t.d. að því að lágmarka notkun efnaáburðar og þróa vistvænar fóðurlausnir hafa bæði efnahagslegan og umhverfislegan ávinning. Rannsóknir Matís á sviði matvælatækni og -vinnslu hafa auk þess orðið til þess að draga úr umhverfisáhrifum framleiðsluferla, en með því að þróa orkunýtnar lausnir, bæta geymsluþol og gæði matvæla, hefur Matís stuðlað að minni sóun og vistvænni matvælaiðnaði. Matís er óháð rannsóknareining og getur því boðið bæði stjórnvöldum og fyrirtækjum áreiðanlega greiningar á faggildum rannsóknastofum sem byggja á vísindalegum aðferðum og staðreyndum. Þetta hlutleysi er ómetanlegt í að byggja upp traust og tryggja að ákvarðanir séu teknar á grunni gagnreyndra upplýsinga. Hvort sem um er að ræða mat á umhverfisáhrifum, gæði hráefna, öryggi matvæla eða möguleika nýrra tæknilausna, er Matís áreiðanlegur samstarfsaðili. Hlutverk Matís í umhverfisvænni og sjálfbærri matvælaframleiðslu er ómetanlegt þegar litið er til framtíðar. Með áframhaldandi áherslu á nýsköpun, rannsóknir og samvinnu mun Matís halda áfram að vera leiðandi afl í að þróa lausnir sem draga úr umhverfisáhrifum og stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu á Íslandi. Matís er lykilaðili við mótun umhverfisvæns og sjáfbærs matvælaiðnaðar á Íslandi. Með því að nýta nýjustu vísindi og tæknilausnir, og með samvinnu við innlenda og erlenda aðila, hefur fyrirtækið lagt grunn að þróun sem hefur haft bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning. Oddur Már er forstjóri Matís og Salvör er stjórnarformaður Matís.
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar