Launmorð á götum New York Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2024 17:50 Morðinginn skaut Thompson ítrekað, eftir að hafa beðið eftir honum í nokkurn tíma, samkvæmt lögreglunni. Hann flúði svo á hlaupum en fór svo á rafmagnshjóli í Central Park. AP/Lögreglan í New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. Lögreglan segir líklegt að morðinginn hafi setið fyrir Thompson. Eftir að hann skaut Thompson flúði hann á hlaupum og fór svo á rafmagnshjóli í Central Park. Hvert hann fór þaðan veit lögreglan ekki. Thomspon var fluttur á sjúkrahús en hann var lýstu látinn þar. AP fréttaveitan segir að þó rannsakendur telji að um launmorð hafi verið að ræða, liggi tilefni morðsins ekki fyrir. Myndband af morðinu hefur verið í dreifingu á netinu. Vert er að vara lesendur við því að það getur vakið óhug. BREAKING: Chilling surveillance footage shows assassin executing UnitedHealthcare CEO Brian Thompson in NYC pic.twitter.com/sbip37kDlh— Breaking911 (@Breaking911) December 4, 2024 New York Times hefur þó eftir heimildarmanni sem þekkir til rannsóknar lögreglu að Thompson hafi borist nokkrar hótanir að undanförnu. Enn sé verið að rannsaka hvaðan þær komu og eðli þeirra en hann ku hafa fengið hótanir reglulega vegna starfs hans. Svo virðist sem Thompson hafi ekki talið sjálfur að hann væri í hættu og var hann ekki með neins konar öryggisgæslu. Hér að neðan má sjá blaðamannafund frá því fyrr í dag þegar Jessica Tisch, yfirmaður lögreglunnar í New York, fór yfir málið og þær upplýsingar sem liggja fyrir. Meðal þess sem rannsakendur eru að skoða eru upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Eru þeir að reyna að fylgja morðingjanum aftur í tímann með því markmiði að reyna að finna frekari upplýsingar um hann, eins og til dæmis hvernig hann ferðaðist til hótelsins og hvort andlit hans hafi náðst á mynd einhversstaðar. Farsími fannst á vettvangi en ekki er ljóst hvort morðinginn hafi misst hann eða einhver annar, samkvæmt NYT. AP fréttaveitan er einnig með beina útsendingu frá morðstaðnum, sem sjá má hér að neðan. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Lögreglan segir líklegt að morðinginn hafi setið fyrir Thompson. Eftir að hann skaut Thompson flúði hann á hlaupum og fór svo á rafmagnshjóli í Central Park. Hvert hann fór þaðan veit lögreglan ekki. Thomspon var fluttur á sjúkrahús en hann var lýstu látinn þar. AP fréttaveitan segir að þó rannsakendur telji að um launmorð hafi verið að ræða, liggi tilefni morðsins ekki fyrir. Myndband af morðinu hefur verið í dreifingu á netinu. Vert er að vara lesendur við því að það getur vakið óhug. BREAKING: Chilling surveillance footage shows assassin executing UnitedHealthcare CEO Brian Thompson in NYC pic.twitter.com/sbip37kDlh— Breaking911 (@Breaking911) December 4, 2024 New York Times hefur þó eftir heimildarmanni sem þekkir til rannsóknar lögreglu að Thompson hafi borist nokkrar hótanir að undanförnu. Enn sé verið að rannsaka hvaðan þær komu og eðli þeirra en hann ku hafa fengið hótanir reglulega vegna starfs hans. Svo virðist sem Thompson hafi ekki talið sjálfur að hann væri í hættu og var hann ekki með neins konar öryggisgæslu. Hér að neðan má sjá blaðamannafund frá því fyrr í dag þegar Jessica Tisch, yfirmaður lögreglunnar í New York, fór yfir málið og þær upplýsingar sem liggja fyrir. Meðal þess sem rannsakendur eru að skoða eru upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Eru þeir að reyna að fylgja morðingjanum aftur í tímann með því markmiði að reyna að finna frekari upplýsingar um hann, eins og til dæmis hvernig hann ferðaðist til hótelsins og hvort andlit hans hafi náðst á mynd einhversstaðar. Farsími fannst á vettvangi en ekki er ljóst hvort morðinginn hafi misst hann eða einhver annar, samkvæmt NYT. AP fréttaveitan er einnig með beina útsendingu frá morðstaðnum, sem sjá má hér að neðan.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira