Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2024 19:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri telur að bankarnir hafi verið of bráðir á sér þegar þeir hækkuðu vexti á verðtryggðum lánum í kjölfar síðustu stýrivaxtalækkunnar. Verið sé að kanna hvort draga megi úr kröfum til fyrstu kaupenda. Það vakti hörð viðbrögð í síðasta mánuði þegar Íslandsbanki og Arion banki ákváðu að hækka vexti á verðtryggðum útlánum í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Breki Karlsson gagnrýndi vaxtahækkanirnar harðlega í fréttum á sínum tíma. „Það má eiginlega segja að bankinn sé að stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans,“ sagði Breki í fréttum 20. nóvember. Bankarnir útskýrðu hækkanir með því að raunstýrivextir eða bil milli verðbólgu og stýrivaxta, væru enn of háir og því dýrt að fjármagna verðtryggð útlán. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur hins vegar að bankarnir hafi farið of geyst í vaxtahækkununum. „Mér fannst þeir vera heldur bráðir á sér. En ég veit að þetta þétta raunvaxtaaðhald sem við erum að knýja fram leiðir til þess að þeir eru að taka tap á verðtryggðum lánum,“ segir hann. Þurfi jafnvægi milli inn- og útlána Már Wolfang Mixa dósent við Háskóla Íslands benti á í fréttum 20. nóvember að bankarnir gætu leyst fjármögnunarvanda sinn vegna útlána í slíkri stöðu. „Einföld leið til að minnka sveifluna er að miða húsnæðislán við langtímalán ekki skammtímalán,“ sagði Már. Ásgeir segir einnig mikilvægt að fjármögnun bankanna sé í takt við útlán þeirra. „Það má velta fyrir sér hvort bankarnir hefðu átt að auka verðtryggð útlán svo hratt án þess að hafa hugað að verðtryggðri fjármögnun,“ segir Ásgeir. Sljákka mögulega á kröfum vegna fyrstu kaupa Seðlabankinn hefur síðustu ár hert skilyrði til lántöku fasteignalána. Ásgeir segir að mögulega verði sljákkað á þeim á næstunni. „Eitt af því sem kæmi alveg til greina er að lækka væri kröfur á fyrstu kaupendur um leið og við teljum að skilyrðin til þess séu komin,“ segir hann. Í umræðu um háa raunstýrivexti hefur verið gagnrýnt að næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans sé ekki fyrr en í febrúar. Ásgeir segir ekki koma til greina að flýta fundinum. „Það hefur ekki komið til greina. Peningastefnunefnd hefur ákveðna fundadagskrá og það er ekkert sem hefur komið fram sem verður til þess að við röskum þeirri dagskrá,“ segir hann. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Hátt raunvaxtastig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjármálakerfið Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist. 4. desember 2024 09:13 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Það vakti hörð viðbrögð í síðasta mánuði þegar Íslandsbanki og Arion banki ákváðu að hækka vexti á verðtryggðum útlánum í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Breki Karlsson gagnrýndi vaxtahækkanirnar harðlega í fréttum á sínum tíma. „Það má eiginlega segja að bankinn sé að stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans,“ sagði Breki í fréttum 20. nóvember. Bankarnir útskýrðu hækkanir með því að raunstýrivextir eða bil milli verðbólgu og stýrivaxta, væru enn of háir og því dýrt að fjármagna verðtryggð útlán. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur hins vegar að bankarnir hafi farið of geyst í vaxtahækkununum. „Mér fannst þeir vera heldur bráðir á sér. En ég veit að þetta þétta raunvaxtaaðhald sem við erum að knýja fram leiðir til þess að þeir eru að taka tap á verðtryggðum lánum,“ segir hann. Þurfi jafnvægi milli inn- og útlána Már Wolfang Mixa dósent við Háskóla Íslands benti á í fréttum 20. nóvember að bankarnir gætu leyst fjármögnunarvanda sinn vegna útlána í slíkri stöðu. „Einföld leið til að minnka sveifluna er að miða húsnæðislán við langtímalán ekki skammtímalán,“ sagði Már. Ásgeir segir einnig mikilvægt að fjármögnun bankanna sé í takt við útlán þeirra. „Það má velta fyrir sér hvort bankarnir hefðu átt að auka verðtryggð útlán svo hratt án þess að hafa hugað að verðtryggðri fjármögnun,“ segir Ásgeir. Sljákka mögulega á kröfum vegna fyrstu kaupa Seðlabankinn hefur síðustu ár hert skilyrði til lántöku fasteignalána. Ásgeir segir að mögulega verði sljákkað á þeim á næstunni. „Eitt af því sem kæmi alveg til greina er að lækka væri kröfur á fyrstu kaupendur um leið og við teljum að skilyrðin til þess séu komin,“ segir hann. Í umræðu um háa raunstýrivexti hefur verið gagnrýnt að næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans sé ekki fyrr en í febrúar. Ásgeir segir ekki koma til greina að flýta fundinum. „Það hefur ekki komið til greina. Peningastefnunefnd hefur ákveðna fundadagskrá og það er ekkert sem hefur komið fram sem verður til þess að við röskum þeirri dagskrá,“ segir hann.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Hátt raunvaxtastig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjármálakerfið Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist. 4. desember 2024 09:13 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hátt raunvaxtastig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjármálakerfið Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist. 4. desember 2024 09:13