Konfektið í hæstu hæðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2024 20:02 Benjamín Julian verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir konfektið verða dýrt um jólin. Vísir/Einar Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. Frá nóvember í fyrra til nóvember í ár hefur verðlag í Iceland hækkað um 10%, mun meira en í öðrum verslunum. Á sama tímabili hefur verðlag lækkað í Nettó, ólíkt öðrum matvöruverslunum. Verðlagseftirlit ASÍ er að venju á vaktinni sem Benjamín Julian stýrir. „Búðirnar sem mest er verslað í eru allar að hækka verð í takt við verðbólgu síðasta árið. Nettó sker sig úr og hefur lækkað verð á milli ára. Þá hækkar Iceland langmest,“ segir Benjamín. Verðbreytingar verslanna milli ára.Vísir Prís enn þá lægst Verðlagseftirlitið gerir líka samanburð á verði milli verslana. Prís er ódýrasta verslunin, svo Bónus, Krónan og fjórða keðjan er Nettó sem er að lækka sig almennt á þeim vörum sem fást líka í öðrum verslunum,“ segir hann Súkkulaði í hæstu hæðum Sé horft á verðþróun síðustu tólf mánaða mælist mikill munur á verðþróun eftir vöruflokkum og framleiðendum. Vörur frá Nóa Síríus hækkuðu um 24% í Bónus og um 22% í Krónunni milli ára. Vörur frá Xtra hækkuðu um 19% í Nettó og 22% í Kjörbúðinni. Nói Síríus hækkar mest.Vísir „Súkkulaði er bara orðið alveg óheyrilega dýrt. Innlent og erlent og allir framleiðendur. Nói Síríus hefur hækkað langmest milli ára það sést á konfektinu sem er bara selt nú um hátíðirnar og það gildir það sama um Lindukonfekti,“ segir hann. Vörur frá Sölufélagi garðyrkjumanna hækka líka mikið. „Sölufélag garðyrkjumanna þarf að útskýra hvers vegna fyrirtækið hækkar næst mest eða um þurfa að útskýra hvers vegna það er að gerast hjá þeim. Þeir hafa hækkað næst mest eða um ríflega tíu prósent milli ára,“ segir hann. Aðspurður hvernig best sé að haga innkaupum fyrir jólin svarar Benjamín: „Ef maður verslar skynsamlega þá er hægt að gera þolanleg innkaup þó allt hafi hækkað alveg ofsalega síðustu 3-4 ár. Ég mæli með að gera verðsamanburð í appinu okkar Napp.is.“ Verðlag Verslun Fjármál heimilisins ASÍ Matvöruverslun Neytendur Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Frá nóvember í fyrra til nóvember í ár hefur verðlag í Iceland hækkað um 10%, mun meira en í öðrum verslunum. Á sama tímabili hefur verðlag lækkað í Nettó, ólíkt öðrum matvöruverslunum. Verðlagseftirlit ASÍ er að venju á vaktinni sem Benjamín Julian stýrir. „Búðirnar sem mest er verslað í eru allar að hækka verð í takt við verðbólgu síðasta árið. Nettó sker sig úr og hefur lækkað verð á milli ára. Þá hækkar Iceland langmest,“ segir Benjamín. Verðbreytingar verslanna milli ára.Vísir Prís enn þá lægst Verðlagseftirlitið gerir líka samanburð á verði milli verslana. Prís er ódýrasta verslunin, svo Bónus, Krónan og fjórða keðjan er Nettó sem er að lækka sig almennt á þeim vörum sem fást líka í öðrum verslunum,“ segir hann Súkkulaði í hæstu hæðum Sé horft á verðþróun síðustu tólf mánaða mælist mikill munur á verðþróun eftir vöruflokkum og framleiðendum. Vörur frá Nóa Síríus hækkuðu um 24% í Bónus og um 22% í Krónunni milli ára. Vörur frá Xtra hækkuðu um 19% í Nettó og 22% í Kjörbúðinni. Nói Síríus hækkar mest.Vísir „Súkkulaði er bara orðið alveg óheyrilega dýrt. Innlent og erlent og allir framleiðendur. Nói Síríus hefur hækkað langmest milli ára það sést á konfektinu sem er bara selt nú um hátíðirnar og það gildir það sama um Lindukonfekti,“ segir hann. Vörur frá Sölufélagi garðyrkjumanna hækka líka mikið. „Sölufélag garðyrkjumanna þarf að útskýra hvers vegna fyrirtækið hækkar næst mest eða um þurfa að útskýra hvers vegna það er að gerast hjá þeim. Þeir hafa hækkað næst mest eða um ríflega tíu prósent milli ára,“ segir hann. Aðspurður hvernig best sé að haga innkaupum fyrir jólin svarar Benjamín: „Ef maður verslar skynsamlega þá er hægt að gera þolanleg innkaup þó allt hafi hækkað alveg ofsalega síðustu 3-4 ár. Ég mæli með að gera verðsamanburð í appinu okkar Napp.is.“
Verðlag Verslun Fjármál heimilisins ASÍ Matvöruverslun Neytendur Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira