Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 4. desember 2024 12:00 Vissuð þið að fræðin segja okkur að það þarf að leiðrétta kjör kvennastétta áður en ráðist er í það að lengja fæðingarorlof enn frekar. Af hverju ? Jú af því að ef við gerum það ekki þá vinnur lengingin gegn því að konur nái jöfnum rétti á við karla. Hvernig þá ? Á meðan við erum með fjölmennar kvennastéttir sem haldið er niðri launalega séð þá veljast þeir aðilar sem í þeim starfa oft frekar til að sinna börnum heima en sá aðili sem hefur hærri laun því hann er látinn afla tekna utan heimilis. Þetta hefur í för með sér að láglaunafólk er oft styttra á vinnumarkaði en þeir sem eru með hærri laun og þar af leiðandi með minni réttindi í lok starfsævi sinnar. Snjóboltaáhrifin gilda í þessu eins og öðru. Núna er boltinn í höndum nýrrar ríkisstjórnar. Það er núna eða aldrei. Verkfalli kennara hefur verið frestað til 31. janúar 2025 og tímann fram að því þarf að nýta vel. Kennarastéttin er stór kvennastétt sem hefur verið haldið niðri allt of lengi. Eiginlega það lengi að komið er að þolmörkum á mörgum sviðum skólakerfisins og ungt fólk sér sig ekki starfa við kennslu í framtíðinni. Hvernig skóla viljum við hér á landi ? Til að halda í gott fólk og fá nýtt inn í stéttina þá þarf að jafna laun á milli markaða og skapa viðunandi starfsskilyrði. Þessir þættir þurfa að vera í lagi til að viðhalda öflugu skólakerfi. Við vitum að það eru sveitafélög sem hafa lítið bolmagn til að reka skólana og þau eiga ekki að fá að halda láglaunastefnu kennara gangandi. Því er mikilvægt að ríkið stígi inn í jöfnuna. Vinnumarkaðslíkanið sem byggir á samræmdri láglaunastefnu er að vinna gegn kvennastéttum og jafnrétti í landinu. Við þurfum að breyta þessu og núna er rétti tíminn til að leiðrétta laun kennara. Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp til að fá laun í takt við menntun. Því ef þú hefur áhuga á að vinna með börnum þá er voðinn vís og þú gætir lent í fátækragildru eða misst heilsuna vegna álags. Það er dýrt að mennta sig. Ung fólk veit það og það veit líka hver afleiðan af lágum launum er. Upplýsingaflæðið er meira í dag en fyrir tíma veraldarvefsins þegar ég var að velja mér háskólanám. Mitt val stóð á milli þess að velja lögfræði eða kennaranám. Ég held ég væri allavega ekki í sömu sporum og ég er í dag ef ég hefði valið lögfræðina. Hafið þið heyrt um kjarabaráttu lögfræðinga ? Ekki ég heldur. En núna er komið að kennurum. Verkföll eru ekki þjóðaríþrótt kennara heldur áskapað vandamál stjórnvalda. Kennarar hafa lengi reynt að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og er verkfallsvopnið eina vopnið sem virðist bíta. Ástandið þarf ekki að vera svona. Þessu er hægt að breyta og skora ég því á stjórnvöld að gera það. Við erum þjóð sem vill jafnrétti, sýnum það í verki. Höfundur er kennari í stjórn KFR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Vissuð þið að fræðin segja okkur að það þarf að leiðrétta kjör kvennastétta áður en ráðist er í það að lengja fæðingarorlof enn frekar. Af hverju ? Jú af því að ef við gerum það ekki þá vinnur lengingin gegn því að konur nái jöfnum rétti á við karla. Hvernig þá ? Á meðan við erum með fjölmennar kvennastéttir sem haldið er niðri launalega séð þá veljast þeir aðilar sem í þeim starfa oft frekar til að sinna börnum heima en sá aðili sem hefur hærri laun því hann er látinn afla tekna utan heimilis. Þetta hefur í för með sér að láglaunafólk er oft styttra á vinnumarkaði en þeir sem eru með hærri laun og þar af leiðandi með minni réttindi í lok starfsævi sinnar. Snjóboltaáhrifin gilda í þessu eins og öðru. Núna er boltinn í höndum nýrrar ríkisstjórnar. Það er núna eða aldrei. Verkfalli kennara hefur verið frestað til 31. janúar 2025 og tímann fram að því þarf að nýta vel. Kennarastéttin er stór kvennastétt sem hefur verið haldið niðri allt of lengi. Eiginlega það lengi að komið er að þolmörkum á mörgum sviðum skólakerfisins og ungt fólk sér sig ekki starfa við kennslu í framtíðinni. Hvernig skóla viljum við hér á landi ? Til að halda í gott fólk og fá nýtt inn í stéttina þá þarf að jafna laun á milli markaða og skapa viðunandi starfsskilyrði. Þessir þættir þurfa að vera í lagi til að viðhalda öflugu skólakerfi. Við vitum að það eru sveitafélög sem hafa lítið bolmagn til að reka skólana og þau eiga ekki að fá að halda láglaunastefnu kennara gangandi. Því er mikilvægt að ríkið stígi inn í jöfnuna. Vinnumarkaðslíkanið sem byggir á samræmdri láglaunastefnu er að vinna gegn kvennastéttum og jafnrétti í landinu. Við þurfum að breyta þessu og núna er rétti tíminn til að leiðrétta laun kennara. Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp til að fá laun í takt við menntun. Því ef þú hefur áhuga á að vinna með börnum þá er voðinn vís og þú gætir lent í fátækragildru eða misst heilsuna vegna álags. Það er dýrt að mennta sig. Ung fólk veit það og það veit líka hver afleiðan af lágum launum er. Upplýsingaflæðið er meira í dag en fyrir tíma veraldarvefsins þegar ég var að velja mér háskólanám. Mitt val stóð á milli þess að velja lögfræði eða kennaranám. Ég held ég væri allavega ekki í sömu sporum og ég er í dag ef ég hefði valið lögfræðina. Hafið þið heyrt um kjarabaráttu lögfræðinga ? Ekki ég heldur. En núna er komið að kennurum. Verkföll eru ekki þjóðaríþrótt kennara heldur áskapað vandamál stjórnvalda. Kennarar hafa lengi reynt að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og er verkfallsvopnið eina vopnið sem virðist bíta. Ástandið þarf ekki að vera svona. Þessu er hægt að breyta og skora ég því á stjórnvöld að gera það. Við erum þjóð sem vill jafnrétti, sýnum það í verki. Höfundur er kennari í stjórn KFR.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun