Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2024 11:12 Ásgeir Þór Ásgeirsson og Theodór Kristjánsson hafa starfað lengi fyrir lögregluna. Vísir Starf Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður auglýst til umsóknar. Ráðið verður í starfið tímabundið til eins árs. Á meðan umsóknarferlinu stendur munu tveir reynsluboltar hjá lögreglunni fylla í skarð Gríms. Grímur kveður lögregluna eftir 37 ára starf en hann var kjörinn á þing í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Hann var þriðji maður á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og eftir spennandi kosninganótt varð ljóst að Grímur næði inn á þing. Grímur hefur verið áberandi sem andlit lögreglunnar í stórum sakamálum undanfarinn tæpan áratug. Með brotthvarfi hans er ljóst að það verður nýr fulltrúi lögreglu sem kemur fram fyrir hennar hönd í slíkum málum. Næstu vikur og jafnvel mánuði verða Ásgeir Þór Ásgeirsson og Theodór Kristjánsson í því hlutverki. Ásgeir Þór segir í samtali við Vísi að hann taki að sér skipulagða brotastarfsemi, ofbeldismál, fjármunabrot og kynferðisbrotamál. Stoðdeildirnar, sem einnig heyrðu undir Grím, lenda hjá Theodór. Um er að ræða tæknideild og tölvurannsókna- og rafeindadeild. Grímur Grímsson greiddi atkvæði í Hagaskóla á laugardaginn. Vísir/Sigurjón „Fyrir mér er þetta bara tækifæri til að kafa betur ofan í einn hluta embættisins sem ég hef ekki gert áður,“ segir Ásgeir Þór. Hann hlakkar til að setjast niður með nýjum yfirmanni á rannsóknarsviði en samstarfið við Grím hafi verið afar gott og farsælt. Meðal annars er horft til Ævars Pálma og Elín Agnesar þegar kemur að líklegum umsækjendum um starf Gríms. Elín Agnes Kristínardóttir og Ævar Pálmi Ævarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa leitt deildirnar undanfarnar vikur í fjarveru Gríms. Elín Agnes verið yfir skipulagðri brotastarfsemi og Ævar Pálmi yfir rannsóknum á kynferðisbrotum. Telja má líklegt að þau verði meðal umsækjenda um starfið sem er sem fyrr segir til reynslu í eitt ár. Lögreglan Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Vistaskipti Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Grímur kveður lögregluna eftir 37 ára starf en hann var kjörinn á þing í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Hann var þriðji maður á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og eftir spennandi kosninganótt varð ljóst að Grímur næði inn á þing. Grímur hefur verið áberandi sem andlit lögreglunnar í stórum sakamálum undanfarinn tæpan áratug. Með brotthvarfi hans er ljóst að það verður nýr fulltrúi lögreglu sem kemur fram fyrir hennar hönd í slíkum málum. Næstu vikur og jafnvel mánuði verða Ásgeir Þór Ásgeirsson og Theodór Kristjánsson í því hlutverki. Ásgeir Þór segir í samtali við Vísi að hann taki að sér skipulagða brotastarfsemi, ofbeldismál, fjármunabrot og kynferðisbrotamál. Stoðdeildirnar, sem einnig heyrðu undir Grím, lenda hjá Theodór. Um er að ræða tæknideild og tölvurannsókna- og rafeindadeild. Grímur Grímsson greiddi atkvæði í Hagaskóla á laugardaginn. Vísir/Sigurjón „Fyrir mér er þetta bara tækifæri til að kafa betur ofan í einn hluta embættisins sem ég hef ekki gert áður,“ segir Ásgeir Þór. Hann hlakkar til að setjast niður með nýjum yfirmanni á rannsóknarsviði en samstarfið við Grím hafi verið afar gott og farsælt. Meðal annars er horft til Ævars Pálma og Elín Agnesar þegar kemur að líklegum umsækjendum um starf Gríms. Elín Agnes Kristínardóttir og Ævar Pálmi Ævarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa leitt deildirnar undanfarnar vikur í fjarveru Gríms. Elín Agnes verið yfir skipulagðri brotastarfsemi og Ævar Pálmi yfir rannsóknum á kynferðisbrotum. Telja má líklegt að þau verði meðal umsækjenda um starfið sem er sem fyrr segir til reynslu í eitt ár.
Lögreglan Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Vistaskipti Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira