Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. desember 2024 19:33 Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Drafnarsteini var kát þegar börnin mættu aftur í leikskólann í morgun. Vísir/Bjarni Grátklökkir foreldrar, kennarar og glöð börn hittust á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík í dag eftir langt verkfall. Leikskólastjórinn segist ekki geta hugsað til þess að þurfa mögulega að loka leikskólanum aftur eftir tvo mánuði ef samningar nást ekki í tæka tíð. Á föstudaginn var verkfalli kennara frestað eftir að samkomulag náðist á milli þeirra og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga um tillögu frá Ríkissáttasemjara. Tæpar fimm vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust og voru börnin á Drafnarsteini flest ánægð með að mæta aftur í leikskólann í dag. Gleði, kökkur í hálsi og faðmlög „Það var mikil gleði. Það var bara kökkur í hálsi og faðmlög og yndislegt. Miklar tilfinningar. Þetta er búið að vera mikill rússíbani að standa í þessu og fyrir alla. Þannig að miklar tilfinningar og glöð börn,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Drafnarsteini. „Við fullorðna fólkið vorum mikið í faðmlögum og svo auðvitað knús frá krökkunum. Þau eru ómetanleg og við höfum saknað þeirra mikið. Nú er náttúrulega aðventan gengin í garð þannig að þetta var mikil aðventugjöf.“ Börnin voru glöð að koma aftur í leikskólann, starfsfólkið og foreldrarnir ekki síður.Vísir/Einar Þess ber að geta að Halldóra hefur sjálf ekki verið í verkfalli og því verið starfandi síðustu fimm vikurnar. Það hafi verið sérstakt að vera í barnalausum leikskólanum allan þennan tíma. „Ég get ekki hugsað til þess“ Halldóra segir börnin hafa haft frá mörgu að segja eftir fjarveruna. „Það gerist ýmsilegt á fimm vikum. Það er búið að halda mörg afmæli og börn hafa orðið stóru systkini og það er búið að fara í flugvél. Þannig við erum svolítið búin að vera að taka púlsinn á hvað allir hafa verið að gera.“ Einungis er um frestun verkfallsaðgerða að ræða og hefst verkfall á ný ef ekki verður búið að semja fyrir 1. febrúar. Halldóra segir það erfiða tilhugsun að þurfa mögulega að loka leikskólanum aftur. „Ég get ekki hugsað til þess. Það er bara einn dagur í einu. Það verður bara að koma í ljós og ég vona svo sannarlega að samningar náist áður en það verður,“ segir hún. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. 5. nóvember 2024 21:01 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Á föstudaginn var verkfalli kennara frestað eftir að samkomulag náðist á milli þeirra og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga um tillögu frá Ríkissáttasemjara. Tæpar fimm vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust og voru börnin á Drafnarsteini flest ánægð með að mæta aftur í leikskólann í dag. Gleði, kökkur í hálsi og faðmlög „Það var mikil gleði. Það var bara kökkur í hálsi og faðmlög og yndislegt. Miklar tilfinningar. Þetta er búið að vera mikill rússíbani að standa í þessu og fyrir alla. Þannig að miklar tilfinningar og glöð börn,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Drafnarsteini. „Við fullorðna fólkið vorum mikið í faðmlögum og svo auðvitað knús frá krökkunum. Þau eru ómetanleg og við höfum saknað þeirra mikið. Nú er náttúrulega aðventan gengin í garð þannig að þetta var mikil aðventugjöf.“ Börnin voru glöð að koma aftur í leikskólann, starfsfólkið og foreldrarnir ekki síður.Vísir/Einar Þess ber að geta að Halldóra hefur sjálf ekki verið í verkfalli og því verið starfandi síðustu fimm vikurnar. Það hafi verið sérstakt að vera í barnalausum leikskólanum allan þennan tíma. „Ég get ekki hugsað til þess“ Halldóra segir börnin hafa haft frá mörgu að segja eftir fjarveruna. „Það gerist ýmsilegt á fimm vikum. Það er búið að halda mörg afmæli og börn hafa orðið stóru systkini og það er búið að fara í flugvél. Þannig við erum svolítið búin að vera að taka púlsinn á hvað allir hafa verið að gera.“ Einungis er um frestun verkfallsaðgerða að ræða og hefst verkfall á ný ef ekki verður búið að semja fyrir 1. febrúar. Halldóra segir það erfiða tilhugsun að þurfa mögulega að loka leikskólanum aftur. „Ég get ekki hugsað til þess. Það er bara einn dagur í einu. Það verður bara að koma í ljós og ég vona svo sannarlega að samningar náist áður en það verður,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. 5. nóvember 2024 21:01 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. 5. nóvember 2024 21:01