Þetta staðfestir Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa, í samtali við Vísi. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.
Bæði í verslun og á skrifstofu
„Það hefur verið tap á rekstri vefverslunarinnar undanfarin ár og við erum núna í skipulagsbreytingum á rekstrinum og samhliða því sögðum við upp tólf starfsmönnum. Uppsagnirnar voru bæði í vefverslun og á skrifstofu. Við erum stöðugt að leita leiða til að gera reksturinn okkar skilvirkari.“

Heimkaup stigu inn á lágvöruverðsmarkað í ágúst þessa árs með opnun verslunarinnar Prís á Smáratorgi 3 í Kópavogi. Félagið rekur auk vefverslunar Heimkaupa og Prís Lyfjaval, 10-11 og hluta af Brauð & co., Gló og Sbarro. Félagið er í 81 prósenta eigu Skeljar fjárfestingarfélags og hjá því starfa rúmlega 160 manns.
Markaðurinn hafi verið staðnaður
Gréta María segir að lágvöruverðsmarkaður hafi verið staðnaður og einkennst af fákeppni áður en Prís var opnað.
„Prís hefur fengið mjög góðar viðtökur og við sjáum fyrir okkur frekari uppbyggingu á Prís.“