Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2024 12:46 Selenskí virðist á síðustu vikum og mánuðum vera að gefa aðeins eftir hvað varðar ítrustu markmið Úkraínu í stríðinu við Rússa. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti virðist hafa gefið nokkuð eftir í þeirri afstöðu sinni að Úkraínumenn muni taka allt landsvæði aftur af Rússum með valdi en hann viðurkenndi í viðtali á dögunum að það væri sennilega ómöglegt. „Her okkar skortir styrk til þess. Það er rétt,“ sagði Selenskí í samtali við japönsku fréttastofuna Kyodo News. „Við þurfum að finna diplómatíska lausn“. Selenskí sagði viðræður hins vegar eingöngu geta átt sér stað þegar Úkraína stæði það styrkum fótum að Rússar veigruðu sér við því að ráðast aftur gegn landinu. Yfirráð Rússa ná nú yfir Krímskaga, sem þeir hernumdu árið 2014, og stórra svæði í Donetsk, Kherson, Luhansk og Zaporizhzhia. Forsetinn hefur kallað eftir því að Joe Biden Bandaríkjaforseti sannfæri aðra leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins um að veita Úkraínu inngöngu en hugmyndir hafa verið uppi um að verndarsvæði Nató myndi aðeins ná yfir „frjáls svæði“ landsins og ekki þau sem Rússar hafa náð á sitt vald. Samið yrði um þau. Donald Trump, sem sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í janúar, hefur sagt að hann muni leysa deiluna á fyrsta degi en John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, gefur lítið fyrir það. „Hann segist ætla á ná Selenskí og Pútín saman í herbergi og að þeir muni leysa deiluna á 24 klukkustundum. Gangi honum vel með það,“ sagði Bolton í viðtali við Sky News. Þá sagði hann að menn ættu að taka hótanir Trump um að ganga úr Nató alvarlegar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
„Her okkar skortir styrk til þess. Það er rétt,“ sagði Selenskí í samtali við japönsku fréttastofuna Kyodo News. „Við þurfum að finna diplómatíska lausn“. Selenskí sagði viðræður hins vegar eingöngu geta átt sér stað þegar Úkraína stæði það styrkum fótum að Rússar veigruðu sér við því að ráðast aftur gegn landinu. Yfirráð Rússa ná nú yfir Krímskaga, sem þeir hernumdu árið 2014, og stórra svæði í Donetsk, Kherson, Luhansk og Zaporizhzhia. Forsetinn hefur kallað eftir því að Joe Biden Bandaríkjaforseti sannfæri aðra leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins um að veita Úkraínu inngöngu en hugmyndir hafa verið uppi um að verndarsvæði Nató myndi aðeins ná yfir „frjáls svæði“ landsins og ekki þau sem Rússar hafa náð á sitt vald. Samið yrði um þau. Donald Trump, sem sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í janúar, hefur sagt að hann muni leysa deiluna á fyrsta degi en John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, gefur lítið fyrir það. „Hann segist ætla á ná Selenskí og Pútín saman í herbergi og að þeir muni leysa deiluna á 24 klukkustundum. Gangi honum vel með það,“ sagði Bolton í viðtali við Sky News. Þá sagði hann að menn ættu að taka hótanir Trump um að ganga úr Nató alvarlegar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira