Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 11:11 Kristinn Hrafnsson telur „Valkyrkjustjórnina“ vera augljósan kost í stöðunni. vísir/vilhelm Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks er einn þeirra sem býður upp á greiningu á stöðu mála nú að loknum kosningum. Hann segir Kristrúnu Frost Taylor Swift kosninganna. „Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, með öruggan meirihluta (36), virðist eðlileg endurspeglun þjóðarviljans. K-Frost er Taylor Swift kosninganna og gæti leitt kvennastjórn með Þorgerði Katrínu og Ingu Sæland. Þetta yrði Valkyrjustjórn,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni og heldur áfram að rýna í niðurstöðurnar: „Fjórði sigurvegarinn, Miðflokkurinn, dæmist að vísu með þessu í stjórnarandstöðu.“ Hlutverki VG í stjórnmálasögunni er lokið Kristinn segir einnig aðra möguleika tæknilega mögulega, jafnvel hrein hægri stjórn með tæpan meirihluta (D,C,M = 33). Hann spyr hvort það gæti kitlað Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar að leiða slíka stjórn? Eða Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins = 35. Kristinn veltir því fyrir sér hvort tilkynning frá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokks þess efnis að hann hverfi af vettvangi og rými fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fyrir slíka möguleika. Annar er þetta helst það sem Kristinn tekur út úr niðurstöðum kosninganna: Hlutverki VG í stjórnmálasögu Íslands er lokið. Píratar gjalda afhroð og hljóta að leggjast í naflaskoðun til ákvörðunar um eigið erindi í pólitíkina. Sósíalistar verða að gera upp við sig hvort þeir pakka við spilaborðið eða setja undir sig hausinn í langhlaup. Framsókn: það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Þröskuldurinn ósanngjarn Þá segir Kristinn þröskuldinn skelfilega ósanngjarnan. Samanlagt fylgi á botninum, sem er 10,7 prósent skilar engu þingsæti á meðan álíka fylgi Miðflokksins - 11,8 prósent – skili 8 þingmönnum. „Konur verða mögulega í meirihluta á nýju þingi (32/31) það er ef Þórður Snær víkur fyrir konu. Aðeins tveir frambjóðendur af erlendum uppruna (pólskum) ná kjöri.“ Kristinn lýkur þessum vangaveltum á að benda á að klukkan fjögur sé svo toppslagur í ensku úrvalsdeildinni þar sem Liverpool tekur á móti Man City. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. 1. desember 2024 09:05 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
„Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, með öruggan meirihluta (36), virðist eðlileg endurspeglun þjóðarviljans. K-Frost er Taylor Swift kosninganna og gæti leitt kvennastjórn með Þorgerði Katrínu og Ingu Sæland. Þetta yrði Valkyrjustjórn,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni og heldur áfram að rýna í niðurstöðurnar: „Fjórði sigurvegarinn, Miðflokkurinn, dæmist að vísu með þessu í stjórnarandstöðu.“ Hlutverki VG í stjórnmálasögunni er lokið Kristinn segir einnig aðra möguleika tæknilega mögulega, jafnvel hrein hægri stjórn með tæpan meirihluta (D,C,M = 33). Hann spyr hvort það gæti kitlað Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar að leiða slíka stjórn? Eða Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins = 35. Kristinn veltir því fyrir sér hvort tilkynning frá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokks þess efnis að hann hverfi af vettvangi og rými fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fyrir slíka möguleika. Annar er þetta helst það sem Kristinn tekur út úr niðurstöðum kosninganna: Hlutverki VG í stjórnmálasögu Íslands er lokið. Píratar gjalda afhroð og hljóta að leggjast í naflaskoðun til ákvörðunar um eigið erindi í pólitíkina. Sósíalistar verða að gera upp við sig hvort þeir pakka við spilaborðið eða setja undir sig hausinn í langhlaup. Framsókn: það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Þröskuldurinn ósanngjarn Þá segir Kristinn þröskuldinn skelfilega ósanngjarnan. Samanlagt fylgi á botninum, sem er 10,7 prósent skilar engu þingsæti á meðan álíka fylgi Miðflokksins - 11,8 prósent – skili 8 þingmönnum. „Konur verða mögulega í meirihluta á nýju þingi (32/31) það er ef Þórður Snær víkur fyrir konu. Aðeins tveir frambjóðendur af erlendum uppruna (pólskum) ná kjöri.“ Kristinn lýkur þessum vangaveltum á að benda á að klukkan fjögur sé svo toppslagur í ensku úrvalsdeildinni þar sem Liverpool tekur á móti Man City.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. 1. desember 2024 09:05 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
„Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. 1. desember 2024 09:05