Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 11:11 Kristinn Hrafnsson telur „Valkyrkjustjórnina“ vera augljósan kost í stöðunni. vísir/vilhelm Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks er einn þeirra sem býður upp á greiningu á stöðu mála nú að loknum kosningum. Hann segir Kristrúnu Frost Taylor Swift kosninganna. „Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, með öruggan meirihluta (36), virðist eðlileg endurspeglun þjóðarviljans. K-Frost er Taylor Swift kosninganna og gæti leitt kvennastjórn með Þorgerði Katrínu og Ingu Sæland. Þetta yrði Valkyrjustjórn,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni og heldur áfram að rýna í niðurstöðurnar: „Fjórði sigurvegarinn, Miðflokkurinn, dæmist að vísu með þessu í stjórnarandstöðu.“ Hlutverki VG í stjórnmálasögunni er lokið Kristinn segir einnig aðra möguleika tæknilega mögulega, jafnvel hrein hægri stjórn með tæpan meirihluta (D,C,M = 33). Hann spyr hvort það gæti kitlað Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar að leiða slíka stjórn? Eða Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins = 35. Kristinn veltir því fyrir sér hvort tilkynning frá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokks þess efnis að hann hverfi af vettvangi og rými fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fyrir slíka möguleika. Annar er þetta helst það sem Kristinn tekur út úr niðurstöðum kosninganna: Hlutverki VG í stjórnmálasögu Íslands er lokið. Píratar gjalda afhroð og hljóta að leggjast í naflaskoðun til ákvörðunar um eigið erindi í pólitíkina. Sósíalistar verða að gera upp við sig hvort þeir pakka við spilaborðið eða setja undir sig hausinn í langhlaup. Framsókn: það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Þröskuldurinn ósanngjarn Þá segir Kristinn þröskuldinn skelfilega ósanngjarnan. Samanlagt fylgi á botninum, sem er 10,7 prósent skilar engu þingsæti á meðan álíka fylgi Miðflokksins - 11,8 prósent – skili 8 þingmönnum. „Konur verða mögulega í meirihluta á nýju þingi (32/31) það er ef Þórður Snær víkur fyrir konu. Aðeins tveir frambjóðendur af erlendum uppruna (pólskum) ná kjöri.“ Kristinn lýkur þessum vangaveltum á að benda á að klukkan fjögur sé svo toppslagur í ensku úrvalsdeildinni þar sem Liverpool tekur á móti Man City. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. 1. desember 2024 09:05 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
„Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, með öruggan meirihluta (36), virðist eðlileg endurspeglun þjóðarviljans. K-Frost er Taylor Swift kosninganna og gæti leitt kvennastjórn með Þorgerði Katrínu og Ingu Sæland. Þetta yrði Valkyrjustjórn,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni og heldur áfram að rýna í niðurstöðurnar: „Fjórði sigurvegarinn, Miðflokkurinn, dæmist að vísu með þessu í stjórnarandstöðu.“ Hlutverki VG í stjórnmálasögunni er lokið Kristinn segir einnig aðra möguleika tæknilega mögulega, jafnvel hrein hægri stjórn með tæpan meirihluta (D,C,M = 33). Hann spyr hvort það gæti kitlað Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar að leiða slíka stjórn? Eða Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins = 35. Kristinn veltir því fyrir sér hvort tilkynning frá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokks þess efnis að hann hverfi af vettvangi og rými fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fyrir slíka möguleika. Annar er þetta helst það sem Kristinn tekur út úr niðurstöðum kosninganna: Hlutverki VG í stjórnmálasögu Íslands er lokið. Píratar gjalda afhroð og hljóta að leggjast í naflaskoðun til ákvörðunar um eigið erindi í pólitíkina. Sósíalistar verða að gera upp við sig hvort þeir pakka við spilaborðið eða setja undir sig hausinn í langhlaup. Framsókn: það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Þröskuldurinn ósanngjarn Þá segir Kristinn þröskuldinn skelfilega ósanngjarnan. Samanlagt fylgi á botninum, sem er 10,7 prósent skilar engu þingsæti á meðan álíka fylgi Miðflokksins - 11,8 prósent – skili 8 þingmönnum. „Konur verða mögulega í meirihluta á nýju þingi (32/31) það er ef Þórður Snær víkur fyrir konu. Aðeins tveir frambjóðendur af erlendum uppruna (pólskum) ná kjöri.“ Kristinn lýkur þessum vangaveltum á að benda á að klukkan fjögur sé svo toppslagur í ensku úrvalsdeildinni þar sem Liverpool tekur á móti Man City.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. 1. desember 2024 09:05 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
„Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. 1. desember 2024 09:05